Ljósmæður búnar að semja við Sjúkratryggingar Íslands Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 27. apríl 2018 20:10 Arney Þórarinsdóttir og Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmæður Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Sjálfstætt starfandi ljósmæður sem starfa við heimaþjónustu hafa skrifað undir nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands. Fundurinn var boðaður með skömmum fyrirvara og lauk nú um klukkan átta í kvöld. „Það kom fram að ráðherra veitti aukna heimild í þennan málaflokk og það var hægt að hækka greiðslur til ljósmæðra án þess að skerða faglega þjónustu,“ sagði Bergrún Svava Jónsdóttir í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hún sagði að þessi samningur sé frábrugðinn þeim sem ljósmæður höfnuðu í gær, hvað faglega þáttinn varðar. „Við náum að halda inni fjölda vitjana og tímalengd vitjana þannig að við teljum okkur geta veitt áfram eins góða þjónustu og við höfum verið að veita en fá örlitla hækkun líka.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði í dag að hann legði þunga áherslu á að samningar myndu nást sem allra fyrst. „Þjónusta ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum er afar mikilvægur þáttur í viðkvæmri þjónustukeðju sem nú hefur verið rofin. Við höfum við þessar aðstæður hafið samstarf við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um breytta en skerta þjónustu við þennan hóp. Það er ekki ásættanlegt, hvorki til lengri né skemmri tíma. Semjið!“ Bergrún fagnar því að ljósmæður hafi getað staðið vörð um þessa þjónustu. Fulltrúi frá Sjúkratryggingum Íslands er nú á fundi í ráðuneytinu þar sem samningurinn verður undirritaður. Munu ljósmæðurnar þá hefja störf á ný við heimaþjónustuna. „Hann kemur til með að taka gildi strax við undirritun. Ljósmæður fara að öllum líkindum að taka að sér heimaþjónustu strax í kvöld eða á morgun. Þannig að það verður hægt að útskrifa konur af sængurkvennadeildinni,“ segir Bergrún. Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura var virkjuð í morgun. Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld. Þá var fyrirséð að sængurkonur gætu þurft að liggja á göngum og setustofum spítalans þar sem deildin var að fyllast. Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35 Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Sjálfstætt starfandi ljósmæður sem starfa við heimaþjónustu hafa skrifað undir nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands. Fundurinn var boðaður með skömmum fyrirvara og lauk nú um klukkan átta í kvöld. „Það kom fram að ráðherra veitti aukna heimild í þennan málaflokk og það var hægt að hækka greiðslur til ljósmæðra án þess að skerða faglega þjónustu,“ sagði Bergrún Svava Jónsdóttir í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hún sagði að þessi samningur sé frábrugðinn þeim sem ljósmæður höfnuðu í gær, hvað faglega þáttinn varðar. „Við náum að halda inni fjölda vitjana og tímalengd vitjana þannig að við teljum okkur geta veitt áfram eins góða þjónustu og við höfum verið að veita en fá örlitla hækkun líka.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði í dag að hann legði þunga áherslu á að samningar myndu nást sem allra fyrst. „Þjónusta ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum er afar mikilvægur þáttur í viðkvæmri þjónustukeðju sem nú hefur verið rofin. Við höfum við þessar aðstæður hafið samstarf við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um breytta en skerta þjónustu við þennan hóp. Það er ekki ásættanlegt, hvorki til lengri né skemmri tíma. Semjið!“ Bergrún fagnar því að ljósmæður hafi getað staðið vörð um þessa þjónustu. Fulltrúi frá Sjúkratryggingum Íslands er nú á fundi í ráðuneytinu þar sem samningurinn verður undirritaður. Munu ljósmæðurnar þá hefja störf á ný við heimaþjónustuna. „Hann kemur til með að taka gildi strax við undirritun. Ljósmæður fara að öllum líkindum að taka að sér heimaþjónustu strax í kvöld eða á morgun. Þannig að það verður hægt að útskrifa konur af sængurkvennadeildinni,“ segir Bergrún. Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura var virkjuð í morgun. Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld. Þá var fyrirséð að sængurkonur gætu þurft að liggja á göngum og setustofum spítalans þar sem deildin var að fyllast.
Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35 Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33
Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35
Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05