Upphitun: Baráttan í Bakú Bragi Þórðarson skrifar 27. apríl 2018 13:00 Lewis Hamilton. Vísir/Getty Fjórði kappakstur tímabilsins í Formúlu 1 fer fram um helgina er evrópski kappaksturinn verður haldinn í höfuðborg Aserbaísjan, Bakú. Brautin er öll innanbæjar og því afar þröng og refsar ökumönnum fyrir minnstu mistök. Ráskafli brautarinnar er sá lengsti í mótinu, rúmir tveir kílómetrar þar sem ökumenn standa bíla sína í botni allan tímann. Formúlan hefur farið líflega á stað í ár og er ómögulegt að sjá fyrir um hvaða ökuþórar lenda í efstu sætunum, eitthvað sem hefur verið að nokkru leyti fyrirsjáanlegt síðastliðin ár. Í ár eru greinilega þrjú lið að berjast á toppnum - Ferrari, Red Bull og Mercedes. Þýski bílaframleiðandinn hefur unnið titil bílasmiða síðastliðin fjögur ár en á enn eftir að ná sigri árið á nýju tímabili. Ferrari hefur byrjað best og hefur aðalökumaður liðsins, Sebastian Vettel, unnið tvær af fyrstu þremur keppnunum. Red Bull sýndi í kínverska kappakstrinum að liðið ætlar sér að berjast um titla í sumar, eitthvað sem enska liðið hefur ekki getað síðastliðin ár. Daniel Ricciardo keyrði þar til sigurs en Ástralinn vann einmitt kappaksturinn í Bakú í fyrra. Ef Ricciardo tekst að verja sigurinn í ár verður það aðeins í annað skiptið á hans ferli sem hann vinnur tvær keppnir í röð. Hvað er í gangi hjá Mercedes?Sebastian Vettel.Vísir/GettyFyrir tímabilið leit út fyrir að Mercedes myndi enn og aftur bera höfuð og herðar yfir aðra keppendur. Það hefur þó ekki verið raunin það sem af er ári, liðið á enn eftir að ná efsta sæti og er það í fyrsta skiptið í fjögur ár sem þýska liðið nær ekki sigri þrjár keppnir í röð. Tímabilið hefur þó ekki verið hræðilegt fyrir Mercedes þar sem liðið leiðir nú keppni bílasmiða, aðeins einu stigi á undan Ferrari. Keppnin um helgina verður sú þriðja sem fer fram í Aserbaísjan en kappaksturinn var fyrst haldinn árið 2016. Það árið var keppnin afar döpur er Nico Rosberg keyrði Mercedes bíl sinn örugglega til sigurs. Kappaksturinn var harðlega gagnrýndur fyrir tímabilið í fyrra en þá olli hann svo sannarlega ekki vonbrigðum. Magnaður kappakstur í fyrraHamilton og Vettel berjast í Bakú í fyrra.Vísir/GettyBakú kappaksturinn á síðasti tímabili var án efa sá skemmtilegasti það tímabil og er ofarlega á lista yfir skemmtilegustu Formúlu 1 keppnir þessarar aldar. Þar náði barátta Lewis Hamilton og Sebastian Vettel nýjum hæðum er Þjóðverjinn keyrði viljandi inn í hlið Mercedes-bíl Lewis fyrir aftan öryggisbifreiðina. Þá sáum við einnig einn flottasta framúrakstur tímabilsins er Daniel Ricciardo nýtti sér tveggja kílómetra ráskaflan og tók framúr þremur bílum í einu í fyrstu beygjunni. Ricciardo, sem byrjaði kappaksturinn í tíunda sæti, stóð uppi sem sigurvegari í fyrra og Valtteri Bottas varð annar, þrátt fyrir að vera síðastur eftir fyrsta hringinn eftir árekstur við Kimi Raikkonen. Lance Stroll náði mögnuðu þriðja sæti fyrir Williams en hann tapaði þó örðu sætinu fyrir Bottas á síðustu metrunum. Allir þessir ökumenn byrjuðu keppnina í sjötta sæti eða neðar á ráspól. Það er því ómögulegt að seigja hvað gerist á sunnudaginn en við svo sannarlega vonumst eftir svipaðri flugeldaveislu og í fyrra. Hægt verður að fylgjast með æfingum, tímatökum og svo að sjálfsögðu kappakstrinum sjálfum á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Tengdar fréttir Uppgjör eftir Kína: Hvað er að gerast hjá Mercedes? Daniel Ricciardo hjá Red Bull átti svo sannarlega viðburðaríka helgi nú þegar að þriðja umferðin í Formúlu 1 fór fram í Kína. Ástralinn stóð uppi sem sigurvegari í kappakstrinum eftir virkilega erfiða byrjun Red Bull á þessu tímabili. 16. apríl 2018 07:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fjórði kappakstur tímabilsins í Formúlu 1 fer fram um helgina er evrópski kappaksturinn verður haldinn í höfuðborg Aserbaísjan, Bakú. Brautin er öll innanbæjar og því afar þröng og refsar ökumönnum fyrir minnstu mistök. Ráskafli brautarinnar er sá lengsti í mótinu, rúmir tveir kílómetrar þar sem ökumenn standa bíla sína í botni allan tímann. Formúlan hefur farið líflega á stað í ár og er ómögulegt að sjá fyrir um hvaða ökuþórar lenda í efstu sætunum, eitthvað sem hefur verið að nokkru leyti fyrirsjáanlegt síðastliðin ár. Í ár eru greinilega þrjú lið að berjast á toppnum - Ferrari, Red Bull og Mercedes. Þýski bílaframleiðandinn hefur unnið titil bílasmiða síðastliðin fjögur ár en á enn eftir að ná sigri árið á nýju tímabili. Ferrari hefur byrjað best og hefur aðalökumaður liðsins, Sebastian Vettel, unnið tvær af fyrstu þremur keppnunum. Red Bull sýndi í kínverska kappakstrinum að liðið ætlar sér að berjast um titla í sumar, eitthvað sem enska liðið hefur ekki getað síðastliðin ár. Daniel Ricciardo keyrði þar til sigurs en Ástralinn vann einmitt kappaksturinn í Bakú í fyrra. Ef Ricciardo tekst að verja sigurinn í ár verður það aðeins í annað skiptið á hans ferli sem hann vinnur tvær keppnir í röð. Hvað er í gangi hjá Mercedes?Sebastian Vettel.Vísir/GettyFyrir tímabilið leit út fyrir að Mercedes myndi enn og aftur bera höfuð og herðar yfir aðra keppendur. Það hefur þó ekki verið raunin það sem af er ári, liðið á enn eftir að ná efsta sæti og er það í fyrsta skiptið í fjögur ár sem þýska liðið nær ekki sigri þrjár keppnir í röð. Tímabilið hefur þó ekki verið hræðilegt fyrir Mercedes þar sem liðið leiðir nú keppni bílasmiða, aðeins einu stigi á undan Ferrari. Keppnin um helgina verður sú þriðja sem fer fram í Aserbaísjan en kappaksturinn var fyrst haldinn árið 2016. Það árið var keppnin afar döpur er Nico Rosberg keyrði Mercedes bíl sinn örugglega til sigurs. Kappaksturinn var harðlega gagnrýndur fyrir tímabilið í fyrra en þá olli hann svo sannarlega ekki vonbrigðum. Magnaður kappakstur í fyrraHamilton og Vettel berjast í Bakú í fyrra.Vísir/GettyBakú kappaksturinn á síðasti tímabili var án efa sá skemmtilegasti það tímabil og er ofarlega á lista yfir skemmtilegustu Formúlu 1 keppnir þessarar aldar. Þar náði barátta Lewis Hamilton og Sebastian Vettel nýjum hæðum er Þjóðverjinn keyrði viljandi inn í hlið Mercedes-bíl Lewis fyrir aftan öryggisbifreiðina. Þá sáum við einnig einn flottasta framúrakstur tímabilsins er Daniel Ricciardo nýtti sér tveggja kílómetra ráskaflan og tók framúr þremur bílum í einu í fyrstu beygjunni. Ricciardo, sem byrjaði kappaksturinn í tíunda sæti, stóð uppi sem sigurvegari í fyrra og Valtteri Bottas varð annar, þrátt fyrir að vera síðastur eftir fyrsta hringinn eftir árekstur við Kimi Raikkonen. Lance Stroll náði mögnuðu þriðja sæti fyrir Williams en hann tapaði þó örðu sætinu fyrir Bottas á síðustu metrunum. Allir þessir ökumenn byrjuðu keppnina í sjötta sæti eða neðar á ráspól. Það er því ómögulegt að seigja hvað gerist á sunnudaginn en við svo sannarlega vonumst eftir svipaðri flugeldaveislu og í fyrra. Hægt verður að fylgjast með æfingum, tímatökum og svo að sjálfsögðu kappakstrinum sjálfum á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Tengdar fréttir Uppgjör eftir Kína: Hvað er að gerast hjá Mercedes? Daniel Ricciardo hjá Red Bull átti svo sannarlega viðburðaríka helgi nú þegar að þriðja umferðin í Formúlu 1 fór fram í Kína. Ástralinn stóð uppi sem sigurvegari í kappakstrinum eftir virkilega erfiða byrjun Red Bull á þessu tímabili. 16. apríl 2018 07:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjör eftir Kína: Hvað er að gerast hjá Mercedes? Daniel Ricciardo hjá Red Bull átti svo sannarlega viðburðaríka helgi nú þegar að þriðja umferðin í Formúlu 1 fór fram í Kína. Ástralinn stóð uppi sem sigurvegari í kappakstrinum eftir virkilega erfiða byrjun Red Bull á þessu tímabili. 16. apríl 2018 07:00