„Krabbamein sálarinnar“ Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. desember 2018 07:00 Í grundvallaratriðum drepa dýr önnur dýr sér aðeins til matar og lífsviðurværis. Sköpunarverkið er byggt á þann veg. Líf og afkoma margra dýra byggist á slíkri lífskeðju náttúrunnar. Við því er vitaskuld ekkert að segja. Maðurinn er hér þó undantekning. Hann er eina dýrið, sem drepur önnur dýr og lífverur að gamni sínu; sér til fróunar, gleði og skemmtunar. Um daginn var afmælisgrein í blaði um lækni á Austfjörðum, sem varð sextugur þann dag. Lagði læknirinn blaðinu til mynd, sem fylgdi greininni, þar sem hann krýpur yfir dauðu hreindýri, sem hann hafði skotið. Heldur hann drápsvopninu hátt í vinstri hendi, en lyftir höfði dauðs dýrsins með þeirri hægri, sperrir sig svo og brosir glaðhlakkalega framan í myndavélina, eins og hann væri hetja, sem hefði verið að vinna stórvirki. Var hér um fullorðinn og væntanlega þroskaðan mann, sextugan lækni, að ræða, sem ætti að hlúa að lífi, leitast við að vernda það og lækna, ekki bara mannlífi, heldur öllu lífi, einkum lífi þess, sem ekkert hefur sér til saka unnið; er ekki aðeins saklaust og varnarlaust, heldur á sér líka engrar undankomu auðið, en hefur tilfinningar; finnur til, fyllist kvíða og ótta, lætur sér annt um afkvæmi sitt og fjölskyldu, eins og við. Þessi læknir er ekki einn um það, að hafa fróun og gleði af því, að ofsækja, meiða og limlesta saklaus og varnarlaus dýr, og loks – ef sært dýrið getur ekki forðað sér í bili, til þess eins að deyja skemmri eða lengri kvaladauða – drepa það. Þessir svokölluðu veiðimenn, sem eru í öllum störfum og stéttum, oft hámenntaðir og háttsettir í þjóðfélaginu, skipta hér mörgum þúsundum. Þörf þessara manna á veiðunum er yfirleitt engin. Þetta virðist snúast um annarlegar innri hvatir; þörfina fyrir að eyðileggja og drepa, án þarfar eða tilgangs. Hvað er þetta; drápsfýsn, blóðþorsti, drápslosti? Einna verst er dýraníðið einmitt í garð hreindýra. Í ár mátti drepa fleiri dýr en nokkru sinni fyrr; 1.450 dýr, þar af 1.061 kú. Voru þeir veiðimenn, sem í þetta dráp vildu komast, yfir 3.000. Hvað býr í hjarta og tilfinningalífi þessara manna? Er siðmenningin og mannúðin ekki komin á hærra stig en svo, að drápslosti ræður för? Er þetta kannske drápssýki, sem líkja má við áfengissýki og tóbakssýki? Kannske er þetta krabbamein sálarinnar. Hreindýrakálfar fæðast margir um mánaðamótin maí/júní. Þeir eru því ekki nema 8 vikna, þegar byrjað er að drepa mæðurnar frá þeim, með og frá 1. ágúst. Við eðlileg skilyrði þyrfti hreindýrakálfur á móður sinni að halda fram á næsta vor. Rannsóknir frá Noregi sýna, að þegar hreindýrakálfar eru 8 vikna, drekka þeir enn móðurmjólk 8 sinnum í hálfa mínútu á dag, 11 vikna 6 sinnum og 16 vikna eru þeir enn að drekka móðurmjólk 5 sinnum á dag. Hvernig má það þá vera, að verið sé að drepa mæður þeirra frá þeim 8 vikna gömlum!? Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti, óvissa og kvíði umkomulausra og hrakinna ungviða ótalið. Auk þess eru hreindýrakálfar mjög háðir mæðrum sínum, þegar snjóa tekur og hjarn leggst yfir land, með það að gera krafsholur, þannig, að dýrin komist í fléttur, gras, lyng og annað æti. Þarf til þess stóra, sterka og beitta hófa, sem ungviðið skortir. Þetta dráp hreindýrakúa, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, er því ómannúðlegt og siðlaust, og í raun þeim, sem þessar veiðar stunda, til smánar og skammar. Mættu veiðimenn hugsa til þess, að þetta þarflausa og ljóta dráp, fer vitaskuld inn í þeirra karma, og verða menn – fyrr eða síðar – að standa því illa, sem þar er komið, skil. Kann þá kvölin og sorgin, sem þeir ollu saklausum lífverum, að hitta þá sjálfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Í grundvallaratriðum drepa dýr önnur dýr sér aðeins til matar og lífsviðurværis. Sköpunarverkið er byggt á þann veg. Líf og afkoma margra dýra byggist á slíkri lífskeðju náttúrunnar. Við því er vitaskuld ekkert að segja. Maðurinn er hér þó undantekning. Hann er eina dýrið, sem drepur önnur dýr og lífverur að gamni sínu; sér til fróunar, gleði og skemmtunar. Um daginn var afmælisgrein í blaði um lækni á Austfjörðum, sem varð sextugur þann dag. Lagði læknirinn blaðinu til mynd, sem fylgdi greininni, þar sem hann krýpur yfir dauðu hreindýri, sem hann hafði skotið. Heldur hann drápsvopninu hátt í vinstri hendi, en lyftir höfði dauðs dýrsins með þeirri hægri, sperrir sig svo og brosir glaðhlakkalega framan í myndavélina, eins og hann væri hetja, sem hefði verið að vinna stórvirki. Var hér um fullorðinn og væntanlega þroskaðan mann, sextugan lækni, að ræða, sem ætti að hlúa að lífi, leitast við að vernda það og lækna, ekki bara mannlífi, heldur öllu lífi, einkum lífi þess, sem ekkert hefur sér til saka unnið; er ekki aðeins saklaust og varnarlaust, heldur á sér líka engrar undankomu auðið, en hefur tilfinningar; finnur til, fyllist kvíða og ótta, lætur sér annt um afkvæmi sitt og fjölskyldu, eins og við. Þessi læknir er ekki einn um það, að hafa fróun og gleði af því, að ofsækja, meiða og limlesta saklaus og varnarlaus dýr, og loks – ef sært dýrið getur ekki forðað sér í bili, til þess eins að deyja skemmri eða lengri kvaladauða – drepa það. Þessir svokölluðu veiðimenn, sem eru í öllum störfum og stéttum, oft hámenntaðir og háttsettir í þjóðfélaginu, skipta hér mörgum þúsundum. Þörf þessara manna á veiðunum er yfirleitt engin. Þetta virðist snúast um annarlegar innri hvatir; þörfina fyrir að eyðileggja og drepa, án þarfar eða tilgangs. Hvað er þetta; drápsfýsn, blóðþorsti, drápslosti? Einna verst er dýraníðið einmitt í garð hreindýra. Í ár mátti drepa fleiri dýr en nokkru sinni fyrr; 1.450 dýr, þar af 1.061 kú. Voru þeir veiðimenn, sem í þetta dráp vildu komast, yfir 3.000. Hvað býr í hjarta og tilfinningalífi þessara manna? Er siðmenningin og mannúðin ekki komin á hærra stig en svo, að drápslosti ræður för? Er þetta kannske drápssýki, sem líkja má við áfengissýki og tóbakssýki? Kannske er þetta krabbamein sálarinnar. Hreindýrakálfar fæðast margir um mánaðamótin maí/júní. Þeir eru því ekki nema 8 vikna, þegar byrjað er að drepa mæðurnar frá þeim, með og frá 1. ágúst. Við eðlileg skilyrði þyrfti hreindýrakálfur á móður sinni að halda fram á næsta vor. Rannsóknir frá Noregi sýna, að þegar hreindýrakálfar eru 8 vikna, drekka þeir enn móðurmjólk 8 sinnum í hálfa mínútu á dag, 11 vikna 6 sinnum og 16 vikna eru þeir enn að drekka móðurmjólk 5 sinnum á dag. Hvernig má það þá vera, að verið sé að drepa mæður þeirra frá þeim 8 vikna gömlum!? Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti, óvissa og kvíði umkomulausra og hrakinna ungviða ótalið. Auk þess eru hreindýrakálfar mjög háðir mæðrum sínum, þegar snjóa tekur og hjarn leggst yfir land, með það að gera krafsholur, þannig, að dýrin komist í fléttur, gras, lyng og annað æti. Þarf til þess stóra, sterka og beitta hófa, sem ungviðið skortir. Þetta dráp hreindýrakúa, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, er því ómannúðlegt og siðlaust, og í raun þeim, sem þessar veiðar stunda, til smánar og skammar. Mættu veiðimenn hugsa til þess, að þetta þarflausa og ljóta dráp, fer vitaskuld inn í þeirra karma, og verða menn – fyrr eða síðar – að standa því illa, sem þar er komið, skil. Kann þá kvölin og sorgin, sem þeir ollu saklausum lífverum, að hitta þá sjálfa.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun