Þjálfari Króatíu: Tapið gegn Íslandi var sárt Henry Birgir Gunnarsson í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 16:33 Dalic er að gera flotta hluti með króatíska liðið. vísir/getty Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. „Ísland sendi okkur í umspilið en þetta er önnur keppni núna. Við erum komnir áfram en þeir eru að berjast fyrir lífi sínu. Við ætlum að vinna og það væri gaman að ná fram hefndum. Tapið síðast var sárt,“ sagði þjálfari Króata, Zlatko Dalic, á blaðamannafundi Króata nú síðdegis. „Við vitum allt um Ísland og þeir vita allt um okkur eftir leiki okkar síðustu ár. Það eru engin leyndarmál. Við vitum að við verðum að verjast löngu sendingunum þeirra sem og föstu leikatriðunum. Þar eru þeir mjög sterkir. Við berum virðingu fyrir íslenska liðinu sem er gott enda varð það í efsta sæti okkar riðils í undankeppninni.“ Dalic var talsvert spurður út í væl Argentínumanna yfir því að hann ætlaði sér að gera miklar breytingar á liðinu þar sem Króatar eru komnir áfram. „Við undirbúum okkur alltaf eins og ætlum alltaf að vinna. Við ætlum að halda toppsætinu sem við höfum unnið fyrir. Mér er alveg sama hvað önnur lið eru að segja. Við hugsum bara um okkur,“ sagði þjálfarinn en hann hefur litlar áhyggjur af því að meirihluti áhorfenda verði á bandi Íslands í leiknum. „Það héldu allir með Argentínu í síðasta leik og það truflaði okkur ekki neitt. Það vorum við sem enduðum á því að fagna. Við erum með reynslumikla menn sem spila fyrir framan stórar stúkur í hverri viku og láta svona ekki trufla sig.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tvö þúsund Íslendingar á fullum leikvanginum í Rostov Það verður fullur völlur er Ísland og Króatía mætast á Rostov leikvanginum í Rostov-On-Don á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 21 að staðartíma eða 18 að íslenskum tíma. 25. júní 2018 13:55 „Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04 „Ísland eyðilagði sumarfríið okkar“ Milan Badelj, leikmaður Króatíu, vill bæta upp fyrir tapið á móti Íslandi í Reykjavík. 25. júní 2018 16:26 Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Sjá meira
Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. „Ísland sendi okkur í umspilið en þetta er önnur keppni núna. Við erum komnir áfram en þeir eru að berjast fyrir lífi sínu. Við ætlum að vinna og það væri gaman að ná fram hefndum. Tapið síðast var sárt,“ sagði þjálfari Króata, Zlatko Dalic, á blaðamannafundi Króata nú síðdegis. „Við vitum allt um Ísland og þeir vita allt um okkur eftir leiki okkar síðustu ár. Það eru engin leyndarmál. Við vitum að við verðum að verjast löngu sendingunum þeirra sem og föstu leikatriðunum. Þar eru þeir mjög sterkir. Við berum virðingu fyrir íslenska liðinu sem er gott enda varð það í efsta sæti okkar riðils í undankeppninni.“ Dalic var talsvert spurður út í væl Argentínumanna yfir því að hann ætlaði sér að gera miklar breytingar á liðinu þar sem Króatar eru komnir áfram. „Við undirbúum okkur alltaf eins og ætlum alltaf að vinna. Við ætlum að halda toppsætinu sem við höfum unnið fyrir. Mér er alveg sama hvað önnur lið eru að segja. Við hugsum bara um okkur,“ sagði þjálfarinn en hann hefur litlar áhyggjur af því að meirihluti áhorfenda verði á bandi Íslands í leiknum. „Það héldu allir með Argentínu í síðasta leik og það truflaði okkur ekki neitt. Það vorum við sem enduðum á því að fagna. Við erum með reynslumikla menn sem spila fyrir framan stórar stúkur í hverri viku og láta svona ekki trufla sig.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tvö þúsund Íslendingar á fullum leikvanginum í Rostov Það verður fullur völlur er Ísland og Króatía mætast á Rostov leikvanginum í Rostov-On-Don á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 21 að staðartíma eða 18 að íslenskum tíma. 25. júní 2018 13:55 „Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04 „Ísland eyðilagði sumarfríið okkar“ Milan Badelj, leikmaður Króatíu, vill bæta upp fyrir tapið á móti Íslandi í Reykjavík. 25. júní 2018 16:26 Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Sjá meira
Tvö þúsund Íslendingar á fullum leikvanginum í Rostov Það verður fullur völlur er Ísland og Króatía mætast á Rostov leikvanginum í Rostov-On-Don á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 21 að staðartíma eða 18 að íslenskum tíma. 25. júní 2018 13:55
„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04
„Ísland eyðilagði sumarfríið okkar“ Milan Badelj, leikmaður Króatíu, vill bæta upp fyrir tapið á móti Íslandi í Reykjavík. 25. júní 2018 16:26
Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30