Fækkar í Þjóðkirkjunni Höskuldur Kári Schram skrifar 16. október 2018 18:30 Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju Mynd/Anton Brink Færri Íslendingar eru skráðir Þjóðkirkjuna nú en áður og hefur hlutfallið lækkað um fjórðung frá aldamótum. Sóknarprestur í Laugarneskirkju segir þetta vera í takt við þróun í öðrum löndum en segir að kirkjan sinni enn mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Sífellt færri kjósa að skrá sig í Þjóðkirkjuna samkvæmt tölum sem Þjóðskrá Íslands birti í gær. Skráðum einstaklingum fækkaði um tvö þúsund á síðasta ári eða um eitt prósent. Frá aldamótum hefur hlutfallið farið úr tæpum 90 prósentum niður í 65 prósent. Tólf þúsund færri eru skráðir í Þjóðkirkjuna nú en árið 1999. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segir að þetta endurspegli þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað á undanförnum árum. „Auðvitað er það áhyggjuefni að það fækki um eitt prósentustig á ári í Þjóðkirkjunni. Þá eigum við ekki nema 65 ár eftir þangað til við hverfum. Auðvitað hljótum við að hafa áhyggjur af því. Hitt er annað mál að þetta er ekki einsdæmi hér á Íslandi. Þetta er þróun sem er eiga sér stað í öllum löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Davíð Þór. Davíð segir að Þjóðkirkjan hafi á köflum þurft að þola ósanngjarna gagnrýni og þá hafi trúariðkun fólks einnig tekið breytingum. Kirkjan hafi þó enn mikilvægu hlutverki að gegna og að hún taki á móti öllum, líka þeim sem ekki eru skráðir. „Það sem að ég er að verða var við er að ásókn fólks í þjónustu Þjóðkirkjunnar er ekki að minnka. Í skírnir, í brúðkaup, útfarir og í sálgæslu hjá presti. Það sem er að aukast hins vegar í síauknum mæli er að fólk kemur til þessara stunda, í þessi viðtöl eða í undirbúning þessara athafna og afsakar sig með því að segja að það sé nú reyndar ekki í þjóðkirkjunni,“ segir Davíð. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Færri Íslendingar eru skráðir Þjóðkirkjuna nú en áður og hefur hlutfallið lækkað um fjórðung frá aldamótum. Sóknarprestur í Laugarneskirkju segir þetta vera í takt við þróun í öðrum löndum en segir að kirkjan sinni enn mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Sífellt færri kjósa að skrá sig í Þjóðkirkjuna samkvæmt tölum sem Þjóðskrá Íslands birti í gær. Skráðum einstaklingum fækkaði um tvö þúsund á síðasta ári eða um eitt prósent. Frá aldamótum hefur hlutfallið farið úr tæpum 90 prósentum niður í 65 prósent. Tólf þúsund færri eru skráðir í Þjóðkirkjuna nú en árið 1999. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segir að þetta endurspegli þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað á undanförnum árum. „Auðvitað er það áhyggjuefni að það fækki um eitt prósentustig á ári í Þjóðkirkjunni. Þá eigum við ekki nema 65 ár eftir þangað til við hverfum. Auðvitað hljótum við að hafa áhyggjur af því. Hitt er annað mál að þetta er ekki einsdæmi hér á Íslandi. Þetta er þróun sem er eiga sér stað í öllum löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Davíð Þór. Davíð segir að Þjóðkirkjan hafi á köflum þurft að þola ósanngjarna gagnrýni og þá hafi trúariðkun fólks einnig tekið breytingum. Kirkjan hafi þó enn mikilvægu hlutverki að gegna og að hún taki á móti öllum, líka þeim sem ekki eru skráðir. „Það sem að ég er að verða var við er að ásókn fólks í þjónustu Þjóðkirkjunnar er ekki að minnka. Í skírnir, í brúðkaup, útfarir og í sálgæslu hjá presti. Það sem er að aukast hins vegar í síauknum mæli er að fólk kemur til þessara stunda, í þessi viðtöl eða í undirbúning þessara athafna og afsakar sig með því að segja að það sé nú reyndar ekki í þjóðkirkjunni,“ segir Davíð.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent