Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. apríl 2018 19:45 Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins stóðu ásamt öðrum fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um „rekstrarumhverfið á eyríkinu Íslandi“ nú þegar um ár er liðið frá því að gjaldeyrishöftin voru að mestu afnumin. Á meðal fyrirlesara var Pétur Halldórsson forstjóri Nox Medical. Fyrirtækið þróar og framleiðir búnað til greiningar á svefni og svefntruflunum á alþjóðamarkaði. Það hefur vaxið hratt á síðustu árum og er nú með fimmtíu starfsmenn. Pétur greindi frá því í sínu erindi að mikil gengisstyrking krónunnar frá árinu 2015 og hækkun á launakostnaði innanlands hefði falið í sér jafngildi 20 prósenta verðbólgu árlega yfir 40 mánaða tímabil fyrir félagið. Hér er það óstöðugleiki íslensku krónunnar sem hefur varpað skugga á annars blómlegan rekstur Nox Medical. Bragi Fjalldal framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Meniga hefur nákvæmlega sömu sögu að segja. Bragi segir að á aðeins örfáum árum hafi samkeppnisstaða Meniga gjörbreyst en félagið var stofnað árið 2009. „Fyrir Meniga sem fyrirtæki þá hefur gengi krónunnar styrkst um þrjátíu prósent frá því fyrirtækið var stofnað. Við þetta bætist launaskrið og við stöndum í dag frammi fyrir því að löndin í kringum okkur bjóða upp á launakostnað sem er tíu til þrjátíu prósent ódýrari en hér á Íslandi. Þetta setur okkur auðvitað í erfiða stöðu í samkeppnislegu tilliti,“ segir Bragi. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 100. Hugbúnaður fyrirtækisins hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur hjá 50 milljón notendum í 20 löndum. Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Lundúnum en umsvifamikla starfsemi á Íslandi, þar sem rætur þess liggja. Bragi segir að vandamál fyrirtækisins hér á landi megi fyrst og fremst rekja til óstöðugleika íslensku krónunnar. „Gjaldmiðillinn er stóri fíllinn í herberginu og við þurfum að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hvort sem það er í formi krónunnar eða annarra gjaldmiðla,“ segir Bragi. Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins stóðu ásamt öðrum fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um „rekstrarumhverfið á eyríkinu Íslandi“ nú þegar um ár er liðið frá því að gjaldeyrishöftin voru að mestu afnumin. Á meðal fyrirlesara var Pétur Halldórsson forstjóri Nox Medical. Fyrirtækið þróar og framleiðir búnað til greiningar á svefni og svefntruflunum á alþjóðamarkaði. Það hefur vaxið hratt á síðustu árum og er nú með fimmtíu starfsmenn. Pétur greindi frá því í sínu erindi að mikil gengisstyrking krónunnar frá árinu 2015 og hækkun á launakostnaði innanlands hefði falið í sér jafngildi 20 prósenta verðbólgu árlega yfir 40 mánaða tímabil fyrir félagið. Hér er það óstöðugleiki íslensku krónunnar sem hefur varpað skugga á annars blómlegan rekstur Nox Medical. Bragi Fjalldal framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Meniga hefur nákvæmlega sömu sögu að segja. Bragi segir að á aðeins örfáum árum hafi samkeppnisstaða Meniga gjörbreyst en félagið var stofnað árið 2009. „Fyrir Meniga sem fyrirtæki þá hefur gengi krónunnar styrkst um þrjátíu prósent frá því fyrirtækið var stofnað. Við þetta bætist launaskrið og við stöndum í dag frammi fyrir því að löndin í kringum okkur bjóða upp á launakostnað sem er tíu til þrjátíu prósent ódýrari en hér á Íslandi. Þetta setur okkur auðvitað í erfiða stöðu í samkeppnislegu tilliti,“ segir Bragi. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 100. Hugbúnaður fyrirtækisins hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur hjá 50 milljón notendum í 20 löndum. Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Lundúnum en umsvifamikla starfsemi á Íslandi, þar sem rætur þess liggja. Bragi segir að vandamál fyrirtækisins hér á landi megi fyrst og fremst rekja til óstöðugleika íslensku krónunnar. „Gjaldmiðillinn er stóri fíllinn í herberginu og við þurfum að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hvort sem það er í formi krónunnar eða annarra gjaldmiðla,“ segir Bragi.
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira