Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2018 22:47 Gylfi Magnússon, dósent við Fréttablaðið/Valli Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, er afar ósáttur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi við spurningum Vísis um verðlagningu verslunarinnar hér á landi. Vísir bar ummæli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, undir framkvæmdastjórann síðastliðinn föstudag en þingmaður hefur haldið því fram að verð í H&M á Íslandi sé mun hærra en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn, Dirk Roennefahrt, hafnaði þessum fullyrðingum þingmannsins og sagði fatakeðjuna gera reglulegar verðkannanir á þeim mörkuðum sem hún er á til að tryggja að hún sé samkeppnishæf. „Þvílík óskammfeilni,“ ritar Gylfi á Facebook þar sem hann deilir fréttinni en hann var efnahags- og viðskiptaráðherra utan þings á árunum 2009 til 2010. „H&M er miklu dýrara hér en í Noregi, það blasir við á verðmiðunum þeirra sem sýna verð í báðum löndunum. Er H&M í Noregi þó líklega það dýrasta utan Íslands,“ segir Gylfi. Hann vill meina að það sé útúrsnúningur hjá framkvæmdastjóranum þegar hann svarar því að H&M geri verðkannanir og þess vegna sé H&M á Íslandi ekki dýrara en annarsstaðar. „Það er hreinn útúrsnúningur enda ekki það sem spurt er um heldur hvers vegna þeir okra sérstaklega á Íslendingum umfram aðra. Enginn Íslendingur með snefil af sjálfsvirðingu ætti að stíga fæti inn í þessar sjoppur hérlendis,“ skrifar Gylfi. H&M Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, er afar ósáttur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi við spurningum Vísis um verðlagningu verslunarinnar hér á landi. Vísir bar ummæli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, undir framkvæmdastjórann síðastliðinn föstudag en þingmaður hefur haldið því fram að verð í H&M á Íslandi sé mun hærra en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn, Dirk Roennefahrt, hafnaði þessum fullyrðingum þingmannsins og sagði fatakeðjuna gera reglulegar verðkannanir á þeim mörkuðum sem hún er á til að tryggja að hún sé samkeppnishæf. „Þvílík óskammfeilni,“ ritar Gylfi á Facebook þar sem hann deilir fréttinni en hann var efnahags- og viðskiptaráðherra utan þings á árunum 2009 til 2010. „H&M er miklu dýrara hér en í Noregi, það blasir við á verðmiðunum þeirra sem sýna verð í báðum löndunum. Er H&M í Noregi þó líklega það dýrasta utan Íslands,“ segir Gylfi. Hann vill meina að það sé útúrsnúningur hjá framkvæmdastjóranum þegar hann svarar því að H&M geri verðkannanir og þess vegna sé H&M á Íslandi ekki dýrara en annarsstaðar. „Það er hreinn útúrsnúningur enda ekki það sem spurt er um heldur hvers vegna þeir okra sérstaklega á Íslendingum umfram aðra. Enginn Íslendingur með snefil af sjálfsvirðingu ætti að stíga fæti inn í þessar sjoppur hérlendis,“ skrifar Gylfi.
H&M Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Sjá meira
Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03