Þetta gerist aðeins einum degi eftir að Rosenborg rétt komst í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar með 3-1 sigri á Íslandsmeisturum Vals í seinni leik liðanna. Markið sem kom Rosenborg áfram var heldur betur umdeilt og mega Noregsmeistararnir teljast heppnir að hafa komist áfram.
Rosenborg er í toppbaráttunni að vanda í norsku úrvalsdeildinni með 33 stig, tveimur stigum á eftir Brann þegar að helmingurinn af mótinu er eftir. Þrátt fyrir það er búið að sparka Ingebrigtsen.
Kåre Ingebrigtsen er ferdig som trener i Rosenborg. https://t.co/QjffBrHvKe
— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) July 19, 2018
Kåre Ingebrigtsen verður væntanlega ekki lengi atvinnulaus en þessi 52 ára gamli þjálfari var áður aðstoðarþjálfari VIking og aðalþjálfari Bodö/Glimt og Ranheim.
Matthías Vilhjálmsson er leikmaður Rosenborgar og fær nú nýjan þjálfara.