Fótbolti

Alfreð á skotskónum í sigri│Jadon Sancho hélt uppteknum hætti

Dagur Lárusson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. vísir/getty
Alfreð Finnbogason var enn og aftur á skotskónum fyrir Augsburg í þýska boltanum en í dag skoraði hann í 1-2 sigri liðsins á Hannover.

 

Fyrir leikinn var Augsburg um miðja deild með níu stig á meðan Hannover var í fallsæti með sex stig.

 

Liðsmenn Augsburg byrjuðu leikinn vel og Rani Khedira kom þeim yfir strax á áttundu mínútu leiksins og var staðan 0-1 í hálfleik.

 

Þegar um 20 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum fengu Augsburg vítspyrnu. Á punktinn steig Íslendingurinn og skoraði hann af öryggi.

 

Tíu mínútum seinna færðist hinsvegar spenna á nýjan leik í leikinn en þá skoraði Ihlas Bebou fyrir Hannover og minnkaði muninn í 1-2. Nær komust liðsmenn Hannover þó ekki og lokastaðan var því 1-2 og spilaði Alfreð 75. mínútur.

 

Jadon Sancho hélt áfram magnaðri frammistöðu sinni hjá Dortmund en í dag skoraði hann tvíveigis fyrir þá gulklæddu, sitthvoru megin við hálfleikinn í 2-2 jafntefli gegn Herthu Berlin.

 

Þessi úrslit  þýða að liðið er með tveggja stiga forskot á Bayern Munchen í öðru sætinu sem unnu sinn leik í dag 2-1 gegn Mainz þar sem Goretzka og Thiago voru á skotskónum.

 

Úrslit dagsins:

 

Mainz 1-2 Bayern München

Dortmund 2-2 Hertha Berlin

Dusseldorf 0-3 Wolfsburg

Hannover 1-2 Augsburg

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×