Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2018 11:42 Júlíus Vífill Ingvarsson hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur skömmu fyrir hádegi. Þetta staðfestir Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá niðurstöðunni á vef RÚV. Er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Saksóknari fór fram á að Júlíus Vífill yrði dæmdur í átta til tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi en hann var ákærður fyrir að hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem var talinn vera ávinningur af meintum skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug. Í ákærunni yfir Júlíusi kom fram að hann hefði, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá UBS banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Við aðalmeðferð málsins sagði Júlíus Vífill að þeir fjármunir sem hefðu verið geymdir á bankareikningum hans erlendis hefði hann fengið sem þóknunargreiðslur og umboðslaun vegna starfa sinna hjá Ingvari Helgasyni, hvar hann hóf störf árið 1982 og starfaði í 22 ár. Júlíus neitaði sök í málinu þegar ákæran var þingfest í haust. Júlíus viðurkenndi hins vegar að hann hefði geymt umræddar upphæðir á bankareikningi sínum í UBS banka á Jersey og að árið 2014 hefði hann fært féð inn á reikning hjá Julius Bär í Sviss sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation. Rétthafar vörslusjóðsins voru Júlíus, eiginkona hans og börn. Aðspurður um hvers vegna hann hefði farið þá leið að leggja féð inn á vörslusjóð sagði Júlíus að hann hefði talið það ágætis leið til að geyma og vernda þessa fjármuni og að ýmsir kostir hefðu fylgt því. Júlíus lýsti því fyrir dómi að á áttunda áratugnum hafi það tíðkast að nota umboðsgreiðslur í viðskiptum vegna óðaverðbólgu sem var á Íslandi. Júlíus sagðist fyrir dómi ekki hafa talið fjármunina fram sem tekjur þegar hann fékk þær greiddar. Júlíus Vífill mætti ekki við dómsuppkvaðninguna í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill telur að skrif og stjórnmálaþátttaka rannsakandans hafi litað rannsókn á meintu peningaþvætti Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru um peningaþvætti. Hann telur að stjórnmálaskoðanir og skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar á máli hans kunni að hafa litað rannsóknina og útgáfu ákærunnar. 13. nóvember 2018 12:30 Saksóknari telur að Júlíus Vífill hafi gerst sekur um skipulagt peningaþvætti Verjandi Júlíusar Vífils telur að fjölmiðlaumfjöllun um mál Júlíusar hafi verið gagnrýnislaust byggð á rakalausum ósannindum. 3. desember 2018 15:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur skömmu fyrir hádegi. Þetta staðfestir Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá niðurstöðunni á vef RÚV. Er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Saksóknari fór fram á að Júlíus Vífill yrði dæmdur í átta til tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi en hann var ákærður fyrir að hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem var talinn vera ávinningur af meintum skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug. Í ákærunni yfir Júlíusi kom fram að hann hefði, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá UBS banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Við aðalmeðferð málsins sagði Júlíus Vífill að þeir fjármunir sem hefðu verið geymdir á bankareikningum hans erlendis hefði hann fengið sem þóknunargreiðslur og umboðslaun vegna starfa sinna hjá Ingvari Helgasyni, hvar hann hóf störf árið 1982 og starfaði í 22 ár. Júlíus neitaði sök í málinu þegar ákæran var þingfest í haust. Júlíus viðurkenndi hins vegar að hann hefði geymt umræddar upphæðir á bankareikningi sínum í UBS banka á Jersey og að árið 2014 hefði hann fært féð inn á reikning hjá Julius Bär í Sviss sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation. Rétthafar vörslusjóðsins voru Júlíus, eiginkona hans og börn. Aðspurður um hvers vegna hann hefði farið þá leið að leggja féð inn á vörslusjóð sagði Júlíus að hann hefði talið það ágætis leið til að geyma og vernda þessa fjármuni og að ýmsir kostir hefðu fylgt því. Júlíus lýsti því fyrir dómi að á áttunda áratugnum hafi það tíðkast að nota umboðsgreiðslur í viðskiptum vegna óðaverðbólgu sem var á Íslandi. Júlíus sagðist fyrir dómi ekki hafa talið fjármunina fram sem tekjur þegar hann fékk þær greiddar. Júlíus Vífill mætti ekki við dómsuppkvaðninguna í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill telur að skrif og stjórnmálaþátttaka rannsakandans hafi litað rannsókn á meintu peningaþvætti Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru um peningaþvætti. Hann telur að stjórnmálaskoðanir og skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar á máli hans kunni að hafa litað rannsóknina og útgáfu ákærunnar. 13. nóvember 2018 12:30 Saksóknari telur að Júlíus Vífill hafi gerst sekur um skipulagt peningaþvætti Verjandi Júlíusar Vífils telur að fjölmiðlaumfjöllun um mál Júlíusar hafi verið gagnrýnislaust byggð á rakalausum ósannindum. 3. desember 2018 15:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Júlíus Vífill telur að skrif og stjórnmálaþátttaka rannsakandans hafi litað rannsókn á meintu peningaþvætti Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru um peningaþvætti. Hann telur að stjórnmálaskoðanir og skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar á máli hans kunni að hafa litað rannsóknina og útgáfu ákærunnar. 13. nóvember 2018 12:30
Saksóknari telur að Júlíus Vífill hafi gerst sekur um skipulagt peningaþvætti Verjandi Júlíusar Vífils telur að fjölmiðlaumfjöllun um mál Júlíusar hafi verið gagnrýnislaust byggð á rakalausum ósannindum. 3. desember 2018 15:30