Þórdís Edda: Stórt skref í að viðurkenna að ég hef sigrast á þunglyndinu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. október 2018 20:00 Þórdís Edda Hjartardóttir markvörður Fylkis fékk í gær viðurkenningu sem besti leikmaðurinn í Inkasso-deild kvenna í fótbolta. Hún hætti um tíma í fótboltanum vegna þunglyndis. Þórdís er ófeimin að segja sögu sína. „Ég greinist með þunglyndi 2010 eftir að samningi mínum lýkur hjá Breiðablik. Það tók mig langan tíma að ná bata og ná aftur að verða ég sjálf eftir þunglyndi,” sagði Þórdís í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað hjálpaði til? „Góður stuðningur frá fólki í kringum mig og skilningur frá liðsfélögum mínum í Álftanesi hjálpaði mér mikið. Það fékk mig fyrir sjálfstrausti mínu byggjast upp og það hafði ég ekki fundið fyrir lengi.” „Ég man sérstaklega vel eftir þegar ég sagði liðsfélögum mínum frá þessu í Breiðablik er ég var beðinn um að koma aftur, sem ég gerði reyndar ekki, þá mætti ég svo miku skilningsleysi.” Þórdís kemur hreint fram og er ekkert hrædd við að segja sína sögu. Hún segir að fólk hafi þó ekki vitað hvernig ætti að haga sér. „Ég mætti ekki neikvæðni en fólk vissi ekki hvernig átti að höndla þetta. Ég fékk engan stuðning og það var bara svona: Þá ert þú ekki hluti af okkar liði og þú ert bara að díla við þitt.” „Í dag finnst mér mjög mikilvægt að fólk viti að ég gekk í gegnum þetta til þess að ungir einstaklingar sem eru að ganga í gegnum það sama og ég, sjá að það er hægt að ná bata með mikilli vinnu. Það er hægt að ná árangri aftur.” En hversu stórt er að fá þessa viðurkenningu sem Þórdís fékk í gær, besti leikmaður Inkasso-deildar kvenna? „Það er ótrúlega stórt fyrir mig. Ég gat ekki ímyndað mér fyrir þrem til fjórum árum að ég myndi ná þessum árangri og fá þessa viðurkenningu. Mér fannst ég alltaf falla niður fyrir hópinn og væri bara að glíma við mína vanlíðan.” „Þetta er stórt skref í að viðurkenna að ég hef sigrast á þunglyndinu. Ég er orðinn ég aftur og mér líður eins og mér aftur,” en vill hún meina að það séu fleiri í fótboltanum sem glíma við sama vandamál? „Ég held það. Þetta er mikill pressa and- og líkamlega. Ég held að þetta sé algengara en við heldum,” en Þórdís er til í að opna á umræðuna. „Mér fannst þetta veikleiki fyrst en í dag sé ég þroskast sem ég fæ frá þessu. Mér finnst mikilvægt að fólk sjái mig og sjái að það er hægt að ná góðan bata.” Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér. „Fótboltinn er mín ástríða og það var erfitt að þurfa að hætta og geta ekki spilað þar sem þetta var minn griðarstaður á yngri árum. Í dag líður mér vel and- og líkamlega. Það er gaman að fá þessa tilfinningu í líkamann.” „Með mikilli vinnu og hjálp frá fagaðilum og aðstandendum þá er hægt að sigrast á þunglyndi. Það er mikilvægt að leggja á sig vinnuna. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Þórdís Edda Hjartardóttir markvörður Fylkis fékk í gær viðurkenningu sem besti leikmaðurinn í Inkasso-deild kvenna í fótbolta. Hún hætti um tíma í fótboltanum vegna þunglyndis. Þórdís er ófeimin að segja sögu sína. „Ég greinist með þunglyndi 2010 eftir að samningi mínum lýkur hjá Breiðablik. Það tók mig langan tíma að ná bata og ná aftur að verða ég sjálf eftir þunglyndi,” sagði Þórdís í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað hjálpaði til? „Góður stuðningur frá fólki í kringum mig og skilningur frá liðsfélögum mínum í Álftanesi hjálpaði mér mikið. Það fékk mig fyrir sjálfstrausti mínu byggjast upp og það hafði ég ekki fundið fyrir lengi.” „Ég man sérstaklega vel eftir þegar ég sagði liðsfélögum mínum frá þessu í Breiðablik er ég var beðinn um að koma aftur, sem ég gerði reyndar ekki, þá mætti ég svo miku skilningsleysi.” Þórdís kemur hreint fram og er ekkert hrædd við að segja sína sögu. Hún segir að fólk hafi þó ekki vitað hvernig ætti að haga sér. „Ég mætti ekki neikvæðni en fólk vissi ekki hvernig átti að höndla þetta. Ég fékk engan stuðning og það var bara svona: Þá ert þú ekki hluti af okkar liði og þú ert bara að díla við þitt.” „Í dag finnst mér mjög mikilvægt að fólk viti að ég gekk í gegnum þetta til þess að ungir einstaklingar sem eru að ganga í gegnum það sama og ég, sjá að það er hægt að ná bata með mikilli vinnu. Það er hægt að ná árangri aftur.” En hversu stórt er að fá þessa viðurkenningu sem Þórdís fékk í gær, besti leikmaður Inkasso-deildar kvenna? „Það er ótrúlega stórt fyrir mig. Ég gat ekki ímyndað mér fyrir þrem til fjórum árum að ég myndi ná þessum árangri og fá þessa viðurkenningu. Mér fannst ég alltaf falla niður fyrir hópinn og væri bara að glíma við mína vanlíðan.” „Þetta er stórt skref í að viðurkenna að ég hef sigrast á þunglyndinu. Ég er orðinn ég aftur og mér líður eins og mér aftur,” en vill hún meina að það séu fleiri í fótboltanum sem glíma við sama vandamál? „Ég held það. Þetta er mikill pressa and- og líkamlega. Ég held að þetta sé algengara en við heldum,” en Þórdís er til í að opna á umræðuna. „Mér fannst þetta veikleiki fyrst en í dag sé ég þroskast sem ég fæ frá þessu. Mér finnst mikilvægt að fólk sjái mig og sjái að það er hægt að ná góðan bata.” Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér. „Fótboltinn er mín ástríða og það var erfitt að þurfa að hætta og geta ekki spilað þar sem þetta var minn griðarstaður á yngri árum. Í dag líður mér vel and- og líkamlega. Það er gaman að fá þessa tilfinningu í líkamann.” „Með mikilli vinnu og hjálp frá fagaðilum og aðstandendum þá er hægt að sigrast á þunglyndi. Það er mikilvægt að leggja á sig vinnuna.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira