Veiðimálastjóri segir af sér eftir fjöldamorð á öpum Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2018 16:16 Bavíanar voru á meðal fórnarlamba veiðimálastjórans. Myndin er af bavíönum í dýragarði í Ástralíu og tengist ekki efni fréttarinnar. Vísir/EPA Yfirmaður veiðimála í Idaho-ríki í Bandaríkjunum hefur sagt af sér eftir að myndir af honum með dýrum sem hann drap í veiðiferð í Afríku vöktu almenna hneykslun. Maðurinn stærði sig meðal annars af því að hafa drepið heila bavíanafjölskyldu. C.L. Otter, ríkisstjóri Idaho, segir hafa óskaði eftir því að Blake Fischer, veiðimálastjóri ríkisins, segði af sér þar sem hann hefði sýnt af sér slæma dómgreind. Fischer hefur beðist afsökunar á myndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Ég sýndi nýlega af mér lélega dómgreind sem leiddi til þess að ég deildi myndum af veiðum þar sem ég sýndi ekki af mér viðeigandi drenglyndi og virðingu fyrir dýrunum sem ég veiddi,“ skrifaði Fischer sem sagðist axla fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Myndirnar sendi Fischer samstarfsmönnum sínum í síðasta mánuði. Á þeim sást hann brosandi með ýmsum dýrum sem hann felldi í Namibíu, þar á meðal gíraffa, antilópu og hlébarða. Fischer hafi gortað sig af veiðunum. Konan hans hafi viljað fá tilfinningu fyrir Afríku „þannig að ég skaut heila fjölskyldu af bavíönum. Ég held að hún hafi fengið hugmynd um það í snatri,“ skrifaði Fischer. Eftir að tölvupósturinn komst á kreik kölluðu nokkrir forverar Fischer eftir því að hann segði af sér. „Ég er viss um að það sem þú gerðir var löglegt, hins vegar gerir það að það sé löglegt það ekki réttmætt,“ sagði Fred Trevey, fyrrverandi veiðimálastjóri í Idaho, í tölvupósti til Fischer. Ástralía Namibía Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Yfirmaður veiðimála í Idaho-ríki í Bandaríkjunum hefur sagt af sér eftir að myndir af honum með dýrum sem hann drap í veiðiferð í Afríku vöktu almenna hneykslun. Maðurinn stærði sig meðal annars af því að hafa drepið heila bavíanafjölskyldu. C.L. Otter, ríkisstjóri Idaho, segir hafa óskaði eftir því að Blake Fischer, veiðimálastjóri ríkisins, segði af sér þar sem hann hefði sýnt af sér slæma dómgreind. Fischer hefur beðist afsökunar á myndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Ég sýndi nýlega af mér lélega dómgreind sem leiddi til þess að ég deildi myndum af veiðum þar sem ég sýndi ekki af mér viðeigandi drenglyndi og virðingu fyrir dýrunum sem ég veiddi,“ skrifaði Fischer sem sagðist axla fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Myndirnar sendi Fischer samstarfsmönnum sínum í síðasta mánuði. Á þeim sást hann brosandi með ýmsum dýrum sem hann felldi í Namibíu, þar á meðal gíraffa, antilópu og hlébarða. Fischer hafi gortað sig af veiðunum. Konan hans hafi viljað fá tilfinningu fyrir Afríku „þannig að ég skaut heila fjölskyldu af bavíönum. Ég held að hún hafi fengið hugmynd um það í snatri,“ skrifaði Fischer. Eftir að tölvupósturinn komst á kreik kölluðu nokkrir forverar Fischer eftir því að hann segði af sér. „Ég er viss um að það sem þú gerðir var löglegt, hins vegar gerir það að það sé löglegt það ekki réttmætt,“ sagði Fred Trevey, fyrrverandi veiðimálastjóri í Idaho, í tölvupósti til Fischer.
Ástralía Namibía Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira