Haraldur jafn Jordan Spieth en Kisner leiðir Anton Ingi Leifsson skrifar 19. júlí 2018 20:15 Kevin Kisner leiðir á Opna breska eftir dag eitt. vísir/getty Kevin Kisner er með eins höggs forystu á Opna breska eftir fyrsta hring. Okkar maður, Haraldur Franklín Magnús, er í 50. sæti eftir daginn. Kevin Kisner spilaði frábært golf í dag en Bandaríkjamaðurinn spilaði á fimm höggum undir pari. Alls fékk hann fjóra fugla og einn örn. Hann spilaði á 66 höggum en á síðasta ári endaði hann í 52. sæti á mótinu. Þrír kylfendur fylgja Kisner fast á eftir en það eru þeir Zander Lombards, Tony Finau og Erik Van Rooyen. Þeir spiluðu á fjórum höggum undir pari en þeir Erik og Zander eru báðir frá Suður-Afríku á meðan Tony er Bandaríkjamaður.Okkar maður í baráttunni í dag.vísir/gettySigurvegarinn frá síðasta móti, Jordan Spieth, er á einu höggi yfir pari. Hann er jafn okkar manni Haraldi Franklín en okkar maður spilaði frábært golf á sínum fyrsta hring á risamóti. Fleiri heimsfrægir kylfingar eru á sama skori og Spieth og Haraldur. Þar má nefna Tommy Fleetwood og Lee Westwood til að mynda. Efstu 70 keppendur fara í gegnum niðurskurðinn eftir hringina tvo en hringurinn tvö verður spilaður á morgun. Haraldur er því í ágætis málum haldi hann uppteknum hætti á morgun en fylgst verður vel með framgöngu hans á Vísi á morgun. Tiger Woods spilaði á parinu í dag. Hann fékk þrjá fugla, þrjá skolla og restin var par. Hann er líklegur til að komast í gegnum niðurskurðinn í fyrsta skipti síðan 2014 en hann hefur ekki spilað á mótinu síðan 2015. Þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn. Golf Tengdar fréttir „Frá miðnæturgolfi og hraunklúbbum á Opna breska“ Haraldur Franklín Magnús spilar í dag sinn fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. AP fréttastofan vildi kanna enn betur hvaða Íslendingur þetta væri sem væri mættur, fyrstur karlkyns kylfinga, til að spila á risamóti. 19. júlí 2018 07:00 Bróðir Gylfa þjálfaði Harald Franklín Ólafur Már Sigurðsson hefur komið að þjálfun tveggja frábærra íslenskra íþróttamanna. 19. júlí 2018 12:30 Fugladans í byrjun seinni hlutans hjá Haraldi | Myndband Haraldur Franklín Magnús fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holunum á seinni níu á Opna breska. 19. júlí 2018 14:22 Magnaðar seinni níu og Haraldur í fínni stöðu fyrir morgundaginn Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00 Haraldur: Öll bein í líkamanum skulfu af stressi Haraldur Franklín Magnús braut í dag blað í íslenskri golfsögu þegar hann spilaði fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamóti. Hann átti nokkuð skrautlegan fyrsta hring á Carnoustie vellinum í dag og endaði á einu höggi yfir pari. 19. júlí 2018 16:30 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kevin Kisner er með eins höggs forystu á Opna breska eftir fyrsta hring. Okkar maður, Haraldur Franklín Magnús, er í 50. sæti eftir daginn. Kevin Kisner spilaði frábært golf í dag en Bandaríkjamaðurinn spilaði á fimm höggum undir pari. Alls fékk hann fjóra fugla og einn örn. Hann spilaði á 66 höggum en á síðasta ári endaði hann í 52. sæti á mótinu. Þrír kylfendur fylgja Kisner fast á eftir en það eru þeir Zander Lombards, Tony Finau og Erik Van Rooyen. Þeir spiluðu á fjórum höggum undir pari en þeir Erik og Zander eru báðir frá Suður-Afríku á meðan Tony er Bandaríkjamaður.Okkar maður í baráttunni í dag.vísir/gettySigurvegarinn frá síðasta móti, Jordan Spieth, er á einu höggi yfir pari. Hann er jafn okkar manni Haraldi Franklín en okkar maður spilaði frábært golf á sínum fyrsta hring á risamóti. Fleiri heimsfrægir kylfingar eru á sama skori og Spieth og Haraldur. Þar má nefna Tommy Fleetwood og Lee Westwood til að mynda. Efstu 70 keppendur fara í gegnum niðurskurðinn eftir hringina tvo en hringurinn tvö verður spilaður á morgun. Haraldur er því í ágætis málum haldi hann uppteknum hætti á morgun en fylgst verður vel með framgöngu hans á Vísi á morgun. Tiger Woods spilaði á parinu í dag. Hann fékk þrjá fugla, þrjá skolla og restin var par. Hann er líklegur til að komast í gegnum niðurskurðinn í fyrsta skipti síðan 2014 en hann hefur ekki spilað á mótinu síðan 2015. Þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn.
Golf Tengdar fréttir „Frá miðnæturgolfi og hraunklúbbum á Opna breska“ Haraldur Franklín Magnús spilar í dag sinn fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. AP fréttastofan vildi kanna enn betur hvaða Íslendingur þetta væri sem væri mættur, fyrstur karlkyns kylfinga, til að spila á risamóti. 19. júlí 2018 07:00 Bróðir Gylfa þjálfaði Harald Franklín Ólafur Már Sigurðsson hefur komið að þjálfun tveggja frábærra íslenskra íþróttamanna. 19. júlí 2018 12:30 Fugladans í byrjun seinni hlutans hjá Haraldi | Myndband Haraldur Franklín Magnús fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holunum á seinni níu á Opna breska. 19. júlí 2018 14:22 Magnaðar seinni níu og Haraldur í fínni stöðu fyrir morgundaginn Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00 Haraldur: Öll bein í líkamanum skulfu af stressi Haraldur Franklín Magnús braut í dag blað í íslenskri golfsögu þegar hann spilaði fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamóti. Hann átti nokkuð skrautlegan fyrsta hring á Carnoustie vellinum í dag og endaði á einu höggi yfir pari. 19. júlí 2018 16:30 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Frá miðnæturgolfi og hraunklúbbum á Opna breska“ Haraldur Franklín Magnús spilar í dag sinn fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. AP fréttastofan vildi kanna enn betur hvaða Íslendingur þetta væri sem væri mættur, fyrstur karlkyns kylfinga, til að spila á risamóti. 19. júlí 2018 07:00
Bróðir Gylfa þjálfaði Harald Franklín Ólafur Már Sigurðsson hefur komið að þjálfun tveggja frábærra íslenskra íþróttamanna. 19. júlí 2018 12:30
Fugladans í byrjun seinni hlutans hjá Haraldi | Myndband Haraldur Franklín Magnús fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holunum á seinni níu á Opna breska. 19. júlí 2018 14:22
Magnaðar seinni níu og Haraldur í fínni stöðu fyrir morgundaginn Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00
Haraldur: Öll bein í líkamanum skulfu af stressi Haraldur Franklín Magnús braut í dag blað í íslenskri golfsögu þegar hann spilaði fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamóti. Hann átti nokkuð skrautlegan fyrsta hring á Carnoustie vellinum í dag og endaði á einu höggi yfir pari. 19. júlí 2018 16:30