Lofar bót en andstaðan óttast einræði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2018 06:00 Erdogan hefur verið við völd frá því 2003. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lofað auknum hagvexti, uppbyggingu og fjárfestingu í landinu í kjölfar sigurs síns í forsetakosningunum á sunnudag. Ekki liggur þó fyrir hvernig hann ætlar að ná þeim árangri þrátt fyrir gífurleg völd samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Erdogan, sem hefur ráðið ríkjum í Tyrklandi frá 2003, fékk ríflega helming greiddra atkvæða í kosningunum á sunnudag. Helsti keppinautur hans, Muharrem Ince, fékk rúm 30 prósent. Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnvöld um kosningasvindl. Breytingar á stjórnarskrá landsins voru samþykktar naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra. Kosningin fór fram í skjóli neyðarástands sem hefur verið við lýði í landinu frá byltingartilraun sem var gerð þar í júlí 2016. Breytingarnar hafa meðal annars í för með sér að embætti forsætisráðherra var lagt niður og er forseti nú einvaldur þegar kemur að vali á ráðherrum og öðrum háttsettum embættismönnum stjórnkerfisins. Forsetinn hefur einnig vald til að grípa inn í mál sem eru til meðferðar í dómskerfinu og lýsa einhliða yfir neyðarástandi. Frá því að Erdogan tók við völdum hefur hagkerfi Tyrklands vaxið nokkuð en hægt hefur á vextinum undanfarna mánuði. Verðbólga hefur aukist og gengi tyrknesku lírunnar fallið hratt. Forsetinn lofaði því meðal annars í kosningabaráttu sinni að grípa meira inn í peningastefnu landsins og draga úr sjálfstæði seðlabankans. Andstæðingar forsetans óttast að senn fari í hönd tími einræðis og gerræðis en mannréttindi íbúa landsins hafa löngum verið fótum troðin og mikil spilling ríkt í landinu. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir persónu Erdogans hafa runnið inn í ríkið Stjórnarandstæðingar og ÖSE segja ekki hafa verið gætt jafnræðis í tyrknesku forsetakosningunum. 25. júní 2018 19:30 Erdogan lýsir yfir sigri Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. 24. júní 2018 22:35 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lofað auknum hagvexti, uppbyggingu og fjárfestingu í landinu í kjölfar sigurs síns í forsetakosningunum á sunnudag. Ekki liggur þó fyrir hvernig hann ætlar að ná þeim árangri þrátt fyrir gífurleg völd samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Erdogan, sem hefur ráðið ríkjum í Tyrklandi frá 2003, fékk ríflega helming greiddra atkvæða í kosningunum á sunnudag. Helsti keppinautur hans, Muharrem Ince, fékk rúm 30 prósent. Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnvöld um kosningasvindl. Breytingar á stjórnarskrá landsins voru samþykktar naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra. Kosningin fór fram í skjóli neyðarástands sem hefur verið við lýði í landinu frá byltingartilraun sem var gerð þar í júlí 2016. Breytingarnar hafa meðal annars í för með sér að embætti forsætisráðherra var lagt niður og er forseti nú einvaldur þegar kemur að vali á ráðherrum og öðrum háttsettum embættismönnum stjórnkerfisins. Forsetinn hefur einnig vald til að grípa inn í mál sem eru til meðferðar í dómskerfinu og lýsa einhliða yfir neyðarástandi. Frá því að Erdogan tók við völdum hefur hagkerfi Tyrklands vaxið nokkuð en hægt hefur á vextinum undanfarna mánuði. Verðbólga hefur aukist og gengi tyrknesku lírunnar fallið hratt. Forsetinn lofaði því meðal annars í kosningabaráttu sinni að grípa meira inn í peningastefnu landsins og draga úr sjálfstæði seðlabankans. Andstæðingar forsetans óttast að senn fari í hönd tími einræðis og gerræðis en mannréttindi íbúa landsins hafa löngum verið fótum troðin og mikil spilling ríkt í landinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir persónu Erdogans hafa runnið inn í ríkið Stjórnarandstæðingar og ÖSE segja ekki hafa verið gætt jafnræðis í tyrknesku forsetakosningunum. 25. júní 2018 19:30 Erdogan lýsir yfir sigri Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. 24. júní 2018 22:35 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Segir persónu Erdogans hafa runnið inn í ríkið Stjórnarandstæðingar og ÖSE segja ekki hafa verið gætt jafnræðis í tyrknesku forsetakosningunum. 25. júní 2018 19:30
Erdogan lýsir yfir sigri Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. 24. júní 2018 22:35