Brast í grát vegna eftirsjár í kjölfar kynþáttafordóma á netinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2018 09:30 Roseanne Barr er umdeild. Vísir/AFP Bandaríska leikkonan Roseanne Barr brast í grát í tilfinningaþrungnu viðtali sem birt var á sunnudag. Barr lýsti yfir eftirsjár vegna tísts úr smiðju hennar, sem þrungið var kynþáttafordómum, og varð til þess að nýendurvaktir sjónvarpsþættir hennar, Roseanne, voru teknir af dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ABC. Barr veitti vini sínum, rabbínanum Shmuley Boteach, umrætt viðtal sem hann birti í hlaðvarpsþætti sínum og ræddi áðurnefnt tíst. Í tístinu var að finna svívirðingar um fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama, Valerie Jarrett, og líkti Barr henni við apa. Jarrett er svört en apasamlíkingin hefur löngum verið ógeðfellt vopn í höndum rasista.Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Í viðtalinu sagði Barr tíst sitt tekið úr samhengi og að fólk hefði misskilið það sem hún skrifaði. Hún sagðist þó þurfa að horfast í augu við að tístið hefði sært fólk. „Þegar þú særir fólk, jafnvel þegar þú ætlaðir ekki að gera það, það er óafsakanlegt. Ég vil ekki flýja og blaðra um afsakanir,“ sagði Barr með kökkinn í hálsinum og bætti við að með tístinu hefði fáviska af hennar hálfu komið skýrt í ljós. Þá sagði hún að eftirköstin hefðu verið sérstaklega erfið þar sem hún „elskaði þá sem væru af afrísk-amerísku bergi brotnir.“ Á sínum tíma sagðist Barr hafa birt umrætt tíst undir áhrifum frá svefnlyfinu Ambien. Hún hefði aldrei tíst téðum ummælum um Jarrett allsgáð en sú afsökun féll í afar grýttan jarðveg hjá netverjum. Þá var þetta ekki í fyrsta skipti sem Barr lýsir yfir umdeildum skoðunum sínum á netinu en hún hefur ítrekað tíst framandlegum samsæriskenningum og níði um Clinton-fjölskylduna og aðra í demókrataflokknum. Sjálf er Barr yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta og repúblikana. Viðtal Shmuley Boteach við Barr má hlusta á í heild hér. Þá má lesa handrit af viðtalinu hér. Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00 Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29 Roseanne þættirnir halda áfram án Roseanne Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja þáttaröð byggða á gamanþáttunum Roseanne. 22. júní 2018 08:04 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Fleiri fréttir Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Sjá meira
Bandaríska leikkonan Roseanne Barr brast í grát í tilfinningaþrungnu viðtali sem birt var á sunnudag. Barr lýsti yfir eftirsjár vegna tísts úr smiðju hennar, sem þrungið var kynþáttafordómum, og varð til þess að nýendurvaktir sjónvarpsþættir hennar, Roseanne, voru teknir af dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ABC. Barr veitti vini sínum, rabbínanum Shmuley Boteach, umrætt viðtal sem hann birti í hlaðvarpsþætti sínum og ræddi áðurnefnt tíst. Í tístinu var að finna svívirðingar um fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama, Valerie Jarrett, og líkti Barr henni við apa. Jarrett er svört en apasamlíkingin hefur löngum verið ógeðfellt vopn í höndum rasista.Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Í viðtalinu sagði Barr tíst sitt tekið úr samhengi og að fólk hefði misskilið það sem hún skrifaði. Hún sagðist þó þurfa að horfast í augu við að tístið hefði sært fólk. „Þegar þú særir fólk, jafnvel þegar þú ætlaðir ekki að gera það, það er óafsakanlegt. Ég vil ekki flýja og blaðra um afsakanir,“ sagði Barr með kökkinn í hálsinum og bætti við að með tístinu hefði fáviska af hennar hálfu komið skýrt í ljós. Þá sagði hún að eftirköstin hefðu verið sérstaklega erfið þar sem hún „elskaði þá sem væru af afrísk-amerísku bergi brotnir.“ Á sínum tíma sagðist Barr hafa birt umrætt tíst undir áhrifum frá svefnlyfinu Ambien. Hún hefði aldrei tíst téðum ummælum um Jarrett allsgáð en sú afsökun féll í afar grýttan jarðveg hjá netverjum. Þá var þetta ekki í fyrsta skipti sem Barr lýsir yfir umdeildum skoðunum sínum á netinu en hún hefur ítrekað tíst framandlegum samsæriskenningum og níði um Clinton-fjölskylduna og aðra í demókrataflokknum. Sjálf er Barr yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta og repúblikana. Viðtal Shmuley Boteach við Barr má hlusta á í heild hér. Þá má lesa handrit af viðtalinu hér.
Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00 Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29 Roseanne þættirnir halda áfram án Roseanne Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja þáttaröð byggða á gamanþáttunum Roseanne. 22. júní 2018 08:04 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Fleiri fréttir Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Sjá meira
Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00
Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29
Roseanne þættirnir halda áfram án Roseanne Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja þáttaröð byggða á gamanþáttunum Roseanne. 22. júní 2018 08:04
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið