Sindri Þór úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2018 14:35 Sindri Þór Stefánsson er hér í Leifsstöð í liðinni viku á leiðinni. Lögreglan á Suðurnesjum Sindri Þór Stefánsson var úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald í dómstól í Amsterdam í dag. Sindri var handtekinn í borginni síðastliðið sunnudagskvöld og leiddur fyrir dómara í dag þar sem afstaða var tekin til áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir honum. Dómarinn í máli hans ákvað að taka sér frest til morguns til að fara yfir öll gögn málsins. Sindri var ekki var spurður um afstöðu sína til framsals frá Hollandi til Íslands en það búast má við því að dómarinn spyrja hann á morgun. Samkvæmt svörum frá fjölmiðlafulltrúa dómstólsins í Amsterdam verður Sindri leiddur fyrir dómara klukkan hálf ellefu á morgun og mun dómarinn þá ákveða hvort hann úrskurði Sindra í nítján daga gæsluvarðhald. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði.Flúði frá Íslandi eftir að dómari tók sér frestKvöldið áður en Sindri flúði hafði gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum runnið út en dómari tók sér frest til þriðjudagsmorguns til að íhuga kröfu um framlengingu. Sindri sagði í yfirlýsingu til Fréttablaðsins að hann honum hefði verið sagt að hann væri í reynd frjáls ferða sinna á mánudeginum en ef hann yfirgæfi fangelsið yrði hann handtekinn. Sindri strauk frá fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn. Hann flaug samdægurs til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi í Svíþjóð og hafði ekkert spurst til ferða hans fyrr en hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að lögreglu hafði borist ábending frá vegfaranda um ferðir hans. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30 Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson var úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald í dómstól í Amsterdam í dag. Sindri var handtekinn í borginni síðastliðið sunnudagskvöld og leiddur fyrir dómara í dag þar sem afstaða var tekin til áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir honum. Dómarinn í máli hans ákvað að taka sér frest til morguns til að fara yfir öll gögn málsins. Sindri var ekki var spurður um afstöðu sína til framsals frá Hollandi til Íslands en það búast má við því að dómarinn spyrja hann á morgun. Samkvæmt svörum frá fjölmiðlafulltrúa dómstólsins í Amsterdam verður Sindri leiddur fyrir dómara klukkan hálf ellefu á morgun og mun dómarinn þá ákveða hvort hann úrskurði Sindra í nítján daga gæsluvarðhald. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði.Flúði frá Íslandi eftir að dómari tók sér frestKvöldið áður en Sindri flúði hafði gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum runnið út en dómari tók sér frest til þriðjudagsmorguns til að íhuga kröfu um framlengingu. Sindri sagði í yfirlýsingu til Fréttablaðsins að hann honum hefði verið sagt að hann væri í reynd frjáls ferða sinna á mánudeginum en ef hann yfirgæfi fangelsið yrði hann handtekinn. Sindri strauk frá fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn. Hann flaug samdægurs til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi í Svíþjóð og hafði ekkert spurst til ferða hans fyrr en hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að lögreglu hafði borist ábending frá vegfaranda um ferðir hans.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30 Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30
Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00