Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Full ástæða er til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi, að mati eins helsta sérfræðings Noregs í málaflokknum. Um sextíu og sex prósent laxa í norskum ám hafa orðið fyrir erfðafræðilegum áhrifum vegna sjókvíaeldis, en fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þá kynnum við okkur hvernig umhorfs verður við Miklubrautina, verði hún sett í stokk og hittum ellefu ára stúlku sem ætlar að láta raka af sér allt hárið, gefa það í hárkollur og safna áheitum fyrir félags ungs fólks með krabbamein.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×