Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. október 2018 06:00 Dagur B. Eggertsson Fréttablaðið/Anton Brink Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Aðrir flokkar í meirihluta bæta hins vegar við sig fylgi eða halda í horfinu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist, líkt og í síðustu kosningum, stærstur flokka. Samkvæmt könnuninni myndu um þrír af hverjum tíu, sem tóku afstöðu, greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt en það er svipað og kjörfylgi flokksins í vor. Samfylkingin mælist með 21 prósent en hlaut tæp 26 prósent í kosningunum. Píratar bæta nokkru við sig og fengju 12,7 prósent atkvæða samanborið við tæp 8 í vor. Viðreisn mælist með rúm 9 prósent nú samanborið við rúm 8 í vor. Vinstri græn mælast með ríflega 8 prósent og bætir nokkru við sig. Flokkurinn fékk 4,6 prósent atkvæða í borgarstjórnarkosningunum.Sjá einnig: Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Séu niðurstöður könnunarinnar mátaðar við stóla borgarfulltrúa myndi meirihlutinn halda velli með þrettán fulltrúa en vera öðruvísi samansettur. Samfylkingin myndi tapa tveimur mönnum en Píratar og Vinstri græn bæta við sig einum manni hvor flokkur. Borgarstjórnarflokkur Viðreisnar myndi áfram telja tvo menn. Samsetning borgarfulltrúa minnihlutans væri óbreytt.Bragginn við NauthólsvíkVísir/VilhelmSamhliða því að kanna fylgi flokkanna voru þátttakendur einnig spurðir hver þeim þætti að ætti að axla ábyrgð á framúrkeyrslu við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík. Af þeim sem tóku afstöðu töldu flestir, um þriðjungur svarenda, að ábyrgðin væri borgarstjóra. Rúmlega fjórðungur taldi ábyrgðina vera meirihlutans og álíka margir, 26,2 prósent, svöruðu því að embættismenn ættu að axla ábyrgð. Könnunin var framkvæmd 12.-15. október af Zenter rannsóknum fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Um síma- og netkönnun var að ræða og var úrtakið tvískipt. Annars vegar tilviljunarúrtak einstaklinga 18 ára og eldri úr könnunarhópi Zenter, og hins vegar tilviljunarúrtak 18 ára og eldri úr þjóðskrá. Um íbúa í Reykjavík var að ræða en gögnin voru vigtuð eftir kyni og aldri. Úrtakið var 1.450 manns og var svarhlutfall 54 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Aðrir flokkar í meirihluta bæta hins vegar við sig fylgi eða halda í horfinu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist, líkt og í síðustu kosningum, stærstur flokka. Samkvæmt könnuninni myndu um þrír af hverjum tíu, sem tóku afstöðu, greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt en það er svipað og kjörfylgi flokksins í vor. Samfylkingin mælist með 21 prósent en hlaut tæp 26 prósent í kosningunum. Píratar bæta nokkru við sig og fengju 12,7 prósent atkvæða samanborið við tæp 8 í vor. Viðreisn mælist með rúm 9 prósent nú samanborið við rúm 8 í vor. Vinstri græn mælast með ríflega 8 prósent og bætir nokkru við sig. Flokkurinn fékk 4,6 prósent atkvæða í borgarstjórnarkosningunum.Sjá einnig: Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Séu niðurstöður könnunarinnar mátaðar við stóla borgarfulltrúa myndi meirihlutinn halda velli með þrettán fulltrúa en vera öðruvísi samansettur. Samfylkingin myndi tapa tveimur mönnum en Píratar og Vinstri græn bæta við sig einum manni hvor flokkur. Borgarstjórnarflokkur Viðreisnar myndi áfram telja tvo menn. Samsetning borgarfulltrúa minnihlutans væri óbreytt.Bragginn við NauthólsvíkVísir/VilhelmSamhliða því að kanna fylgi flokkanna voru þátttakendur einnig spurðir hver þeim þætti að ætti að axla ábyrgð á framúrkeyrslu við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík. Af þeim sem tóku afstöðu töldu flestir, um þriðjungur svarenda, að ábyrgðin væri borgarstjóra. Rúmlega fjórðungur taldi ábyrgðina vera meirihlutans og álíka margir, 26,2 prósent, svöruðu því að embættismenn ættu að axla ábyrgð. Könnunin var framkvæmd 12.-15. október af Zenter rannsóknum fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Um síma- og netkönnun var að ræða og var úrtakið tvískipt. Annars vegar tilviljunarúrtak einstaklinga 18 ára og eldri úr könnunarhópi Zenter, og hins vegar tilviljunarúrtak 18 ára og eldri úr þjóðskrá. Um íbúa í Reykjavík var að ræða en gögnin voru vigtuð eftir kyni og aldri. Úrtakið var 1.450 manns og var svarhlutfall 54 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58