Trump lýgur um áhorf Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2018 14:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump fór með rangt mál á Twitter í dag þar sem hann sagði aldrei fleiri hafa horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. Trump sagði 45,6 milljónir manna hafa horft á ræðu hans á þriðjudaginn og að Fox hefði verið með fleiri áhorfendur en aðrar sjónvarpsstöðvar. Allt þetta er rétt, fyrir utan það að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta. Það er fjarri lagi en þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að eitthvað sem tengist honum sé stærst, fjölmennast, umfangsmest eða slíkt. „Takk fyrir allar indælu athugasemdirnar og dómana um stefnuræðuna. 45,6 milljónir manna horfðu, mesta áhorf frá upphafi. Fox vann allar aðrar sjónvarpsstöðvar, í fyrsta sinn frá upphafi, þar sem 11,7 milljónir horfðu. Ræðan var flutt frá hjartanu!“Thank you for all of the nice compliments and reviews on the State of the Union speech. 45.6 million people watched, the highest number in history. @FoxNews beat every other Network, for the first time ever, with 11.7 million people tuning in. Delivered from the heart! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 1, 2018 Fyrirtækið Nielsen, sem sér um að mæla áhorf, áætlar að 45,6 milljónir hafi horft á stefnuræðu Trump, eins og hann sjálfur hélt fram.Hins vegar kemur fram á sömu síðu að rúmlega 52 milljónir horfðu á fyrstu stefnuræðu Barack Obama og 48 milljónir á aðra ræðu hans. Þá horfðu tæplega 52 milljónir á aðra stefnuræðu George W. Bush og 62 milljónir á þriðju ræðuna hans. Tæplega 67 milljónir horfðu á fyrstu stefnuræðu Bill Clinton. 45,8 milljónir horfðu á aðra ræðu hans og 53 milljónir á þá þriðju. Mögulegt er að Trump hafi verið að horfa á Fox and Friends, eins og hann gerir oft, þegar hann tísti í dag. Þó um einn og hálfur tími hafi verið frá því þar mátti sjá hve margir hefðu horft endurspeglar tíst hans það sem fram kom þar.Wait. Left, Fox & Friends First, 5:36 am "Donald Trump reaching 45.6 M Americans in his first state of the union speech ... Fox News taking top spot for viewers during the address, beating every other network for the first time ever, w a total of 11.7 M." Right, Trump, 7:02 am pic.twitter.com/9rT1wKNF5E — Matthew Gertz (@MattGertz) February 1, 2018Samkvæmt frétt Vox sló ræða Trump þó í gegn á Twitter. Starfsmenn samfélagsmiðilsins segja að alls hafi notendur tíst um 4,5 milljón sinnum um ræðuna og tíst um stefnuræðu aldrei verið fleiri.These were the top Tweeted moments during @POTUS' #SOTU address. pic.twitter.com/jNgfGReTO7 — Twitter Government (@TwitterGov) January 31, 2018 Í ljósi þessa er vert að rifja upp það þegar Trump sendi þáverandi upplýsingafulltrúa sinn, Sean Spicer, á blaðamannafund og lét hann staðhæfa að „aldrei hefði fleiri mætt á innsetningarathöfn, PUNKTUR," en þegar Trump tók við embætti. Það var svo sannarlega ekki rétt og var þetta í fyrsta sinn sem Spicer ræddi við blaðamenn eftir embættistöku Trump. Politifact gaf þessari staðhæfingu Spicer lægstu mögulegu einkunn, sem nefnist „Pants on fire“.Áhorfsmestu þættir Bandaríkjanna, eða ekki Einnig er vert að rifja upp frétt Hollywood Reporter frá árinu 2015. Þá sagði Trump í sal fullum af sjónvarpsgagnrýnendum að raunveruleikaþættir hans Celebrity Apprentice væru með mesta áhorfið í Bandaríkjunum. Eftir að honum var bent á að það væri nú ekki rétt, áréttaði hann að þátturinn væri með mest áhorf á mánudagskvöldum. Það reyndist hins vegar ekki heldur rétt og var Trump bent á að þættirnir Mike and Molly fengju meira áhorf. „Þetta er eitthvað sem ég hafði heyrt,“ sagði Trump og ypti öxlum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Donald Trump fór með rangt mál á Twitter í dag þar sem hann sagði aldrei fleiri hafa horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. Trump sagði 45,6 milljónir manna hafa horft á ræðu hans á þriðjudaginn og að Fox hefði verið með fleiri áhorfendur en aðrar sjónvarpsstöðvar. Allt þetta er rétt, fyrir utan það að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta. Það er fjarri lagi en þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að eitthvað sem tengist honum sé stærst, fjölmennast, umfangsmest eða slíkt. „Takk fyrir allar indælu athugasemdirnar og dómana um stefnuræðuna. 45,6 milljónir manna horfðu, mesta áhorf frá upphafi. Fox vann allar aðrar sjónvarpsstöðvar, í fyrsta sinn frá upphafi, þar sem 11,7 milljónir horfðu. Ræðan var flutt frá hjartanu!“Thank you for all of the nice compliments and reviews on the State of the Union speech. 45.6 million people watched, the highest number in history. @FoxNews beat every other Network, for the first time ever, with 11.7 million people tuning in. Delivered from the heart! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 1, 2018 Fyrirtækið Nielsen, sem sér um að mæla áhorf, áætlar að 45,6 milljónir hafi horft á stefnuræðu Trump, eins og hann sjálfur hélt fram.Hins vegar kemur fram á sömu síðu að rúmlega 52 milljónir horfðu á fyrstu stefnuræðu Barack Obama og 48 milljónir á aðra ræðu hans. Þá horfðu tæplega 52 milljónir á aðra stefnuræðu George W. Bush og 62 milljónir á þriðju ræðuna hans. Tæplega 67 milljónir horfðu á fyrstu stefnuræðu Bill Clinton. 45,8 milljónir horfðu á aðra ræðu hans og 53 milljónir á þá þriðju. Mögulegt er að Trump hafi verið að horfa á Fox and Friends, eins og hann gerir oft, þegar hann tísti í dag. Þó um einn og hálfur tími hafi verið frá því þar mátti sjá hve margir hefðu horft endurspeglar tíst hans það sem fram kom þar.Wait. Left, Fox & Friends First, 5:36 am "Donald Trump reaching 45.6 M Americans in his first state of the union speech ... Fox News taking top spot for viewers during the address, beating every other network for the first time ever, w a total of 11.7 M." Right, Trump, 7:02 am pic.twitter.com/9rT1wKNF5E — Matthew Gertz (@MattGertz) February 1, 2018Samkvæmt frétt Vox sló ræða Trump þó í gegn á Twitter. Starfsmenn samfélagsmiðilsins segja að alls hafi notendur tíst um 4,5 milljón sinnum um ræðuna og tíst um stefnuræðu aldrei verið fleiri.These were the top Tweeted moments during @POTUS' #SOTU address. pic.twitter.com/jNgfGReTO7 — Twitter Government (@TwitterGov) January 31, 2018 Í ljósi þessa er vert að rifja upp það þegar Trump sendi þáverandi upplýsingafulltrúa sinn, Sean Spicer, á blaðamannafund og lét hann staðhæfa að „aldrei hefði fleiri mætt á innsetningarathöfn, PUNKTUR," en þegar Trump tók við embætti. Það var svo sannarlega ekki rétt og var þetta í fyrsta sinn sem Spicer ræddi við blaðamenn eftir embættistöku Trump. Politifact gaf þessari staðhæfingu Spicer lægstu mögulegu einkunn, sem nefnist „Pants on fire“.Áhorfsmestu þættir Bandaríkjanna, eða ekki Einnig er vert að rifja upp frétt Hollywood Reporter frá árinu 2015. Þá sagði Trump í sal fullum af sjónvarpsgagnrýnendum að raunveruleikaþættir hans Celebrity Apprentice væru með mesta áhorfið í Bandaríkjunum. Eftir að honum var bent á að það væri nú ekki rétt, áréttaði hann að þátturinn væri með mest áhorf á mánudagskvöldum. Það reyndist hins vegar ekki heldur rétt og var Trump bent á að þættirnir Mike and Molly fengju meira áhorf. „Þetta er eitthvað sem ég hafði heyrt,“ sagði Trump og ypti öxlum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira