Íslenskt „golfeinvígi“ í Ástralíu í lok febrúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 16:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni GSÍ/Seth Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni keppa báðar á sama móti á evrópsku LET Evrópumótaröðinni undir lok þessa mánaðar. Golfsamband Íslands segir frá því að þær verði báðar meðal keppenda á Classic Bonville mótinu í Ástralíu sem fer fram 22. til 25. febrúar. Bonville golfvöllurinn er á austurströnd Ástralíu mitt á milli Sydney og Brisbane. Mótið er eins og áður sagði hluti af LET Evrópumótaröðinni og er Ólafía með keppnisrétt á þeirri mótaröð samhliða keppnisréttinum á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Valdís Þóra er stödd út í Ástralíu þessa dagana en hún er að keppa á Oates Vic mótinu norður af Melbourne og spilaði á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum. Það er fyrsta mót ársins hjá Valdísi Þóru en Ólafía Þórunn náði 26. sæti á sínu fyrsta LPGA-móti á tímabilinu sem var Pure Silk mótið á Bahamaeyjum. Classic Bonville mótið verður þriðja mótið hjá Ólafíu Þórunni á tímabilinu því vikuna á undan keppir hún á ISPS Handa mótinu í Adelaide í Ástralíu sem fram fer 12. til 18. febrúar næstkomandi. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni keppa báðar á sama móti á evrópsku LET Evrópumótaröðinni undir lok þessa mánaðar. Golfsamband Íslands segir frá því að þær verði báðar meðal keppenda á Classic Bonville mótinu í Ástralíu sem fer fram 22. til 25. febrúar. Bonville golfvöllurinn er á austurströnd Ástralíu mitt á milli Sydney og Brisbane. Mótið er eins og áður sagði hluti af LET Evrópumótaröðinni og er Ólafía með keppnisrétt á þeirri mótaröð samhliða keppnisréttinum á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Valdís Þóra er stödd út í Ástralíu þessa dagana en hún er að keppa á Oates Vic mótinu norður af Melbourne og spilaði á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum. Það er fyrsta mót ársins hjá Valdísi Þóru en Ólafía Þórunn náði 26. sæti á sínu fyrsta LPGA-móti á tímabilinu sem var Pure Silk mótið á Bahamaeyjum. Classic Bonville mótið verður þriðja mótið hjá Ólafíu Þórunni á tímabilinu því vikuna á undan keppir hún á ISPS Handa mótinu í Adelaide í Ástralíu sem fram fer 12. til 18. febrúar næstkomandi.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira