Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2018 10:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, og hans menn eru erfiðari viðureignar og eiga erfitt með að veita upplýsingar. vísir/getty Miðasöluruglið á HM 2018 í fótbolta heldur áfram, en í morgun var greint frá að ekki sé uppselt á leik Argentínu og Íslands. Þær fréttir bárust degi eftir að greint var frá að uppselt væri á leikinn. KSÍ hefur gengið illa að fá upplýsingar um miðasöluna frá FIFA þar sem furðulegir hlutir hafa verið í gangi, sérstaklega í kringum leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní. Nýjasti miðasölufasinn fór í gang klukkan níu í morgun þar sem fyrstur kemur, fyrstur fær. Mögulega verður hægt að fá miða á Argentínuleikinn þegar öðrum verður skilað, eða þeir koma til baka vegna misheppnaðra greiðslna.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.vísir/ernirMargt óljóst „Við funduðum í gærmorgun áður en við heyrðum þessar nýjustu upplýsingar. Fyrir þessar fréttir um Argentínuleikinn vorum við að safna saman upplýsingum um þennan miðasöluglugga sem er að opnast í dag,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við vissum ekki hvort við værum að fá miða á alla leikina eða hversu marga. Það var margt óljóst. Okkur tókst svo aðeins að ná yfirsýn yfir hvað var að fara að byrja, en svo kom aftan að okkur þessi frétt um Argentínuleikinn.“ Klara segir að það sé algjör fjarstæða að Argentínumenn hafi keypt upp kvóta íslensku stuðningsmannanna, en Íslendingar gátu keypt átta prósent miðanna sem voru í boði á hvern leik. „Við vissum alltaf þegar að þetta fór allt saman af stað að Argentínuleikurinn yrði erfiður. Það sást strax að aðsóknin var mikil á þennan leik,“ segir Klara.Hvað verða margir Íslendingar í Moskvu?vísir/gettySvekkt í Laugardalnum Ferðaskrifstofur hafa keppst við að selja Íslendingum flug og gistingu á HM en ekki miða. Nú eru margir sem standa uppi með ferðalagið klárt en eru miðalausir. „Samkvæmt reglum FIFA mega ferðaskrifstofur ekki selja miða á leiki. En, svo ertu með aðra sem eru með miða en vantar flug og gistingu. Ég vona að ferðaskrifstofurnar skilji þessa skiptingu og bregðist við,“ segir Klara sem viðurkennir að hún er svekkt með gang mála í miðasölunni. „Auðvitað erum við svekkt með þetta og við erum svekkt með þetta upplýsingaleysi. Við höfum frá upphafi verið í nánu samstarfi við Dani og Svía í þessum miðasölumáli ásamt Portúgal sem hefur leitt vagninn hjá Evrópuþjóðum í þessari orrahríð sem við erum að gera að FIFA,“ segir Klara og bætir við: „Þeir eru þyngri en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við,“ segir Klara Bjartmarz. Allt viðtalið úr Bítinu má heyra hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Sjá meira
Miðasöluruglið á HM 2018 í fótbolta heldur áfram, en í morgun var greint frá að ekki sé uppselt á leik Argentínu og Íslands. Þær fréttir bárust degi eftir að greint var frá að uppselt væri á leikinn. KSÍ hefur gengið illa að fá upplýsingar um miðasöluna frá FIFA þar sem furðulegir hlutir hafa verið í gangi, sérstaklega í kringum leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní. Nýjasti miðasölufasinn fór í gang klukkan níu í morgun þar sem fyrstur kemur, fyrstur fær. Mögulega verður hægt að fá miða á Argentínuleikinn þegar öðrum verður skilað, eða þeir koma til baka vegna misheppnaðra greiðslna.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.vísir/ernirMargt óljóst „Við funduðum í gærmorgun áður en við heyrðum þessar nýjustu upplýsingar. Fyrir þessar fréttir um Argentínuleikinn vorum við að safna saman upplýsingum um þennan miðasöluglugga sem er að opnast í dag,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við vissum ekki hvort við værum að fá miða á alla leikina eða hversu marga. Það var margt óljóst. Okkur tókst svo aðeins að ná yfirsýn yfir hvað var að fara að byrja, en svo kom aftan að okkur þessi frétt um Argentínuleikinn.“ Klara segir að það sé algjör fjarstæða að Argentínumenn hafi keypt upp kvóta íslensku stuðningsmannanna, en Íslendingar gátu keypt átta prósent miðanna sem voru í boði á hvern leik. „Við vissum alltaf þegar að þetta fór allt saman af stað að Argentínuleikurinn yrði erfiður. Það sást strax að aðsóknin var mikil á þennan leik,“ segir Klara.Hvað verða margir Íslendingar í Moskvu?vísir/gettySvekkt í Laugardalnum Ferðaskrifstofur hafa keppst við að selja Íslendingum flug og gistingu á HM en ekki miða. Nú eru margir sem standa uppi með ferðalagið klárt en eru miðalausir. „Samkvæmt reglum FIFA mega ferðaskrifstofur ekki selja miða á leiki. En, svo ertu með aðra sem eru með miða en vantar flug og gistingu. Ég vona að ferðaskrifstofurnar skilji þessa skiptingu og bregðist við,“ segir Klara sem viðurkennir að hún er svekkt með gang mála í miðasölunni. „Auðvitað erum við svekkt með þetta og við erum svekkt með þetta upplýsingaleysi. Við höfum frá upphafi verið í nánu samstarfi við Dani og Svía í þessum miðasölumáli ásamt Portúgal sem hefur leitt vagninn hjá Evrópuþjóðum í þessari orrahríð sem við erum að gera að FIFA,“ segir Klara og bætir við: „Þeir eru þyngri en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við,“ segir Klara Bjartmarz. Allt viðtalið úr Bítinu má heyra hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Sjá meira
Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30
Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24