Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2018 21:19 Karlmönnum sem hafa stundað kynlíf með öðrum karlmönnum er bannað að gefa blóð á Íslandi. Umræða hefur verið um að breyta því. Vísir/Hari Óraunhæft er að ætla að starfsmenn Blóðbankans geti skorið úr um kynhneigð og hegðun mögulegra blóðgjafa. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur hugmynd sóttvarnalæknis um að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð svo fremi sem þeir hafi ekki stundað kynlíf í hálft ár á undan tímaskekkju. Mat sóttvarnalæknis birtist í tímaritinu Farsóttafréttir sem embætti landlæknis gefur út en hann tók málið til skoðunar að ósk velferðarráðuneytisins í kjölfar umræðu um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í sumar. Á Íslandi er karlmönnum sem hafa einhvern tímann stundað kynlíf með öðrum karlmanni alfarið bannað að gefa blóð. Silja Dögg, sem skrifaði pistil á Facebook-síðu sína um málið í kvöld, segist í samtali við Vísi velta fyrir sér hversu raunhæf hugmynd sóttvarnalæknis um kynlífsbindindi fyrir blóðgjöf sé. „Hvernig ætla þeir starfsmenn sem taka á móti fólki sem vill gefa blóð að skera úr um hvort að í fyrsta lagi viðkomandi sé samkynhneigður og í öðru lagi að sannreyna það hvort viðkomandi hafi stundað kynlíf í einhvern tíma eða ekki?“ spyr þingmaðurinn sig.Silja Dögg Gunnarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi.Vísir/VilhelmKynhegðun fólks alls konar Þá segist hún einnig velta fyrir sér öðrum hópum mögulegra blóðgjafa og kynhegðun þeirra. Þar á meðal geti verið tvíkynhneigðir, fjölásta fólk, fólk sem nýtir sér vændiþjónustu, stundar óvarlegt kynlíf eða er í opnum samböndum. „Mér finnst ákveðin tímaskekkja að við skulum flokka fólk niður í svona box. Kynhegðun fólks er bara alls konar. Þessi umræða hefur opnast mikið undanfarin ár. Það er bara ómögulegt bæði fyrir starfsfólk Blóðbanks og aðra að vita nákvæmlega hvernig fólk stundar kynlíf, hvenær og með hverjum í sínu einkalífi,“ segir Silja Dögg. Það skjóti skökku við að taka samkynhneigða karlmenn algerlega út fyrir sviga þegar vitað er að kynhegðun fólks sé alls konar. Spurð að því hvort að hún ætli að leggja fram frumvarp til að taka á stöðu samkynhneigðra karlmanna gagvart blóðgjöfum segist Silja Dögg ekki hafa ákveðið það. Hún hafi áhuga að nálgast nýja tölfræði um tilfelli alnæmissmita og hvernig þau skiptast eftir kynhneigð fólks og fleiri þáttum en einnig kynna sér hvaða reglur gilda um blóðgjafir í nágrannalöndunum. „Svo sjáum við bara hvernig málin þróast, hvað nauðsynlegt er að gera og hvernig samstaðan um það verður, hvernig umræðan þróast, bæði í þinginu og utan þingsins,“ segir hún. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Óraunhæft er að ætla að starfsmenn Blóðbankans geti skorið úr um kynhneigð og hegðun mögulegra blóðgjafa. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur hugmynd sóttvarnalæknis um að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð svo fremi sem þeir hafi ekki stundað kynlíf í hálft ár á undan tímaskekkju. Mat sóttvarnalæknis birtist í tímaritinu Farsóttafréttir sem embætti landlæknis gefur út en hann tók málið til skoðunar að ósk velferðarráðuneytisins í kjölfar umræðu um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í sumar. Á Íslandi er karlmönnum sem hafa einhvern tímann stundað kynlíf með öðrum karlmanni alfarið bannað að gefa blóð. Silja Dögg, sem skrifaði pistil á Facebook-síðu sína um málið í kvöld, segist í samtali við Vísi velta fyrir sér hversu raunhæf hugmynd sóttvarnalæknis um kynlífsbindindi fyrir blóðgjöf sé. „Hvernig ætla þeir starfsmenn sem taka á móti fólki sem vill gefa blóð að skera úr um hvort að í fyrsta lagi viðkomandi sé samkynhneigður og í öðru lagi að sannreyna það hvort viðkomandi hafi stundað kynlíf í einhvern tíma eða ekki?“ spyr þingmaðurinn sig.Silja Dögg Gunnarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi.Vísir/VilhelmKynhegðun fólks alls konar Þá segist hún einnig velta fyrir sér öðrum hópum mögulegra blóðgjafa og kynhegðun þeirra. Þar á meðal geti verið tvíkynhneigðir, fjölásta fólk, fólk sem nýtir sér vændiþjónustu, stundar óvarlegt kynlíf eða er í opnum samböndum. „Mér finnst ákveðin tímaskekkja að við skulum flokka fólk niður í svona box. Kynhegðun fólks er bara alls konar. Þessi umræða hefur opnast mikið undanfarin ár. Það er bara ómögulegt bæði fyrir starfsfólk Blóðbanks og aðra að vita nákvæmlega hvernig fólk stundar kynlíf, hvenær og með hverjum í sínu einkalífi,“ segir Silja Dögg. Það skjóti skökku við að taka samkynhneigða karlmenn algerlega út fyrir sviga þegar vitað er að kynhegðun fólks sé alls konar. Spurð að því hvort að hún ætli að leggja fram frumvarp til að taka á stöðu samkynhneigðra karlmanna gagvart blóðgjöfum segist Silja Dögg ekki hafa ákveðið það. Hún hafi áhuga að nálgast nýja tölfræði um tilfelli alnæmissmita og hvernig þau skiptast eftir kynhneigð fólks og fleiri þáttum en einnig kynna sér hvaða reglur gilda um blóðgjafir í nágrannalöndunum. „Svo sjáum við bara hvernig málin þróast, hvað nauðsynlegt er að gera og hvernig samstaðan um það verður, hvernig umræðan þróast, bæði í þinginu og utan þingsins,“ segir hún.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira