Fínn árangur hjá Valdísi Þóru í Taílandi Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2018 10:00 Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á Evrópumótaröðinni í golfi. LET/Tristan Jones Golf Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni var í eldlínunni á Ladies European Thailand Championship mótinu um helgina. Mótið sem fram fór í borginni Pattaya í Taílandi var liður í Evrópumótaröð kvenna. Valdís Þóra byrjaði mótið ágætlega, en hún lék fyrstu tvo hringina báða á 71 höggi sem er einu höggi undir pari vallarins. Bakslag kom í frammistöðu Valdísar Þóru á þriðja hringnum sem hún lék á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari vallarins. Hún náði sér aftur á móti aftur á strik og gott betur á fjórða og síðasta hringnum. Hún lék lokahringinn á 70 höggum sem er tveimur höggum undir pari vallarins og skilaði sú spilamennska henni í 19. sæti mótsins. Þetta var áttunda mót hennar á mótaröðinni á yfirstandandi keppnistímabili, en hún er í 17. sæti á stigalista mótaraðarinnar eftir frammistöðu helgarinnar. Afar heitt var og rakt á mótsstaðnum í Taílandi um helgina, en Valdís Þóra setti færslu á Twitter-síðu sína á föstudagskvöldið þar sem hún sagðist hafa drukkið 4,5 lítra af vatni á meðan hún lék hringinn þann daginn. Valdís Þóra bætti við að hún hefði ekki þurft að létta af sér á hringnum, svitinn hefði séð um að losa líkamann við vökvann. Áhugakylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili náði svo sínum besta árangri er hún endaði í 19.-26. sæti á Lavaux Ladies mótinu sem er hluti af LET Access mótaröðinni. Guðrún Brá lék hringina þrjá á mótinu á samtals tveimur höggum yfir pari vallarins. Golf Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Golf Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni var í eldlínunni á Ladies European Thailand Championship mótinu um helgina. Mótið sem fram fór í borginni Pattaya í Taílandi var liður í Evrópumótaröð kvenna. Valdís Þóra byrjaði mótið ágætlega, en hún lék fyrstu tvo hringina báða á 71 höggi sem er einu höggi undir pari vallarins. Bakslag kom í frammistöðu Valdísar Þóru á þriðja hringnum sem hún lék á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari vallarins. Hún náði sér aftur á móti aftur á strik og gott betur á fjórða og síðasta hringnum. Hún lék lokahringinn á 70 höggum sem er tveimur höggum undir pari vallarins og skilaði sú spilamennska henni í 19. sæti mótsins. Þetta var áttunda mót hennar á mótaröðinni á yfirstandandi keppnistímabili, en hún er í 17. sæti á stigalista mótaraðarinnar eftir frammistöðu helgarinnar. Afar heitt var og rakt á mótsstaðnum í Taílandi um helgina, en Valdís Þóra setti færslu á Twitter-síðu sína á föstudagskvöldið þar sem hún sagðist hafa drukkið 4,5 lítra af vatni á meðan hún lék hringinn þann daginn. Valdís Þóra bætti við að hún hefði ekki þurft að létta af sér á hringnum, svitinn hefði séð um að losa líkamann við vökvann. Áhugakylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili náði svo sínum besta árangri er hún endaði í 19.-26. sæti á Lavaux Ladies mótinu sem er hluti af LET Access mótaröðinni. Guðrún Brá lék hringina þrjá á mótinu á samtals tveimur höggum yfir pari vallarins.
Golf Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira