Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 19:05 Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. Þá er fyrirséð að sængurkonur gætu þurft að liggja á göngum og setustofum spítalans þar sem deildin er að fyllast. Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura var virkjuð í morgun. Ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands lögðu niður störf á mánudaginn þar sem samningur hefur ekki verið endurnýjaður. Þetta hefur skapað mikinn vanda á Landspítalanum að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, en hún segir það að hafa viðbragðsáætlun virka ekki duga til lengdar. „Miðað við þær konur sem eru í fæðingu, að deildin á eftir að fyllast á næstu klukkustundum og þá væntanlega sjáum við yfirlagnir á deildinni, gangalagnir,“ segir Sigríður. Það er nokkuð sem ekki hefur sést áður á mæðra- og sængurkvennadeild að sögn Sigríðar. „Það þýðir að við erum með fleiri konur inni liggjandi, og börn inni á deildinni heldur en að eru rými fyrir þannig að við þurfum væntanlega að nota setustofur og önnur rými til þess að tryggja þeim pláss.“ Kveðst hún þó vona að ekki komi til þessa, en eins og staðan var þegar fréttastofa ræddi við Sigríði síðdegis, sé það líklegra en ekki. „En hins vegar náttúrlega er líka að gerast það sem að við höfðum séð fyrir að það er hluti kvennanna og barnanna sem að ekki er hægt að útskrifa vegna þess að heimaþjónustan er ekki til staðar,“ segir Sigríður. Þá hefur nokkuð borið á því að konur sem hafi verið útskrifaðar hafi þurft að snúa aftur til að þiggja þjónustu sem annars hefði verið hægt að sinna í heimahúsum. Þess má geta að fundur stendur nú yfir milli fulltrúa ljósmæðra í heimaþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands vegna málsins. Tengdar fréttir Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Áætlun vegna ljósmæðradeilu Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðsáætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið. 27. apríl 2018 06:00 Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 19:43 Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. 26. apríl 2018 04:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. Þá er fyrirséð að sængurkonur gætu þurft að liggja á göngum og setustofum spítalans þar sem deildin er að fyllast. Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura var virkjuð í morgun. Ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands lögðu niður störf á mánudaginn þar sem samningur hefur ekki verið endurnýjaður. Þetta hefur skapað mikinn vanda á Landspítalanum að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, en hún segir það að hafa viðbragðsáætlun virka ekki duga til lengdar. „Miðað við þær konur sem eru í fæðingu, að deildin á eftir að fyllast á næstu klukkustundum og þá væntanlega sjáum við yfirlagnir á deildinni, gangalagnir,“ segir Sigríður. Það er nokkuð sem ekki hefur sést áður á mæðra- og sængurkvennadeild að sögn Sigríðar. „Það þýðir að við erum með fleiri konur inni liggjandi, og börn inni á deildinni heldur en að eru rými fyrir þannig að við þurfum væntanlega að nota setustofur og önnur rými til þess að tryggja þeim pláss.“ Kveðst hún þó vona að ekki komi til þessa, en eins og staðan var þegar fréttastofa ræddi við Sigríði síðdegis, sé það líklegra en ekki. „En hins vegar náttúrlega er líka að gerast það sem að við höfðum séð fyrir að það er hluti kvennanna og barnanna sem að ekki er hægt að útskrifa vegna þess að heimaþjónustan er ekki til staðar,“ segir Sigríður. Þá hefur nokkuð borið á því að konur sem hafi verið útskrifaðar hafi þurft að snúa aftur til að þiggja þjónustu sem annars hefði verið hægt að sinna í heimahúsum. Þess má geta að fundur stendur nú yfir milli fulltrúa ljósmæðra í heimaþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands vegna málsins.
Tengdar fréttir Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Áætlun vegna ljósmæðradeilu Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðsáætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið. 27. apríl 2018 06:00 Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 19:43 Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. 26. apríl 2018 04:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30
Áætlun vegna ljósmæðradeilu Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðsáætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið. 27. apríl 2018 06:00
Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 19:43
Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. 26. apríl 2018 04:59