Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júní 2018 21:45 Þjófafoss í síðustu viku. Hekla í baksýn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. Bæði lengist sá tími ársins sem þeir verða alveg vatnslausir og meðalrennsli yfir sumarið minnkar um þrjá fjórðu. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þjófafoss er við suðvesturrætur Búrfells en sagan segir að hann taki nafn sitt af því að þjófum hafi verið kastað í fossinn. Um fimm kílómetrum ofar í Þjórsá er fossinn Tröllkonuhlaup en nafni hans fylgir sú þjóðsaga að tröllkona í Búrfelli hafi kastað þar út klettum til að komast þurrum fótum yfir ána.Tröllkonuhlaup er austan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þótt Búrfellsvirkjun, sem formlega var gangsett árið 1970, hafi skert rennsli verulega um fossana héldu þeir áfram að hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn, einkum á sumrin, enda hefur umtalsvert vatnsmagn þá runnið á yfirfalli við Ísakot og niður farveg Þjórsár og þar með um fossana. Þetta hafa verið allt að 120 rúmmetrar á sekúndu, en að meðaltali 49 rúmmetrar á sekúndu á sumrin, samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar. Stíflumannvirkin við Ísakot í síðustu viku. Héðan er meginhluta Þjórsár stýrt til Búrfellsvirkjunar um Bjarnalón til vinstri. Það vatn sem virkjunin nýtir ekki fer á yfirfallinu niður í farveg Þjórsár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta mikla framhjárennsli reiknast í orku vera 420 gígavattsstundir og það á nú að beisla að stórum hluta í Búrfellsvirkjun tvö. Næstkomandi fimmtudag mun forseti Íslands leggja hornstein að virkjuninni og fjármálaráðherra gangsetja hana. En hvað verður þá um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup? Mun nýja stöðin þurrka þá endanlega upp? „Okkur er annt um það að þessir fossar fái að vera þar sem þeir eru. Það mun vissulega minnka rennsli í þeim,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar yfir framkvæmdunum við Búrfell 2.Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar við Búrfell 2.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fossarnir hafa raunar í nærri hálfa öld verið að mestu vatnslausir frá byrjun septembermánaðar og fram í miðjan apríl en virkjunin hefur gleypt mestallt rennslið yfir vetrartímann. „Það hefur alltaf verið á vetrum nýtt alveg hundrað prósent,“ segir Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Landsvirkjun áætlar að með Búrfellsstöð tvö lengist það tímabil sem fossarnir verða vatnslausir um einn mánuð, eða fram í miðjan maí, en áfram verði vatn á þeim yfir sumarið, nema í mestu þurrkaárum.Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við eigum náttúrlega von á því að það verði vatn á því, svona meirihlutann af sumrinu, vegna þess að það er meira vatnsmagn á ferðinni heldur en við ráðum við,“ segir Georg. Meðalrennslið um fossana mun þó skerðast verulega, eða úr 49 rúmmetrum á sekúndu niður í ellefu rúmmetra á sekúndu á sumrin. -Þannig að menn munu áfram geta séð Tröllkonuhlaupið og Þjófafossinn? „Já, ég reikna með því að það verði áfram hægt að sjá það.“ -En þó ekki alveg jafn tilkomumikil og áður? „Það er eftir því á hvaða tímum við komum að því. En vissulega erum við nýta meginhlutann af vatnsmagninu til orkuvinnslu,“ svarar stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. Bæði lengist sá tími ársins sem þeir verða alveg vatnslausir og meðalrennsli yfir sumarið minnkar um þrjá fjórðu. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þjófafoss er við suðvesturrætur Búrfells en sagan segir að hann taki nafn sitt af því að þjófum hafi verið kastað í fossinn. Um fimm kílómetrum ofar í Þjórsá er fossinn Tröllkonuhlaup en nafni hans fylgir sú þjóðsaga að tröllkona í Búrfelli hafi kastað þar út klettum til að komast þurrum fótum yfir ána.Tröllkonuhlaup er austan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þótt Búrfellsvirkjun, sem formlega var gangsett árið 1970, hafi skert rennsli verulega um fossana héldu þeir áfram að hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn, einkum á sumrin, enda hefur umtalsvert vatnsmagn þá runnið á yfirfalli við Ísakot og niður farveg Þjórsár og þar með um fossana. Þetta hafa verið allt að 120 rúmmetrar á sekúndu, en að meðaltali 49 rúmmetrar á sekúndu á sumrin, samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar. Stíflumannvirkin við Ísakot í síðustu viku. Héðan er meginhluta Þjórsár stýrt til Búrfellsvirkjunar um Bjarnalón til vinstri. Það vatn sem virkjunin nýtir ekki fer á yfirfallinu niður í farveg Þjórsár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta mikla framhjárennsli reiknast í orku vera 420 gígavattsstundir og það á nú að beisla að stórum hluta í Búrfellsvirkjun tvö. Næstkomandi fimmtudag mun forseti Íslands leggja hornstein að virkjuninni og fjármálaráðherra gangsetja hana. En hvað verður þá um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup? Mun nýja stöðin þurrka þá endanlega upp? „Okkur er annt um það að þessir fossar fái að vera þar sem þeir eru. Það mun vissulega minnka rennsli í þeim,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar yfir framkvæmdunum við Búrfell 2.Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar við Búrfell 2.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fossarnir hafa raunar í nærri hálfa öld verið að mestu vatnslausir frá byrjun septembermánaðar og fram í miðjan apríl en virkjunin hefur gleypt mestallt rennslið yfir vetrartímann. „Það hefur alltaf verið á vetrum nýtt alveg hundrað prósent,“ segir Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Landsvirkjun áætlar að með Búrfellsstöð tvö lengist það tímabil sem fossarnir verða vatnslausir um einn mánuð, eða fram í miðjan maí, en áfram verði vatn á þeim yfir sumarið, nema í mestu þurrkaárum.Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við eigum náttúrlega von á því að það verði vatn á því, svona meirihlutann af sumrinu, vegna þess að það er meira vatnsmagn á ferðinni heldur en við ráðum við,“ segir Georg. Meðalrennslið um fossana mun þó skerðast verulega, eða úr 49 rúmmetrum á sekúndu niður í ellefu rúmmetra á sekúndu á sumrin. -Þannig að menn munu áfram geta séð Tröllkonuhlaupið og Þjófafossinn? „Já, ég reikna með því að það verði áfram hægt að sjá það.“ -En þó ekki alveg jafn tilkomumikil og áður? „Það er eftir því á hvaða tímum við komum að því. En vissulega erum við nýta meginhlutann af vatnsmagninu til orkuvinnslu,“ svarar stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45
Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45