Landspítalinn segir að aðgerðir ljósmæðra muni skapa „mikinn vanda“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 11:31 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, beindi því til heilbrigðisstofnana í gær um að sinna þjónustu við sængurkonur og börn þeirra á meðan heimaþjónustuljósmæðra nýtur ekki við. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að spítalinn muni sinna verkefninu eins og unn er þar til deilan leysist. vísir/vilhelm Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum en í gær lögðu allar heimaþjónustuljósmæður landsins niður störf en þær eru alls 95 talsins. Þær leggja niður störf þar sem ekki er búið að undirrita nýjan rammasamning á milli þeirra og Sjúkratrygginga Íslands. Samkvæmt samningi sem rann út í febrúar síðastliðnum fá heimaþjónustuljósmæður 3394 krónur á tímann en um verktakagreiðslur er að ræða. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, beindi því til heilbrigðisstofnana í gær um að sinna þjónustu við sængurkonur og börn þeirra á meðan heimaþjónustuljósmæðra nýtur ekki við. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að spítalinn muni sinna verkefninu eins og unnt er þar til deilan leysist. „Þetta mun skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. Landspítali er ekki aðili að þessum samningum og hvetur til lausnar málsins hið fyrsta,“ segir í yfirlýsingunni. Sérfræðingar í velferðarráðuneytinu funduðu með Sjúkratryggingum Íslands í gær vegna málsins en samningur liggur ekki á borði heilbrigðisráðherra. Um er að ræða minnisblað með tillögum um hvernig staðið verði að þjónustu ljósmæðra en Sjúkratryggingar komu minnisblaðinu á framfæri við ráðuneytið. Leitaði ráðuneytið viðbragða við tillögunum frá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri og var það mat fagfólks þar að þær breytingar sem lagðar væru til á þjónustunni væru óæskilegar. Þær feli í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna. Er það mat fagfólks að ef breytingarnar nái fram að ganga muni þær leiða til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura sem og aukins kostnaðar. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum en í gær lögðu allar heimaþjónustuljósmæður landsins niður störf en þær eru alls 95 talsins. Þær leggja niður störf þar sem ekki er búið að undirrita nýjan rammasamning á milli þeirra og Sjúkratrygginga Íslands. Samkvæmt samningi sem rann út í febrúar síðastliðnum fá heimaþjónustuljósmæður 3394 krónur á tímann en um verktakagreiðslur er að ræða. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, beindi því til heilbrigðisstofnana í gær um að sinna þjónustu við sængurkonur og börn þeirra á meðan heimaþjónustuljósmæðra nýtur ekki við. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að spítalinn muni sinna verkefninu eins og unnt er þar til deilan leysist. „Þetta mun skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. Landspítali er ekki aðili að þessum samningum og hvetur til lausnar málsins hið fyrsta,“ segir í yfirlýsingunni. Sérfræðingar í velferðarráðuneytinu funduðu með Sjúkratryggingum Íslands í gær vegna málsins en samningur liggur ekki á borði heilbrigðisráðherra. Um er að ræða minnisblað með tillögum um hvernig staðið verði að þjónustu ljósmæðra en Sjúkratryggingar komu minnisblaðinu á framfæri við ráðuneytið. Leitaði ráðuneytið viðbragða við tillögunum frá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri og var það mat fagfólks þar að þær breytingar sem lagðar væru til á þjónustunni væru óæskilegar. Þær feli í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna. Er það mat fagfólks að ef breytingarnar nái fram að ganga muni þær leiða til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura sem og aukins kostnaðar.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00
Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44