Núverandi lífeyriskerfi er „lífskjarahappdrætti“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. maí 2018 12:21 Gylfi Magnússon. Vísir/Sigurjón Allt að fjórfaldur munur er á ávöxtun lífeyrissjóða hér á landi sem getur haft mikil áhrif á þann lífeyri sem er greiddur út að lokum. Dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir að nýleg rannsókn sýni að um lífeyrishappdrætti sé að ræða og mikilvægt að gera endurbætur á íslenska lífeyriskerfinu. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær frá Hallgrími Óskarssyni verkfræðingi og Gylfa Magnússyni dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands kemur fram að ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða sé afar misjöfn. Þeir félagar rannsökuðu ávöxtun allra sameignarsjóða frá 1997 til 2016 en í dag eru þeir 27 talsins. Alls voru sex sjóðir með meðalraunávöxtun milli eitt til tvö prósent. Átta sjóðir með ávöxtun milli tvö og þrjú prósent. Þriðjungur sjóða með þrjú til fjögur prósent og fjórir sjóðir með meðalraunávöxtun yfir fjögur prósent. Hæsta ávöxtun einstaks sjóðs var 6,16 prósent. Fram kemur að hvert prósentustig í meðalávöxtun yfir langan tíma hafi mikil áhrif á þann lífeyri sem greiddur sé að lokum. Gylfi Magnússon segir að þarna komi í ljós viss vandi sem íslenskir lífeyrisþegar standi frammi fyrir. „Þeir ráða auðvitað engu um ávöxtun síns sjóðs og ráða í flestum tilvikum ekki í hvaða sjóð þeir greiða. Þá er þetta orðið lífskjarahappdrætti sem að fólk hefur eiginlega enga stjórn á. Það er kannski ekki besta fyrirkomulagið það er hægt að tryggja lífeyrisþegum áhættuminna lífeyriskerfi með því að dreifa réttindum á fleiri en einn sjóð,“ segir Gylfi. Gylfi Magnússon segir að niðurstöðurnar verði birtar sjóðunum á næstunni en síðar verði öll gögn opnuð almenningi svo að hver og einn, fengið gott yfirlit um eigin stöðu 20 ár aftur í tímann. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Allt að fjórfaldur munur er á ávöxtun lífeyrissjóða hér á landi sem getur haft mikil áhrif á þann lífeyri sem er greiddur út að lokum. Dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir að nýleg rannsókn sýni að um lífeyrishappdrætti sé að ræða og mikilvægt að gera endurbætur á íslenska lífeyriskerfinu. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær frá Hallgrími Óskarssyni verkfræðingi og Gylfa Magnússyni dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands kemur fram að ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða sé afar misjöfn. Þeir félagar rannsökuðu ávöxtun allra sameignarsjóða frá 1997 til 2016 en í dag eru þeir 27 talsins. Alls voru sex sjóðir með meðalraunávöxtun milli eitt til tvö prósent. Átta sjóðir með ávöxtun milli tvö og þrjú prósent. Þriðjungur sjóða með þrjú til fjögur prósent og fjórir sjóðir með meðalraunávöxtun yfir fjögur prósent. Hæsta ávöxtun einstaks sjóðs var 6,16 prósent. Fram kemur að hvert prósentustig í meðalávöxtun yfir langan tíma hafi mikil áhrif á þann lífeyri sem greiddur sé að lokum. Gylfi Magnússon segir að þarna komi í ljós viss vandi sem íslenskir lífeyrisþegar standi frammi fyrir. „Þeir ráða auðvitað engu um ávöxtun síns sjóðs og ráða í flestum tilvikum ekki í hvaða sjóð þeir greiða. Þá er þetta orðið lífskjarahappdrætti sem að fólk hefur eiginlega enga stjórn á. Það er kannski ekki besta fyrirkomulagið það er hægt að tryggja lífeyrisþegum áhættuminna lífeyriskerfi með því að dreifa réttindum á fleiri en einn sjóð,“ segir Gylfi. Gylfi Magnússon segir að niðurstöðurnar verði birtar sjóðunum á næstunni en síðar verði öll gögn opnuð almenningi svo að hver og einn, fengið gott yfirlit um eigin stöðu 20 ár aftur í tímann.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira