Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. apríl 2018 08:00 Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, ásamt Þorvaldi Ólafssyni, eiganda Errea á Íslandi með EM treyjuna. Vísir/ernir Þrátt fyrir áhyggjur af kaupum Íslendinga á ódýrum eftirlíkingum af íslenska landsliðsbúningnum, skilaði árangur íslenska landsliðsins á EM í knattspyrnu sumarið 2016 í mikilli tekju- og hagnaðaraukningu hjá umboðsaðila Errea á Íslandi. Sölutekjur hækkuðu um 82 prósent milli milli 2015 og 2016 á meðan hagnaðurinn nær fjórfaldaðist. Svipuð afkoma birtist í ársreikningi eins helsta söluaðila íslensku landsliðstreyjunnar EM-árið mikla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Errea á Íslandi og KSÍ hafa áhyggjur af mikilli sölu á ódýrum eftirlíkingum af landsliðsbúningnum á netverslunum á borð við Ali Express í aðdraganda HM í sumar. Kínversku eftirlíkingarnar eru rúmlega sexfalt ódýrari en frumgerðin sem seld er hér á landi og sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í blaðinu í gær að verið væri að skoða aðgerðir til að koma böndum á eftirlíkingaflóðið. Sömu áhyggjur voru uppi í aðdraganda EM 2016 þegar leitað var leiða til að fá tollinn til að stöðva innflutninginn.Íslenski landsliðsbúningurinn var ein heitasta söluvara sumarsins 2016. Sölu- og umboðsaðilar nutu góðs af því þrátt fyrir eftirlíkingar.Vísir/vilhelmSport Company ehf. er umboðsaðili Errea á Íslandi en fyrirtækið sem og KSÍ verða af tekjum þegar eftirlíkingar verða fyrir valinu hjá kaupendum. Um töluverða fjármuni getur verið að tefla enda má sjá EM-áhrifin bersýnilega á uppgjöri Sport Company ehf. árið 2016. Tekjur af sölu námu ríflega 317 milljónum króna árið 2016 samanborið við 174 milljónir árið 2015. Tekjur hækkuðu því um 82 prósent milli ára sem væntanlega má að mestu rekja til eftirspurnar og sölu á íslensku landsliðstreyjunni. Hagnaður félagsins fór sömuleiðis úr 5,8 milljónum árið 2015 í rúmar 27 milljónir EM-árið 2016. Hækkun um 366 prósent. Gagnrýnt hefur verið að treyjan sé of dýr og því margir sem láti freistast af mun ódýrari eftirlíkingum á kínversku netversluninni. Þegar mesta EM-æðið reið yfir landið voru treyjurnar þó oft illfáanlegar og ljóst að salan var mikil. Eitt þeirra fyrirtækja sem selja treyjurnar er fótboltavöruverslunin Jói Útherji. EM-æðið 2016 skilaði sér líka í bættri afkomu fyrirtækisins samkvæmt ársreikningi. Tekjur fóru í tæpar 220 milljónir samanborið við 166 milljónir árið áður og hagnaður úr 6,9 milljónum í 21,5 milljónir. Birtist í Fréttablaðinu EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum Eftirlíkingar af íslensku landsliðstreyjunni seldar hræódýrt á Ali Express og mörg hundruð pantanir verið gerðar. Sjöfalt ódýrari en frumgerðin á Íslandi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að verið sé að skoða aðgerðir gegn eftirlíkingum. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Þrátt fyrir áhyggjur af kaupum Íslendinga á ódýrum eftirlíkingum af íslenska landsliðsbúningnum, skilaði árangur íslenska landsliðsins á EM í knattspyrnu sumarið 2016 í mikilli tekju- og hagnaðaraukningu hjá umboðsaðila Errea á Íslandi. Sölutekjur hækkuðu um 82 prósent milli milli 2015 og 2016 á meðan hagnaðurinn nær fjórfaldaðist. Svipuð afkoma birtist í ársreikningi eins helsta söluaðila íslensku landsliðstreyjunnar EM-árið mikla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Errea á Íslandi og KSÍ hafa áhyggjur af mikilli sölu á ódýrum eftirlíkingum af landsliðsbúningnum á netverslunum á borð við Ali Express í aðdraganda HM í sumar. Kínversku eftirlíkingarnar eru rúmlega sexfalt ódýrari en frumgerðin sem seld er hér á landi og sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í blaðinu í gær að verið væri að skoða aðgerðir til að koma böndum á eftirlíkingaflóðið. Sömu áhyggjur voru uppi í aðdraganda EM 2016 þegar leitað var leiða til að fá tollinn til að stöðva innflutninginn.Íslenski landsliðsbúningurinn var ein heitasta söluvara sumarsins 2016. Sölu- og umboðsaðilar nutu góðs af því þrátt fyrir eftirlíkingar.Vísir/vilhelmSport Company ehf. er umboðsaðili Errea á Íslandi en fyrirtækið sem og KSÍ verða af tekjum þegar eftirlíkingar verða fyrir valinu hjá kaupendum. Um töluverða fjármuni getur verið að tefla enda má sjá EM-áhrifin bersýnilega á uppgjöri Sport Company ehf. árið 2016. Tekjur af sölu námu ríflega 317 milljónum króna árið 2016 samanborið við 174 milljónir árið 2015. Tekjur hækkuðu því um 82 prósent milli ára sem væntanlega má að mestu rekja til eftirspurnar og sölu á íslensku landsliðstreyjunni. Hagnaður félagsins fór sömuleiðis úr 5,8 milljónum árið 2015 í rúmar 27 milljónir EM-árið 2016. Hækkun um 366 prósent. Gagnrýnt hefur verið að treyjan sé of dýr og því margir sem láti freistast af mun ódýrari eftirlíkingum á kínversku netversluninni. Þegar mesta EM-æðið reið yfir landið voru treyjurnar þó oft illfáanlegar og ljóst að salan var mikil. Eitt þeirra fyrirtækja sem selja treyjurnar er fótboltavöruverslunin Jói Útherji. EM-æðið 2016 skilaði sér líka í bættri afkomu fyrirtækisins samkvæmt ársreikningi. Tekjur fóru í tæpar 220 milljónir samanborið við 166 milljónir árið áður og hagnaður úr 6,9 milljónum í 21,5 milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum Eftirlíkingar af íslensku landsliðstreyjunni seldar hræódýrt á Ali Express og mörg hundruð pantanir verið gerðar. Sjöfalt ódýrari en frumgerðin á Íslandi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að verið sé að skoða aðgerðir gegn eftirlíkingum. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15
„Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00
Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum Eftirlíkingar af íslensku landsliðstreyjunni seldar hræódýrt á Ali Express og mörg hundruð pantanir verið gerðar. Sjöfalt ódýrari en frumgerðin á Íslandi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að verið sé að skoða aðgerðir gegn eftirlíkingum. 26. apríl 2018 06:00