Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 12:50 Tillerson var forstjóri ExxonMobile áður en hann féllst á að taka við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn. Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, tekur við embættinu. Utanríkisráðuneytið segir brottreksturinn hafa komið Tillerson á óvart og að hann hafi komist að því þegar forsetinn tísti um að Tillerson væri rekinn. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump hafi beðið Tillerson um að stíga til hliðar, að því er CNN-fréttastöðin hefur eftir henni. Trump tísti um ákvörðunina og sagði að Gina Haspel, aðstoðarforstjóri CIA, taki við af Pompeo. Hún yrði fyrsta konan til að stýra CIA verði skipun hennar staðfest í þinginu. Í yfirlýsingu hvetur Trump Bandaríkjaþing til þess að staðfesta tilnefningu Pompeo hratt. Hann eigi að halda áfram að endurreisa stöðu Bandaríkjanna í heiminum, styrkja bandalög, taka á andstæðingum og að vinna að afkjarnorkuvæðingu Kóreuskaga. Þakkar forsetinn Tillerson fyrir störf sín og segir að hann hafi áorkað miklu á fjórtán mánuðum í embætti.Stormasamt sambandWashington Post segir að Trump hafi beðið Tillerson um að víkja á föstudag. Þá var Tillerson á ferðalagi í Afríku en sneri skyndilega heim til Washington-borgar í gær. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá því að veikindi gætu verið orsök þess. Blaðið hefur eftir embættismönnum að Trump hafi talið mikilvægt að skipta um utanríkisráðherra í aðdraganda boðaðs fundar hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og samningaviðræðna um fríverslunarsamninga. Samband Trump og Tillerson hefur verið nokkuð stormasamt. Mikla athygli vakti þegar fjölmiðlar greindu frá því að Tillerson hefði kallað Trump „fávita“ eftir tilraun hans og fleiri ráðherra til þess að upplýsa forsetann um utanríkis- og varnarmál í fyrra. Tillerson neitaði því aldrei beint að hafa látið ummælin falla. Í kjölfarið stakk Trump upp á því að hann og Tillerson myndi taka greindarvísitölupróf. Hann væri sigurviss í þeirri keppni. Pompeo var fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins þegar Trump tilnefndi hann sem forstjóra leyniþjónustunnar í fyrra. Hann var fyrst kjörinn á þing fyrir Kansas-ríki árið 2011 og var hluti af bylgju frambjóðenda róttæku Teboðshreyfingarinnar sem ýtti Repúblikanaflokknum lengra til hægri á þeim árum.Hefur ekki rætt við Trump Tillerson hefur ekki rætt við Trump og veit ekki hver ástæðan fyrir brottrekstri hans er, samkvæmt talsmanni hans. Brottrekstur hans kom honum á óvart. Tillerson segist þakklátur fyrir að hafa fengið að þjóna en hann ætlaði sér að sinna starfi sínu til enda. Trump segist hafa „tekið ákvörðunina sjálfur“ og að Tillerson verði mun ánægðari núna. Blaðamaður AP sem var í áðurnefndri flugvél með ráðherranum fyrrverandi segir að ekkert útlit hafi verið fyrir að víkja ætti Tillerson úr starfi fyrir rúmum fjórum tímum síðan.President Trump speaks after sacking Secretary of State Rex Tillerson, replacing him with Mike Pompeo pic.twitter.com/ko0Nftnis6— Sky News (@SkyNews) March 13, 2018 Remarkable statement from State Department spokesman on Tillerson firing: pic.twitter.com/iBpLaK1tXw— Jake Tapper (@jaketapper) March 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segja að ekki standi til að reka Tillerson Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa verið fullvissað um það frá skrifstofu Bandaríkjaforseta að ekki standi til að reka utanríkisráðherrann Rex Tillerson. 1. desember 2017 08:08 Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Trump vill losa sig við Tillerson Forsetinn er sagður hafa það í hyggju að losa sig við utanríkisráðherrann Rex Tillerson. Þeir eiga ekki skap saman og eru skoðanir þeirra í utanríkisstefnu ósamræmdar. 30. nóvember 2017 15:29 Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Fráfarandi þingmaður repúblikana segir að Tillerson utanríkisráðherra sé einn þriggja fulltrúa í ríkisstjórninni sem komi í veg fyrir að Bandaríkin leysist upp í glundroða. 4. október 2017 19:59 Trump stingur upp á að bera greindarvísitölu sína saman við utanríkisráðherrans Og forsetinn er viss um hver hefði betur í þeim samanburði. 10. október 2017 12:10 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn. Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, tekur við embættinu. Utanríkisráðuneytið segir brottreksturinn hafa komið Tillerson á óvart og að hann hafi komist að því þegar forsetinn tísti um að Tillerson væri rekinn. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump hafi beðið Tillerson um að stíga til hliðar, að því er CNN-fréttastöðin hefur eftir henni. Trump tísti um ákvörðunina og sagði að Gina Haspel, aðstoðarforstjóri CIA, taki við af Pompeo. Hún yrði fyrsta konan til að stýra CIA verði skipun hennar staðfest í þinginu. Í yfirlýsingu hvetur Trump Bandaríkjaþing til þess að staðfesta tilnefningu Pompeo hratt. Hann eigi að halda áfram að endurreisa stöðu Bandaríkjanna í heiminum, styrkja bandalög, taka á andstæðingum og að vinna að afkjarnorkuvæðingu Kóreuskaga. Þakkar forsetinn Tillerson fyrir störf sín og segir að hann hafi áorkað miklu á fjórtán mánuðum í embætti.Stormasamt sambandWashington Post segir að Trump hafi beðið Tillerson um að víkja á föstudag. Þá var Tillerson á ferðalagi í Afríku en sneri skyndilega heim til Washington-borgar í gær. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá því að veikindi gætu verið orsök þess. Blaðið hefur eftir embættismönnum að Trump hafi talið mikilvægt að skipta um utanríkisráðherra í aðdraganda boðaðs fundar hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og samningaviðræðna um fríverslunarsamninga. Samband Trump og Tillerson hefur verið nokkuð stormasamt. Mikla athygli vakti þegar fjölmiðlar greindu frá því að Tillerson hefði kallað Trump „fávita“ eftir tilraun hans og fleiri ráðherra til þess að upplýsa forsetann um utanríkis- og varnarmál í fyrra. Tillerson neitaði því aldrei beint að hafa látið ummælin falla. Í kjölfarið stakk Trump upp á því að hann og Tillerson myndi taka greindarvísitölupróf. Hann væri sigurviss í þeirri keppni. Pompeo var fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins þegar Trump tilnefndi hann sem forstjóra leyniþjónustunnar í fyrra. Hann var fyrst kjörinn á þing fyrir Kansas-ríki árið 2011 og var hluti af bylgju frambjóðenda róttæku Teboðshreyfingarinnar sem ýtti Repúblikanaflokknum lengra til hægri á þeim árum.Hefur ekki rætt við Trump Tillerson hefur ekki rætt við Trump og veit ekki hver ástæðan fyrir brottrekstri hans er, samkvæmt talsmanni hans. Brottrekstur hans kom honum á óvart. Tillerson segist þakklátur fyrir að hafa fengið að þjóna en hann ætlaði sér að sinna starfi sínu til enda. Trump segist hafa „tekið ákvörðunina sjálfur“ og að Tillerson verði mun ánægðari núna. Blaðamaður AP sem var í áðurnefndri flugvél með ráðherranum fyrrverandi segir að ekkert útlit hafi verið fyrir að víkja ætti Tillerson úr starfi fyrir rúmum fjórum tímum síðan.President Trump speaks after sacking Secretary of State Rex Tillerson, replacing him with Mike Pompeo pic.twitter.com/ko0Nftnis6— Sky News (@SkyNews) March 13, 2018 Remarkable statement from State Department spokesman on Tillerson firing: pic.twitter.com/iBpLaK1tXw— Jake Tapper (@jaketapper) March 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segja að ekki standi til að reka Tillerson Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa verið fullvissað um það frá skrifstofu Bandaríkjaforseta að ekki standi til að reka utanríkisráðherrann Rex Tillerson. 1. desember 2017 08:08 Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Trump vill losa sig við Tillerson Forsetinn er sagður hafa það í hyggju að losa sig við utanríkisráðherrann Rex Tillerson. Þeir eiga ekki skap saman og eru skoðanir þeirra í utanríkisstefnu ósamræmdar. 30. nóvember 2017 15:29 Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Fráfarandi þingmaður repúblikana segir að Tillerson utanríkisráðherra sé einn þriggja fulltrúa í ríkisstjórninni sem komi í veg fyrir að Bandaríkin leysist upp í glundroða. 4. október 2017 19:59 Trump stingur upp á að bera greindarvísitölu sína saman við utanríkisráðherrans Og forsetinn er viss um hver hefði betur í þeim samanburði. 10. október 2017 12:10 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Segja að ekki standi til að reka Tillerson Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa verið fullvissað um það frá skrifstofu Bandaríkjaforseta að ekki standi til að reka utanríkisráðherrann Rex Tillerson. 1. desember 2017 08:08
Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21
Trump vill losa sig við Tillerson Forsetinn er sagður hafa það í hyggju að losa sig við utanríkisráðherrann Rex Tillerson. Þeir eiga ekki skap saman og eru skoðanir þeirra í utanríkisstefnu ósamræmdar. 30. nóvember 2017 15:29
Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Fráfarandi þingmaður repúblikana segir að Tillerson utanríkisráðherra sé einn þriggja fulltrúa í ríkisstjórninni sem komi í veg fyrir að Bandaríkin leysist upp í glundroða. 4. október 2017 19:59
Trump stingur upp á að bera greindarvísitölu sína saman við utanríkisráðherrans Og forsetinn er viss um hver hefði betur í þeim samanburði. 10. október 2017 12:10