Mats varð bergnuminn þegar hann sá Ísland í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2018 22:30 Mats Wibe Lund við ljósmyndina af Vallnabjargi í Fróðárhreppi. Snæfellsjökull í baksýn. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hinn landskunni ljósmyndari, Mats Wibe Lund, opnaði í dag ljósmyndasýningu í Norræna húsinu, um leið og hann gaf út æviminningabók. Hann segist halda mest upp á landslagsmynd af Snæfellsnesi í kvöldbirtu. Rætt var við Mats í fréttum Stöðvar 2. Hann er Norðmaður, fæddur í Osló árið 1937, en sigldi fyrst til Íslands sem ungur menntaskólanemi árið 1954 með strandferðaskipinu Heklu til að vinna við hinn fræga fornleifauppgröft í Skálholti. Vinnuna fékk hann í gegnum frænda sinn, hinn heimsþekkta fornleifafræðing Helge Ingstad. „Og þegar ég sá landið rísa úr sæ varð ég bergnuminn eins og skot,“ segir Mats. Hann fór að ljósmynda landslagið en myndaði einnig mannlíf og byggðir og rifjar upp stórkostlegar stundir í síldinni á Siglufirði árið 1963. Mats við mannlífsmynd af síldarsöltun á Siglufirði árið 1963.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Svo kom ástin, hann giftist íslenskri stúlku, Arndísi Ellertsdóttur. Þau hófu þó búskap sinn í Noregi en fluttust alkomin til Íslands árið 1966. Ríkulega myndskreytta æviminningabók „Frjáls eins og fuglinn“ tileinkar hann minningu hennar, en Arndís lést fyrir þremur árum. Kunnastur er Mats fyrir átthagamyndir sínar en við höldum að loftmynd eftir hann megi nánast finna á hverri einustu bæjarskrifstofu á Íslandi. Þá hefur hann ljósmyndað langflesta sveitabæi landsins. Margar myndanna eru nú merkar heimildir. Þannig má sjá á sýningunni mynd af einum borgarhluta Reykjavíkur frá 1963, og aðra mynd við hliðina, sem tekin var frá sama sjónarhorni fimmtíu árum síðar. Þegar við spyrjum um uppáhaldsmyndina velur Mats ljósmynd af Vallnabjargi í Fróðarhreppi á norðanverðu Snæfellsnesi. „Takið bara eftir hvað birtan hefur mikið að segja, lág kvöldbirta, hlýtt og notalegt.“ Svo vekur einnig athygli á ljósmynd af Hverfjalli í kvöldsól, sem sjá má hér í frétt Stöðvar 2: Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Hinn landskunni ljósmyndari, Mats Wibe Lund, opnaði í dag ljósmyndasýningu í Norræna húsinu, um leið og hann gaf út æviminningabók. Hann segist halda mest upp á landslagsmynd af Snæfellsnesi í kvöldbirtu. Rætt var við Mats í fréttum Stöðvar 2. Hann er Norðmaður, fæddur í Osló árið 1937, en sigldi fyrst til Íslands sem ungur menntaskólanemi árið 1954 með strandferðaskipinu Heklu til að vinna við hinn fræga fornleifauppgröft í Skálholti. Vinnuna fékk hann í gegnum frænda sinn, hinn heimsþekkta fornleifafræðing Helge Ingstad. „Og þegar ég sá landið rísa úr sæ varð ég bergnuminn eins og skot,“ segir Mats. Hann fór að ljósmynda landslagið en myndaði einnig mannlíf og byggðir og rifjar upp stórkostlegar stundir í síldinni á Siglufirði árið 1963. Mats við mannlífsmynd af síldarsöltun á Siglufirði árið 1963.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Svo kom ástin, hann giftist íslenskri stúlku, Arndísi Ellertsdóttur. Þau hófu þó búskap sinn í Noregi en fluttust alkomin til Íslands árið 1966. Ríkulega myndskreytta æviminningabók „Frjáls eins og fuglinn“ tileinkar hann minningu hennar, en Arndís lést fyrir þremur árum. Kunnastur er Mats fyrir átthagamyndir sínar en við höldum að loftmynd eftir hann megi nánast finna á hverri einustu bæjarskrifstofu á Íslandi. Þá hefur hann ljósmyndað langflesta sveitabæi landsins. Margar myndanna eru nú merkar heimildir. Þannig má sjá á sýningunni mynd af einum borgarhluta Reykjavíkur frá 1963, og aðra mynd við hliðina, sem tekin var frá sama sjónarhorni fimmtíu árum síðar. Þegar við spyrjum um uppáhaldsmyndina velur Mats ljósmynd af Vallnabjargi í Fróðarhreppi á norðanverðu Snæfellsnesi. „Takið bara eftir hvað birtan hefur mikið að segja, lág kvöldbirta, hlýtt og notalegt.“ Svo vekur einnig athygli á ljósmynd af Hverfjalli í kvöldsól, sem sjá má hér í frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira