Upphaflegi samningur Berisha rann út í dag en hann mun dvelja áfram á Íslandi út tímabilið. Berisha kom til Fjölnis frá norska félaginu Álasund.
Berisha hefur spilað 14 leiki fyrir Fjölni á tímabilinu og skorað í þeim þrjú mörk.
Fjölnir er í 10. sæti Pepsi deildar karla með 12 stig eftir 12 leiki, einu stigi á undan Fylki í fallsætinu. Næsti leikur Fjölnis er gegn ÍBV á Extra vellinum á sunnudag.
Fjölnir hefur framlengt lánsamninginn við sænska framherjann Valmir Berisha út tímabilið 2018. Valmir hefur spilað 14 leiki á tímabilinu með Fjölni og skorað 3 mörk.#FélagiðOkkarpic.twitter.com/XUzpKDgXW2
— Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) July 19, 2018