Erlent

Lestarstjórar í Lundúnum í verkfalli á meðan heimsókn Trumps stendur yfir

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Samgöngur eru alveg nógu erfiðar í Lundúnum á góðum degi, þegar verkföll bætast við er eins gott að hafa engin áform um að komast á milli staða í bráð.
Samgöngur eru alveg nógu erfiðar í Lundúnum á góðum degi, þegar verkföll bætast við er eins gott að hafa engin áform um að komast á milli staða í bráð. Vísir/Getty
Hluti af jarðlestakerfi Lundúna verður óvirkur á sama tíma og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, verður þar í opinberri heimsókn. Það er þó að mestu tilviljun þar sem um er að ræða verkfall lestarstjóra á Piccadilly línunni.

Línan liggur frá Cockfosters í norðurhluta borgarinnar til Acton Town í vesturhlutanum og þjónustar einn umferðarþyngsta hluta miðborgarinnar.

Verkfallið hefst ellefta júlí og stendur til fjórtánda en Trump kemur í heimsókn þann þrettánda. Kröfur lestarstjóranna eru að umbætur verði gerðar á kerfinu, sem er komið til ára sinna, og nýjar lestar keyptar. Bilanir eru tíðar og starfsaðstæður óviðunandi að þeirra sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×