Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 19:00 Sængurlegudeildir eru að fyllast og mun þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum og nýburum heim af spítala, þrátt fyrir að heimaþjónustu ljósmæðra njóti ekki við. Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. Ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við nýbakaðar mæður og nýbura lögðu niður störf í gær þar sem samningur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands hefur ekki verið endurnýjaður. Áhrifa þessa er þegar farið að gæta á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítalans. „Þetta er 24 rúma deild og eftir því sem líður á daginn í dag þá mun deildin fyllast ef við getum ekki útskrifað, það er alveg ljóst,“ segir Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir.Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum.Vísir/SkjáskotÞótt starfsfólk heilsugæslu geti annast hluta þeirrar þjónustu sem ljósmæður alla jafna sinna í heimaþjónustu, eru þó ákveðnir þættir sem ljósmæður verða að sinna. „Þessir fyrstu dagar í lífi nýburans eru svolítið þannig að það eru ljósmæður sem sinna því. Fyrstu 7-10 dagar nýburans,“ segir Hilda. Til að mynda þurfi að taka blóðprufu úr barninu á þessum tíma, fylgjast með gulu og því hvort barn sé að nærast og þyngjast. „Við höfum ekki tækifæri til þess að sinna öllum og verðum þess vegna að forgangsraða þannig að veikustu konurnar séu hér inni en þær sem eru hraustar og með heilbrigð börn, þær verða í rauninni að fara heim,“ segir Hilda. Hún kveðst finna fyrir því að staðan valdi áhyggjum meðal nýbakaðra foreldra, einkum í þeim tilfellum sem eldri börn bíða heima. „Við finnum fyrir því að fólk er kvíðið, það hugsar bara hvað verður um mig?“ Samningurinn sem um ræðir er ótengdur yfirstandandi kjarabaráttu ljósmæðra við ríkið en næsti samningafundur í þeirri deilu verður á fimmtudag. Unnið er að því að finna umgjörð þjónustunnar farveg en fréttastofa hefur sent fyrirspurn á velferðarráðuneytið og Sjúkratrygginar Íslands um stöðu mála við leit lausna. Engin svör höfðu borist þegar þetta er skrifað. Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25 Aðeins pláss fyrir tuttugu konur á sængurlegudeild Landspítala Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. 24. apríl 2018 12:45 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Sængurlegudeildir eru að fyllast og mun þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum og nýburum heim af spítala, þrátt fyrir að heimaþjónustu ljósmæðra njóti ekki við. Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. Ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við nýbakaðar mæður og nýbura lögðu niður störf í gær þar sem samningur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands hefur ekki verið endurnýjaður. Áhrifa þessa er þegar farið að gæta á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítalans. „Þetta er 24 rúma deild og eftir því sem líður á daginn í dag þá mun deildin fyllast ef við getum ekki útskrifað, það er alveg ljóst,“ segir Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir.Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum.Vísir/SkjáskotÞótt starfsfólk heilsugæslu geti annast hluta þeirrar þjónustu sem ljósmæður alla jafna sinna í heimaþjónustu, eru þó ákveðnir þættir sem ljósmæður verða að sinna. „Þessir fyrstu dagar í lífi nýburans eru svolítið þannig að það eru ljósmæður sem sinna því. Fyrstu 7-10 dagar nýburans,“ segir Hilda. Til að mynda þurfi að taka blóðprufu úr barninu á þessum tíma, fylgjast með gulu og því hvort barn sé að nærast og þyngjast. „Við höfum ekki tækifæri til þess að sinna öllum og verðum þess vegna að forgangsraða þannig að veikustu konurnar séu hér inni en þær sem eru hraustar og með heilbrigð börn, þær verða í rauninni að fara heim,“ segir Hilda. Hún kveðst finna fyrir því að staðan valdi áhyggjum meðal nýbakaðra foreldra, einkum í þeim tilfellum sem eldri börn bíða heima. „Við finnum fyrir því að fólk er kvíðið, það hugsar bara hvað verður um mig?“ Samningurinn sem um ræðir er ótengdur yfirstandandi kjarabaráttu ljósmæðra við ríkið en næsti samningafundur í þeirri deilu verður á fimmtudag. Unnið er að því að finna umgjörð þjónustunnar farveg en fréttastofa hefur sent fyrirspurn á velferðarráðuneytið og Sjúkratrygginar Íslands um stöðu mála við leit lausna. Engin svör höfðu borist þegar þetta er skrifað.
Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25 Aðeins pláss fyrir tuttugu konur á sængurlegudeild Landspítala Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. 24. apríl 2018 12:45 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16
Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00
Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44
Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25
Aðeins pláss fyrir tuttugu konur á sængurlegudeild Landspítala Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. 24. apríl 2018 12:45