Haraldur hóf leik á 1. teig í morgun og fór ekki alveg nógu vel af stað. Hann fékk þrjá skolla á fyrstu 8 holunum og allir komu þeir eftir að hann hafði slegið í glompu í upphafshöggunum. Því næst fékk Haraldur skolla á 9. holu þar sem hann fór illa með gott fuglafæri.
Skollar á 15. og 16. holu komu Haraldi aftur á 3 högg yfir pari en þar með var sagan ekki öll sögð því hann fékk magnaðan fugl á 17. holu áður en fékk enn betri fugl á 18. holu.
Haraldur er sem fyrr segir jafn í 67. sæti en hann er í góðum félagsskap þar með kylfingum á borð við Jordan Spieth, Justin Rose og Louis Oosthuizen sem allir léku á höggi yfir pari í dag.
Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Hér að neðan másjá með textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgdi eftir hverju höggi Haraldar með aðstoð Þorsteins Hallgrímssonar, sérfræðings Golfstöðvarinnar, sem fór með Haraldi allan hringinn.