Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2018 10:09 Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. Þeir segja að stjórnvöld fara með leitina að líki hans eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða. Mynd/Eva Hauksdóttir Aðstandendur Hauks Hilmarssonar, en kúrdísk yfirvöld hafa staðfest að hann hafi fallið í átökum í Sýrlandi, eru afar ósáttir við það hvernig íslensk yfirvöld hafa staðið að málinu. Í harðorðri yfirlýsingu, sem sjá má í heild sinni hér neðar, segir meðal annars: „Það fékk mjög á fjölskyldu og vini Hauks, að sjá stjórnvöld fara með leitina að líki hans eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða, sérstaklega í ljósi þess að þá höfðu komið fram sögur sem gáfu vonarglætu um að Haukur kynni að vera á lífi. Þær upplýsingar reyndust rangar en það gátu starfsmenn Utanríkisráðuneytisins ekki vitað.“ Aðstandendur reyndu að nái fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í gær vegna málsins en var þá vísað frá. Til stendur að sá fundur verði haldinn klukkan þrjú í dag. Í áðurnefndri tilkynningu segir: Markmið fundarins í dag er það gera Utanríkisráðherra grein fyrir því að þegar ríki sem er í hernaðarsamstarfi við Ísland drepur íslenskan ríkisborgara, þá geti Utanríkisráðherra ekki hegðað sér eins og hernaðaryfirvöld þess ríkis hafi skotið flækingshund. Aðstandendur Hauks krefjast þess að utanríkisráðherra sjái tafarlaust til þess að haft verði beint samband við yfirvöld í Tyrklandi og Nató og upplýsinga aflað um það hvort Haukur er lífs eða liðinn. „Enn fremur að ef Tyrkir eru með líkamsleifar Hauks, sjái Utanríkisráðherra til þess að þær verði sendar til Íslands.“ Yfirlýsing aðstandenda Hauks HilmarssonarEins og frem hefur komið í fréttum er talið að Haukur Hilmarsson hafi fallið í skot- og sprengjuárás Tyrkja á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi í febrúar. Talsmenn andspyrnuhreyfingarinnar sem Haukur vann með hafa staðfest fall hans en við höfum ekki fengið dánarvottorð og þeir geta ekki bent á neitt lík. Það er ekki líklegt en þó hugsanlegt að Haukur hafi lifað af og sé í höndum Tyrkja. Sú staðreynd að leitað var að Hauki á sjúkrahúsum bendir til þess að einhverjar efasemdir hljóti að hafa verið uppi um andlát hans, einhver taldi sig sjá hann falla en enginn hefur séð lík. Á meðan sú staða er uppi er málið rannsakað sem mannshvarf af hálfu lögreglu á Íslandi. Aðstandendur Hauks hafa sjálfir grafið upp þær upplýsingar um málið sem hafa fengist staðfestar og sett sig í samband við þær kúrdísku og grísku hreyfingar sem Haukur tengdist. Það er hins vegar ekki heppilegt að fjölskyldan annist samskipti við Natóríkið Tyrkland. Við báðum þess vegna Borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins og lögregluna um það á fundi okkar þann 8. mars að hafa samband við yfirvöld í Tyrklandi og fá staðfest að þau séu með líkið og reyna að fá það sent heim. Móðir Hauks ræddi við Borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins fyrir hádegi í gær, þann 12. mars. Ráðuneytið var þá búið að hafa samband við ýmis sendiráð og ræðismenn um víða veröld en hafði engar tilraunir gert til að ná beinu sambandi við ráðuneyti í Tyrklandi, hernaðaryfirvöld eða lögreglu. Svo virðist sem ráðuneytið sé að bíða eftir því að ræðismenn hingað og þangað rannsaki málið eftir sínum eigin leiðum. Engin svör hafa fengist með því móti. Það fékk mjög á fjölskyldu og vini Hauks, að sjá stjórnvöld fara með leitina að líki hans eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða, sérstaklega í ljósi þess að þá höfðu komið fram sögur sem gáfu vonarglætu um að Haukur kynni að vera á lífi. Þær upplýsingar reyndust rangar en það gátu starfsmenn Utanríkisráðuneytisins ekki vitað. Móðir Hauks reyndi að ná tali af Utanríkisráðherra rétt fyrir hádegi en hann svaraði ekki síma. Hún sendi honum tölvupóst tæpum þrem tímum síðar þar sem hún krafðist þess að hann beitti sér í málinu og hefði samband við sig. Utanríkisráðherra taldi sig hafa mikilvægari hnöppum að hneppa en að svara henni. Fjölskylda Hauks átti annan fund með ráðuneytinu og lögreglu kl. 16 í gær. Stjórnvöld höfðu þá haft fjóra daga til þess að spyrja Tyrki hvort þeir séu með líkið eða geti gefið aðrar upplýsingar um afdrif Hauks en ekki gert neina alvöru tilraun til þess. Á fundinum kom fram að fyrirspurn til Sendiráðs Tyrklands í Osló, um afdrif Hauks, hefðu ekki fylgt neinar myndir eða lýsingar á líkamseinkennum sem gætu gagnast við að bera kennsl á líkið. Enn fremur að ekki væru uppi áform um að hafa beint samband við Tyrki eða Nató og að ráðuneytið gæti ekki gefið nein loforð um að útvega aðstandendum símanúmer og netföng ráðamanna í Tyrklandi svo þeir geti lokið rannsókn þessa máls sjálfir. Utanríkisráðherra neitaði að mæta á fundinn en fékkst til þess, eftir þaulsetu aðstandenda í húsakynnum ráðuneytisins og hótanir um fjölmiðlafár, að hitta okkur daginn eftir. Hann ætlaði þó að setja það skilyrði að einungis tveir aðstandendur mættu á fundinn en þeim afarkosti var vitanlega hafnað. Við eigum því fund með ráðherra kl. 15 í dag. Við viljum þakka starfsfólki Utanríkisráðuneytis og lögreglu fyrir hlýhug og vinsemd sem þau hafa sýnt okkur. Við efumst ekki um samúð þeirra og vilja til að leysa málið en getuleysið er æpandi og ekki að sjá að neinn beri ábyrgð á upplýsingaöflun um málið. Markmið fundarins í dag er það er að gera Utanríkisráðherra grein fyrir því að þegar ríki sem er í hernaðarsamstarfi við Ísland drepur íslenskan ríkisborgara, þá geti Utanríkisráðherra ekki hegðað sér eins og hernaðaryfirvöld þess ríkis hafi skotið flækingshund. Við krefjumst þess að Utanríkisráðherra sjái tafarlaust til þess að haft verði beint samband við yfirvöld í Tyrklandi og Nató og upplýsinga aflað um það hvort Haukur er lífs eða liðinn. Enn fremur að ef Tyrkir eru með líkamsleifar Hauks, sjái Utanríkisráðherra til þess að þær verði sendar til Íslands. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Aðstandendur Hauks Hilmarssonar, en kúrdísk yfirvöld hafa staðfest að hann hafi fallið í átökum í Sýrlandi, eru afar ósáttir við það hvernig íslensk yfirvöld hafa staðið að málinu. Í harðorðri yfirlýsingu, sem sjá má í heild sinni hér neðar, segir meðal annars: „Það fékk mjög á fjölskyldu og vini Hauks, að sjá stjórnvöld fara með leitina að líki hans eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða, sérstaklega í ljósi þess að þá höfðu komið fram sögur sem gáfu vonarglætu um að Haukur kynni að vera á lífi. Þær upplýsingar reyndust rangar en það gátu starfsmenn Utanríkisráðuneytisins ekki vitað.“ Aðstandendur reyndu að nái fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í gær vegna málsins en var þá vísað frá. Til stendur að sá fundur verði haldinn klukkan þrjú í dag. Í áðurnefndri tilkynningu segir: Markmið fundarins í dag er það gera Utanríkisráðherra grein fyrir því að þegar ríki sem er í hernaðarsamstarfi við Ísland drepur íslenskan ríkisborgara, þá geti Utanríkisráðherra ekki hegðað sér eins og hernaðaryfirvöld þess ríkis hafi skotið flækingshund. Aðstandendur Hauks krefjast þess að utanríkisráðherra sjái tafarlaust til þess að haft verði beint samband við yfirvöld í Tyrklandi og Nató og upplýsinga aflað um það hvort Haukur er lífs eða liðinn. „Enn fremur að ef Tyrkir eru með líkamsleifar Hauks, sjái Utanríkisráðherra til þess að þær verði sendar til Íslands.“ Yfirlýsing aðstandenda Hauks HilmarssonarEins og frem hefur komið í fréttum er talið að Haukur Hilmarsson hafi fallið í skot- og sprengjuárás Tyrkja á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi í febrúar. Talsmenn andspyrnuhreyfingarinnar sem Haukur vann með hafa staðfest fall hans en við höfum ekki fengið dánarvottorð og þeir geta ekki bent á neitt lík. Það er ekki líklegt en þó hugsanlegt að Haukur hafi lifað af og sé í höndum Tyrkja. Sú staðreynd að leitað var að Hauki á sjúkrahúsum bendir til þess að einhverjar efasemdir hljóti að hafa verið uppi um andlát hans, einhver taldi sig sjá hann falla en enginn hefur séð lík. Á meðan sú staða er uppi er málið rannsakað sem mannshvarf af hálfu lögreglu á Íslandi. Aðstandendur Hauks hafa sjálfir grafið upp þær upplýsingar um málið sem hafa fengist staðfestar og sett sig í samband við þær kúrdísku og grísku hreyfingar sem Haukur tengdist. Það er hins vegar ekki heppilegt að fjölskyldan annist samskipti við Natóríkið Tyrkland. Við báðum þess vegna Borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins og lögregluna um það á fundi okkar þann 8. mars að hafa samband við yfirvöld í Tyrklandi og fá staðfest að þau séu með líkið og reyna að fá það sent heim. Móðir Hauks ræddi við Borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins fyrir hádegi í gær, þann 12. mars. Ráðuneytið var þá búið að hafa samband við ýmis sendiráð og ræðismenn um víða veröld en hafði engar tilraunir gert til að ná beinu sambandi við ráðuneyti í Tyrklandi, hernaðaryfirvöld eða lögreglu. Svo virðist sem ráðuneytið sé að bíða eftir því að ræðismenn hingað og þangað rannsaki málið eftir sínum eigin leiðum. Engin svör hafa fengist með því móti. Það fékk mjög á fjölskyldu og vini Hauks, að sjá stjórnvöld fara með leitina að líki hans eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða, sérstaklega í ljósi þess að þá höfðu komið fram sögur sem gáfu vonarglætu um að Haukur kynni að vera á lífi. Þær upplýsingar reyndust rangar en það gátu starfsmenn Utanríkisráðuneytisins ekki vitað. Móðir Hauks reyndi að ná tali af Utanríkisráðherra rétt fyrir hádegi en hann svaraði ekki síma. Hún sendi honum tölvupóst tæpum þrem tímum síðar þar sem hún krafðist þess að hann beitti sér í málinu og hefði samband við sig. Utanríkisráðherra taldi sig hafa mikilvægari hnöppum að hneppa en að svara henni. Fjölskylda Hauks átti annan fund með ráðuneytinu og lögreglu kl. 16 í gær. Stjórnvöld höfðu þá haft fjóra daga til þess að spyrja Tyrki hvort þeir séu með líkið eða geti gefið aðrar upplýsingar um afdrif Hauks en ekki gert neina alvöru tilraun til þess. Á fundinum kom fram að fyrirspurn til Sendiráðs Tyrklands í Osló, um afdrif Hauks, hefðu ekki fylgt neinar myndir eða lýsingar á líkamseinkennum sem gætu gagnast við að bera kennsl á líkið. Enn fremur að ekki væru uppi áform um að hafa beint samband við Tyrki eða Nató og að ráðuneytið gæti ekki gefið nein loforð um að útvega aðstandendum símanúmer og netföng ráðamanna í Tyrklandi svo þeir geti lokið rannsókn þessa máls sjálfir. Utanríkisráðherra neitaði að mæta á fundinn en fékkst til þess, eftir þaulsetu aðstandenda í húsakynnum ráðuneytisins og hótanir um fjölmiðlafár, að hitta okkur daginn eftir. Hann ætlaði þó að setja það skilyrði að einungis tveir aðstandendur mættu á fundinn en þeim afarkosti var vitanlega hafnað. Við eigum því fund með ráðherra kl. 15 í dag. Við viljum þakka starfsfólki Utanríkisráðuneytis og lögreglu fyrir hlýhug og vinsemd sem þau hafa sýnt okkur. Við efumst ekki um samúð þeirra og vilja til að leysa málið en getuleysið er æpandi og ekki að sjá að neinn beri ábyrgð á upplýsingaöflun um málið. Markmið fundarins í dag er það er að gera Utanríkisráðherra grein fyrir því að þegar ríki sem er í hernaðarsamstarfi við Ísland drepur íslenskan ríkisborgara, þá geti Utanríkisráðherra ekki hegðað sér eins og hernaðaryfirvöld þess ríkis hafi skotið flækingshund. Við krefjumst þess að Utanríkisráðherra sjái tafarlaust til þess að haft verði beint samband við yfirvöld í Tyrklandi og Nató og upplýsinga aflað um það hvort Haukur er lífs eða liðinn. Enn fremur að ef Tyrkir eru með líkamsleifar Hauks, sjái Utanríkisráðherra til þess að þær verði sendar til Íslands.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33
Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03
Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39
Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51