Telur slæmt ef skuldir ríkisins lækka mikið meira Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. apríl 2018 18:30 Aðeins fimm ríki innan OECD hafa lægri ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira vegna þess mikilvæga hlutverks sem ríkið gegni á skuldabréfamarkaði. Skuldir íslenska ríkisins eru núna 32 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands eftir síðustu kaup ríkisins á eigin skuldabréfum. Aðeins fimm OECD-ríki hafa lægri skuldahlutafall ríkissjóðs en Ísland. Þetta eru Tyrkland, Lúxemborg, Sviss, Noregur og Eistland.Sjálfstæð peningastefna gerir kröfur til ríkisins Í umræðunni á Íslandi hefur það viðhorf fest rætur að nálgast eigi stöðu ríkissjóðs eins og heimilisbókhald og það sé gott að ríkissjóður skuldi sem minnst. Er það æskilegt? Og hvers vegna? Sjálfstæð peningastefna með krónu gerir margvíslegar kröfur til ríkisins. Ein þeirra er að viðhalda markaði með ríkisskuldabréf í krónum og móta þannig vaxtaviðmið. Skuldahlutfall ríkisins nálgast nú því sem það var fyrir hrun. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka segir að það sé ekki æskilegt að skuldir ríkisins lækki mikið meira. „Það mætti segja að skuldir ríkisins fyrir hrun hafi verið í algjöru lágmarki. Það hefur verið bent á, meðal annars af Seðlabankanum í skýrslum eftir hrun, að skuldlítill ríkissjóður fyrir hrun á sínum tíma hafi hamlað eðlilegri verðmyndun á skuldabréfamarkaði,“ segir Kristrún. Hægt að vera skuldlaus ef ríki eru í myntsamstarfi Tvö OECD ríki, Eistland og Lúxemborg, eru einu ríkin með skuldastöðu við eða undir 22 prósent sem er markmið ríkissjóðs fyrir árið 2023. Bæði þessi ríki eru í myntsamstarfinu um evruna. „Þessi ríki geta haft skuldahlutafallið lágt. Ef þú ert ekki með sjálfstæðan gjaldmiðil þá þarftu ekki að halda úti markaði með ríkisskuldabréf. Þetta er bara kostnaður sem fylgir því að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Það fylgja því bæði kostir og gallar að geta skapað sinn eigin markað fyrir ríkisskuldabréf. Ríkið getur þá skuldað og gefið út í sömu mynt. Ríkið lendir ekki í skuldavandræðum því það getur, tæknilega séð, prentað sína eigin peninga. En það getur líka verið kostur að láta einhvern annan um þetta og úthýst kostnaðinum til stærri ríkja,“ segir Kristrún. Hún segir erfitt að festa einhverja ákveðna tölu fyrir skuldahlutfallið. Það megi vel hugsa sér að skuldir ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu lækki um nokkrar prósentur til viðbótar. „Það má alveg velta því fyrir sér, ef við erum að fara inn í tímabil þar sem fólk hefur áhyggjur af því að það verði takmarkaður hagvöxtur og minni umsvif, þá er kannski ekkert óeðlilegt að það sé farið í það, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn benti á í tilviki Þýskalands og Hollands, að fjárfesta til framtíðar og reyna að skapa aukið framboð á markaði. Í stað þess að keppast við það í dag að borga niður skuldir til þess að sitja uppi með uppsafnaða fjárfestingu eftir tíu ár en skuldlausan ríkissjóð,“ segir Kristrún. Sjá má frétt Stöðvar 2 um málið í spilaranum fyrir ofan. Viðtalið við Kristrúnu Frostadóttur í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Aðeins fimm ríki innan OECD hafa lægri ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira vegna þess mikilvæga hlutverks sem ríkið gegni á skuldabréfamarkaði. Skuldir íslenska ríkisins eru núna 32 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands eftir síðustu kaup ríkisins á eigin skuldabréfum. Aðeins fimm OECD-ríki hafa lægri skuldahlutafall ríkissjóðs en Ísland. Þetta eru Tyrkland, Lúxemborg, Sviss, Noregur og Eistland.Sjálfstæð peningastefna gerir kröfur til ríkisins Í umræðunni á Íslandi hefur það viðhorf fest rætur að nálgast eigi stöðu ríkissjóðs eins og heimilisbókhald og það sé gott að ríkissjóður skuldi sem minnst. Er það æskilegt? Og hvers vegna? Sjálfstæð peningastefna með krónu gerir margvíslegar kröfur til ríkisins. Ein þeirra er að viðhalda markaði með ríkisskuldabréf í krónum og móta þannig vaxtaviðmið. Skuldahlutfall ríkisins nálgast nú því sem það var fyrir hrun. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka segir að það sé ekki æskilegt að skuldir ríkisins lækki mikið meira. „Það mætti segja að skuldir ríkisins fyrir hrun hafi verið í algjöru lágmarki. Það hefur verið bent á, meðal annars af Seðlabankanum í skýrslum eftir hrun, að skuldlítill ríkissjóður fyrir hrun á sínum tíma hafi hamlað eðlilegri verðmyndun á skuldabréfamarkaði,“ segir Kristrún. Hægt að vera skuldlaus ef ríki eru í myntsamstarfi Tvö OECD ríki, Eistland og Lúxemborg, eru einu ríkin með skuldastöðu við eða undir 22 prósent sem er markmið ríkissjóðs fyrir árið 2023. Bæði þessi ríki eru í myntsamstarfinu um evruna. „Þessi ríki geta haft skuldahlutafallið lágt. Ef þú ert ekki með sjálfstæðan gjaldmiðil þá þarftu ekki að halda úti markaði með ríkisskuldabréf. Þetta er bara kostnaður sem fylgir því að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Það fylgja því bæði kostir og gallar að geta skapað sinn eigin markað fyrir ríkisskuldabréf. Ríkið getur þá skuldað og gefið út í sömu mynt. Ríkið lendir ekki í skuldavandræðum því það getur, tæknilega séð, prentað sína eigin peninga. En það getur líka verið kostur að láta einhvern annan um þetta og úthýst kostnaðinum til stærri ríkja,“ segir Kristrún. Hún segir erfitt að festa einhverja ákveðna tölu fyrir skuldahlutfallið. Það megi vel hugsa sér að skuldir ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu lækki um nokkrar prósentur til viðbótar. „Það má alveg velta því fyrir sér, ef við erum að fara inn í tímabil þar sem fólk hefur áhyggjur af því að það verði takmarkaður hagvöxtur og minni umsvif, þá er kannski ekkert óeðlilegt að það sé farið í það, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn benti á í tilviki Þýskalands og Hollands, að fjárfesta til framtíðar og reyna að skapa aukið framboð á markaði. Í stað þess að keppast við það í dag að borga niður skuldir til þess að sitja uppi með uppsafnaða fjárfestingu eftir tíu ár en skuldlausan ríkissjóð,“ segir Kristrún. Sjá má frétt Stöðvar 2 um málið í spilaranum fyrir ofan. Viðtalið við Kristrúnu Frostadóttur í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira