Byrjað að reisa gagnaver á Blönduósi Sveinn Arnarsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Fyrsta húsið af mörgum hýsir nýtt gagnaver. Róbert Daníel Jónsson Í sumarblíðu á Norðurlandi hefur verktakafyrirtækið Húsherji hafist handa við að steypa grunninn að nýju gagnaveri Borealis Data Center sem á að rísa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að húsið sjálft verði tekið í gagnið strax í haust og verði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á svæðinu. Borealis Data Center áformar að reisa nokkur hús á lóðinni sem þeir fengu úthlutaða og er fyrsta húsið aðeins byrjunin hjá fyrirtækinu. Magn raforku sem hægt er að kaupa ræður því að miklu leyti hversu stórt fyrirtækið getur orðið á svæðinu. Fyrsta húsið er um 650 fermetrar að stærð og verður tekið í notkun innan nokkra mánaða. Áform eru uppi um að byrja á öðru húsi á þessu ári.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi LandsnetsSteinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir Blönduós afar heppilega staðsetningu fyrir núverandi flutningskerfi til að taka á móti nýjum stórnotanda. „Flutningsgetan er með því betra sem gerist á landinu. Blönduós er góður staður fyrir aukna notkun til að nýta betur þá innviði sem eru til staðar í kerfinu í dag,“ segir Steinunn. „Almennt getum við sagt að ef horft er til 30 megavatta notkunar á svæðinu þá þurfi ekki að styrkja meginflutningskerfið þar sem núverandi innviðir geti tekið við þeirri aflaukningu.“ Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis, segir viðræður nú í gangi við raforkuframleiðendur um kaup á orku og þær viðræður gangi ágætlega. Hann segir starf fyrirtækisins geta haft mjög jákvæð áhrif á atvinnulíf á svæðinu þar sem þjónustuaðilar í héraði muni hafa nokkur umsvif í kringum gagnaverið. „Það verður að segjast að vinnuafl á hvert megavatt er nokkuð hátt í gagnaverum en einnig verður nokkuð af útvistuðum verkefnum sem fyrirtæki taka að sér. Einnig erum við með heimaverktaka sem reisa húsin enda markmiðið einnig að skila ábata til samfélagsins,“ segir Björn. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Stóriðja Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Í sumarblíðu á Norðurlandi hefur verktakafyrirtækið Húsherji hafist handa við að steypa grunninn að nýju gagnaveri Borealis Data Center sem á að rísa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að húsið sjálft verði tekið í gagnið strax í haust og verði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á svæðinu. Borealis Data Center áformar að reisa nokkur hús á lóðinni sem þeir fengu úthlutaða og er fyrsta húsið aðeins byrjunin hjá fyrirtækinu. Magn raforku sem hægt er að kaupa ræður því að miklu leyti hversu stórt fyrirtækið getur orðið á svæðinu. Fyrsta húsið er um 650 fermetrar að stærð og verður tekið í notkun innan nokkra mánaða. Áform eru uppi um að byrja á öðru húsi á þessu ári.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi LandsnetsSteinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir Blönduós afar heppilega staðsetningu fyrir núverandi flutningskerfi til að taka á móti nýjum stórnotanda. „Flutningsgetan er með því betra sem gerist á landinu. Blönduós er góður staður fyrir aukna notkun til að nýta betur þá innviði sem eru til staðar í kerfinu í dag,“ segir Steinunn. „Almennt getum við sagt að ef horft er til 30 megavatta notkunar á svæðinu þá þurfi ekki að styrkja meginflutningskerfið þar sem núverandi innviðir geti tekið við þeirri aflaukningu.“ Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis, segir viðræður nú í gangi við raforkuframleiðendur um kaup á orku og þær viðræður gangi ágætlega. Hann segir starf fyrirtækisins geta haft mjög jákvæð áhrif á atvinnulíf á svæðinu þar sem þjónustuaðilar í héraði muni hafa nokkur umsvif í kringum gagnaverið. „Það verður að segjast að vinnuafl á hvert megavatt er nokkuð hátt í gagnaverum en einnig verður nokkuð af útvistuðum verkefnum sem fyrirtæki taka að sér. Einnig erum við með heimaverktaka sem reisa húsin enda markmiðið einnig að skila ábata til samfélagsins,“ segir Björn.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Stóriðja Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira