Umboðsmaður hefur áhyggjur af aðgengi fólks að dómstólum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. mars 2018 08:00 Tryggi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segist stundum hafa fengið bágt fyrir störf sín hjá fyrirsvarsmönnum stofnana ríkisins. vísir/gva „Ég get endurtekið þær áhyggjur sem ég hef áður lýst, af aðgangi borgaranna hér á landi að dómstólunum,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi með stjórnskipunarog eftirlitsnefnd í gær. Fundurinn var haldinn vegna skýrslu umboðsmanns fyrir árið 2016 sem birt var haustið 2017 en vegna kosninga til Alþingis síðastliðið haust dróst fundur umboðsmanns um skýrsluna með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Í skýrslunni segir að grundvallarforsenda þess að úrræði borgaranna til að leita til umboðsmanns sé virkt, sé að stjórnvöld fylgi tilmælum umboðsmanns. Ítrekaði umboðsmaður þetta. Markmiðið með þessu úrræði sé að greiða götu borgara með einföldum hætti og án kostnaðar. „Mér þykir miður að fólk hafi, til dæmis vegna mistaka sem við höfum lýst, þurft að fara í dómsmál en það kostar það verulega fjármuni.“ Tryggvi lýsti því að málshöfðun væri ekki á hvers manns færi. „Því miður held ég að sá fjárhagslegi baggi sem af því leiðir og hinn fjárhagslegi þröskuldur sé meiri en svo, að það sé oft og tíðum ekki á færi venjulegra Íslendinga að fara þá leið.“ Á fundinum sagði Tryggvi að frjáls félagasamtök væru ekki nægilega dugleg að láta í sér heyra gagnvart stjórnvöldum. Hann vísaði bæði til félagasamtaka borgara sem mynduð eru um ákveðna hagsmuni og hópa en ekki síður félög atvinnurekenda. „Mér er ekki grunlaust um að í síðara tilvikinu sé einhver hræðsla sem hamlar og ég hef hvatt fyrirsvarsmenn þessara félaga til að ef þeir telji að einhverra hluta vegna sé ekki staðið rétt að hlutum þá eigi þeir að láta í sér heyra,“ sagði umboðsmaður og bætti við:„Ég hef stundum fengið bágt fyrir það hjá fyrirsvarsmönnum stofnana ríkisins en ég ítreka það að ég kysi að það væri meira um það að félagasamtök létu í sér heyra.“ Umboðsmaður sagði skýrslu væntanlega frá honum vegna frumkvæðisathugunar um upplýsingagjöf stjórnvalda. Þrátt fyrir nýlega endurskoðun upplýsingalaga virtust stjórnvöld bæði taka mjög lítið frumkvæði í að veita upplýsingar og bregðast illa við upplýsingabeiðnum fyrr en komin væri spenna í mál. Þá gagnrýndi umboðsmaður að í þeim tilvikum er upplýsingar væru veittar væri upplýsingagjöf gjarnan þannig háttað að ómögulegt reyndist að átta sig á upplýsingunum. Umboðsmaður kallaði eftir breyttu viðhorfi stjórnvalda til upplýsingagjafar. Vísbendingar væru um að stjórnvöldum fyndist gott, áður en tekið væri af skarið og upplýsingar veittar, að láta fyrst reyna á rétt borgaranna til upplýsinga hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hann nefndi langan afgreiðslutíma hjá úrskurðarnefndinni og fór yfir óánægju fjölmiðla þar að lútandi. „Svo er ekkert launungarmál að fjölmiðlafólk hefur verið afskaplega ósátt við aðgengi sitt að upplýsingum og möguleika til að fá gögn og við stöðuna á málum varðandi úrskurð- arnefndina og þann tíma sem þessi mál taka,“ sagði Tryggvi og hvatti til þess að allir legðust á árar um að flýta málsmeðferð nefndarinnar Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Ég get endurtekið þær áhyggjur sem ég hef áður lýst, af aðgangi borgaranna hér á landi að dómstólunum,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi með stjórnskipunarog eftirlitsnefnd í gær. Fundurinn var haldinn vegna skýrslu umboðsmanns fyrir árið 2016 sem birt var haustið 2017 en vegna kosninga til Alþingis síðastliðið haust dróst fundur umboðsmanns um skýrsluna með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Í skýrslunni segir að grundvallarforsenda þess að úrræði borgaranna til að leita til umboðsmanns sé virkt, sé að stjórnvöld fylgi tilmælum umboðsmanns. Ítrekaði umboðsmaður þetta. Markmiðið með þessu úrræði sé að greiða götu borgara með einföldum hætti og án kostnaðar. „Mér þykir miður að fólk hafi, til dæmis vegna mistaka sem við höfum lýst, þurft að fara í dómsmál en það kostar það verulega fjármuni.“ Tryggvi lýsti því að málshöfðun væri ekki á hvers manns færi. „Því miður held ég að sá fjárhagslegi baggi sem af því leiðir og hinn fjárhagslegi þröskuldur sé meiri en svo, að það sé oft og tíðum ekki á færi venjulegra Íslendinga að fara þá leið.“ Á fundinum sagði Tryggvi að frjáls félagasamtök væru ekki nægilega dugleg að láta í sér heyra gagnvart stjórnvöldum. Hann vísaði bæði til félagasamtaka borgara sem mynduð eru um ákveðna hagsmuni og hópa en ekki síður félög atvinnurekenda. „Mér er ekki grunlaust um að í síðara tilvikinu sé einhver hræðsla sem hamlar og ég hef hvatt fyrirsvarsmenn þessara félaga til að ef þeir telji að einhverra hluta vegna sé ekki staðið rétt að hlutum þá eigi þeir að láta í sér heyra,“ sagði umboðsmaður og bætti við:„Ég hef stundum fengið bágt fyrir það hjá fyrirsvarsmönnum stofnana ríkisins en ég ítreka það að ég kysi að það væri meira um það að félagasamtök létu í sér heyra.“ Umboðsmaður sagði skýrslu væntanlega frá honum vegna frumkvæðisathugunar um upplýsingagjöf stjórnvalda. Þrátt fyrir nýlega endurskoðun upplýsingalaga virtust stjórnvöld bæði taka mjög lítið frumkvæði í að veita upplýsingar og bregðast illa við upplýsingabeiðnum fyrr en komin væri spenna í mál. Þá gagnrýndi umboðsmaður að í þeim tilvikum er upplýsingar væru veittar væri upplýsingagjöf gjarnan þannig háttað að ómögulegt reyndist að átta sig á upplýsingunum. Umboðsmaður kallaði eftir breyttu viðhorfi stjórnvalda til upplýsingagjafar. Vísbendingar væru um að stjórnvöldum fyndist gott, áður en tekið væri af skarið og upplýsingar veittar, að láta fyrst reyna á rétt borgaranna til upplýsinga hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hann nefndi langan afgreiðslutíma hjá úrskurðarnefndinni og fór yfir óánægju fjölmiðla þar að lútandi. „Svo er ekkert launungarmál að fjölmiðlafólk hefur verið afskaplega ósátt við aðgengi sitt að upplýsingum og möguleika til að fá gögn og við stöðuna á málum varðandi úrskurð- arnefndina og þann tíma sem þessi mál taka,“ sagði Tryggvi og hvatti til þess að allir legðust á árar um að flýta málsmeðferð nefndarinnar
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent