Kom af fjöllum en gat ekki sagt nei Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2018 21:30 Jón Þór er hann tók við liðinu. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson viðurkennir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar KSÍ hafði samband við hann og bauð honum að þjálfa kvennalandslið Íslands. „Ég get ekki annað sagt en að ég hafi komið af fjöllum þegar þetta kom upp. Ég var búinn að ákveða að taka annað ár sem aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni. Mér leið mjög vel þar og hlakkaði til að vinna fleiri titla með liðinu. Ég var ekkert að leita fyrir mér annars staðar,“ segir Jón Þór þegar blaðamaður Fréttablaðsins settist niður með honum á nýja vinnustaðnum, Laugardalsvelli, í vikunni. Þótt hann hafi verið ánægður í starfi hjá Stjörnunni var ekki hægt að segja nei þegar kallið frá KSÍ kom. „Þetta er áhugavert og spennandi starf og ég var ekki lengi að svara játandi þegar það bauðst,“ segir Jón Þór sem er fjórði Skagamaðurinn sem þjálfar A-landslið Íslands í fótbolta. Ríkharður Jónsson var sá fyrsti en hann stýrði karlalandsliðinu á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Ríkharður, sem lést í fyrra, var stjúpafi Jóns Þórs og hjá honum lærði hann málaraiðn. Jón Þór starfaði sem málari áður en hann hellti sér alfarið út í þjálfun. Steinn Helgason var annar Skagamaðurinn sem þjálfaði íslenskt A-landslið en hann stýrði kvennalandsliðinu árið 1992 ásamt Sigurði Hannessyni. Þá þjálfaði Guðjón Þórðarson karlalandsliðið með frábærum árangri á árunum 1997-99. Guðjón er einmitt maðurinn sem gaf Jóni Þór fyrsta tækifærið í þjálfun.Vantaði bringuhár í klefann „Þegar Gaui tók við ÍA 2007 var mikið um meiðsli um veturinn. Bjarni, sonur hans, heyrði í mér og þeir fengu mig til að byrja að æfa aftur. Gaui tók mig ungan inn í meistaraflokk á sínum tíma og mundi eftir mér. Árið 2007 var Skagaliðið mjög ungt og ég var fenginn á æfingar því það vantaði aðeins upp á bringuhárin í klefanum. Ég samþykkti það með því skilyrði að ég fengi að læra af Gaua og þetta var hálfgert þjálfaranámskeið fyrir mig,“ sagði Jón Þór um hvernig fyrstu skrefin í þjálfun voru. Hann segir að leikmannsferillinn hafi ekki farið eins og hann átti að fara. Jón Þór, sem er fæddur 1978, þótti lofa góðu sem leikmaður, lék átta leiki fyrir U-17 ára landsliðið og kom ungur inn í ógnarsterkt lið ÍA á 10. áratugnum. En meiðsli settu strik í reikninginn.Sárkvalinn eftir mislukkaða axlaraðgerð „Ég þótt ágætlega efnilegur leikmaður en varð svo fyrir meiðslum í 2. og 3. flokki. Ég fór hér og þar úr lið og endaði eins og biluð strengjabrúða. Þegar ég var tvítugur fór ég í aðgerð á öxl sem mistókst og var alltaf að drepast eftir það. Ég var alltaf sárkvalinn eftir aðgerðina. Maður er alinn upp við það að vera ekki að kveinka sér og berjast áfram. Sjö árum síðar kom í ljós að mistök höfðu verið gerð í aðgerðinni. Stykki var skilið eftir og það sargaði bæði bein og brjósk,“ segir Jón Þór og bætir við að þetta hafi haft áhrif á daglegt líf. Hann hafi til að mynda átt það til að missa kaffibolla úr hendinni upp úr þurru. „Svo var stykkið fjarlægt og ég hef ekki fundið til síðan. En þetta hafði veruleg áhrif á fótboltaferilinn og þess vegna byrjaði ég að undirbúa þjálfaraferilinn fyrr en flestir.“ Jón Þór þjálfaði hjá ÍA í áratug, var meðal annars yfirþjálfari yngri flokka og á stóran þátt í þeim uppgangi sem hefur orðið í fótboltanum á Akranesi á undanförnum árum. Frá 2014-17 var Jón Þór aðstoðarmaður Gunnlaugs Jónssonar með karlalið ÍA. Skagamenn unnu sér sæti í Pepsi-deildinni á fyrsta tímabili þeirra við stjórnvölinn og héldu sér þægilega uppi 2015 og 2016. Tímabilið 2017 gekk Skagamönnum hins vegar flest í mót og þegar sex umferðir voru eftir hætti Gunnlaugur með liðið sem var komið með annan fótinn niður í Inkasso-deildina. Jón Þór tók við og stýrði Skagamönnum út tímabilið. Leikur liðsins batnaði og ÍA tapaði aðeins einum af þessum sex leikjum. Það dugði þó ekki til að halda sætinu í Pepsi-deildinni.Jón Þór segir að hann hafi viljað taka við ÍA á sínum tíma.vísir/vilhelmVildi þjálfa ÍA Þrátt fyrir fína spilamennsku ÍA í leikjunum undir stjórn Jóns Þórs var hann ekki ráðinn þjálfari liðsins til frambúðar. Hann vonaðist eftir því að fá starfið. „Klárt mál. Ég hafði þjálfað lengi uppi á Skaga og það kom aldrei neitt annað til greina en að taka við liðinu ef mér hefði boðist það. Ég taldi mig vera búinn að vinna gott starf og vissi á hverju liðið þurfti að halda,“ segir Jón Þór. ÍA vann Inkasso-deildina í sumar undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar og Jón Þór er viss um að góður endir á tímabilinu 2017 hafi hjálpað Skagaliðinu í sumar. „Ég held að árangurinn í þessum síðustu leikjum hafi komið liðinu til góða í ár. Við kláruðum tímabilið af krafti og héldum hreinu í þremur af síðustu fimm leikjunum sem er fáheyrt hjá botnliði. Við fundum ágætis holningu á liðinu sem ég er ekki í nokkrum vafa um að hafi komið því til góða á undirbúningstímabilinu og í sumar. Það var mikilvægt að klára tímabilið af krafti.“ Jón Þór segir að haustið 2017 hafi ekki verið margir möguleikar í stöðunni fyrir sig, fyrr en Stjarnan kom inn í myndina og bauð honum starf sem aðstoðarmaður Rúnars Páls Sigmundssonar. „Það tók langan tíma að klára þjálfararáðninguna hjá ÍA og þar af leiðandi voru nánast öll lið á Íslandi búin að ráða þjálfara. Það voru einhverjar þreifingar en svo kom Stjarnan upp og það var ekki nokkur spurning að stökkva á það. Og það reyndist mikið heillaskref. Það var mikið hungur og mikill vilji í leikmannahópnum,“ segir Jón Þór. Stjarnan var í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í sumar og varð bikarmeistari.Mótlætið styrkir Þótt Jón Þór hafi ekki mikla reynslu sem aðalþjálfari meistaraflokks óttast hann ekki að það hái honum í starfi landsliðsþjálfara. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég er með mikla reynslu af meistaraflokksþjálfun og hef komið að henni með alls konar hætti í um tíu ár. Ég hef verið svo lánsamur að starfa með toppþjálfurum og fengið stórt hlutverk hjá þeim. Auk þess hef ég komið að þjálfun í karla- og kvennaboltanum og upplifað bæði velgengni og mótlæti. Ég held að flestir séu sammála um að mótlætið styrki og maður læri mest í því,“ segir Jón Þór sem hljómar þarna dálítið eins og einn af lærifeðrum hans, Guðjón Þórðarson. Íslenska kvennalandsliðið hefur náð góðum árangri síðustu ár og Jón Þór segir að Ísland eigi að halda áfram að berjast um að komast á stærsta sviðið með bestu liðunum. „Íslenskur fótbolti er á þeim stað að við eigum að koma okkur í stöðu til að komast inn á stórmót. Fyrsta markmiðið er að berjast um það, ekki nokkur spurning. En núna ætla ég að kynnast hópnum og leikmönnunum. Ég vil ná því besta fram hjá þeim og hjálpa þeim að gera liðið betra,“ segir Jón Þór. „Leikmennirnir eru ekkert að fara að slaka á. Þær setja markið hátt og það er mikill metnaður til staðar. Maður hefur fundið fyrir því sem stuðningsmaður liðsins.“ Íslenska liðið hefur komist á þrjú Evrópumót í röð en á enn eftir að komast á heimsmeistaramót. „Við viljum verða fyrsta liðið til að spila í lokakeppni HM og til að það sé möguleiki þarf að bæta í alls staðar,“ segir Jón Þór.Vantar fleiri verkefni Yngri landslið Íslands kvennamegin, U-17 og U-19 ára, hafa náð góðum árangri á undanförnum misserum. Efniviðurinn er til staðar en stökkið upp í A-landsliðið er oft stórt. Ekkert U-21 árs landslið er starfrækt og því vantar oft verkefni fyrir leikmenn sem eru að banka á dyrnar í A-landsliðinu. „Það var mikill vilji hjá okkur til að vinna áfram í þeim málum,“ segir Jón Þór og á þá við U-23 ára eða B-landslið þar sem efnilegir leikmenn geta öðlast reynslu. „Það er þörf á því og við þurfum að fjölga verkefnum fyrir þessar stelpur. Stökkið úr yngri landsliðunum og upp í A-landsliðið er stórt.“ Síðustu ár hafa fjölmargir ungir leikmenn fengið tækifæri með meistaraflokki ÍA og Jón Þór telur að sú reynsla geti komið að góðum notum í starfi landsliðsþjálfara; að hjálpa ungum leikmönnum að taka skrefið úr því að vera efnilegir í að vera góðir, eins og í tilfelli Arnórs Sigurðssonar sem fór ungur frá ÍA til Norrköping í fyrra og er núna byrjaður að spila með rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. „Við þurfum að hjálpa þessum ungu leikmönnum að taka þetta skref. Við getum ekki beðið í 3-4 ár eftir að þær verði tilbúnar. Við þurfum að flýta fyrir því ferli,“ segir Jón Þór að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Sjá meira
Jón Þór Hauksson viðurkennir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar KSÍ hafði samband við hann og bauð honum að þjálfa kvennalandslið Íslands. „Ég get ekki annað sagt en að ég hafi komið af fjöllum þegar þetta kom upp. Ég var búinn að ákveða að taka annað ár sem aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni. Mér leið mjög vel þar og hlakkaði til að vinna fleiri titla með liðinu. Ég var ekkert að leita fyrir mér annars staðar,“ segir Jón Þór þegar blaðamaður Fréttablaðsins settist niður með honum á nýja vinnustaðnum, Laugardalsvelli, í vikunni. Þótt hann hafi verið ánægður í starfi hjá Stjörnunni var ekki hægt að segja nei þegar kallið frá KSÍ kom. „Þetta er áhugavert og spennandi starf og ég var ekki lengi að svara játandi þegar það bauðst,“ segir Jón Þór sem er fjórði Skagamaðurinn sem þjálfar A-landslið Íslands í fótbolta. Ríkharður Jónsson var sá fyrsti en hann stýrði karlalandsliðinu á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Ríkharður, sem lést í fyrra, var stjúpafi Jóns Þórs og hjá honum lærði hann málaraiðn. Jón Þór starfaði sem málari áður en hann hellti sér alfarið út í þjálfun. Steinn Helgason var annar Skagamaðurinn sem þjálfaði íslenskt A-landslið en hann stýrði kvennalandsliðinu árið 1992 ásamt Sigurði Hannessyni. Þá þjálfaði Guðjón Þórðarson karlalandsliðið með frábærum árangri á árunum 1997-99. Guðjón er einmitt maðurinn sem gaf Jóni Þór fyrsta tækifærið í þjálfun.Vantaði bringuhár í klefann „Þegar Gaui tók við ÍA 2007 var mikið um meiðsli um veturinn. Bjarni, sonur hans, heyrði í mér og þeir fengu mig til að byrja að æfa aftur. Gaui tók mig ungan inn í meistaraflokk á sínum tíma og mundi eftir mér. Árið 2007 var Skagaliðið mjög ungt og ég var fenginn á æfingar því það vantaði aðeins upp á bringuhárin í klefanum. Ég samþykkti það með því skilyrði að ég fengi að læra af Gaua og þetta var hálfgert þjálfaranámskeið fyrir mig,“ sagði Jón Þór um hvernig fyrstu skrefin í þjálfun voru. Hann segir að leikmannsferillinn hafi ekki farið eins og hann átti að fara. Jón Þór, sem er fæddur 1978, þótti lofa góðu sem leikmaður, lék átta leiki fyrir U-17 ára landsliðið og kom ungur inn í ógnarsterkt lið ÍA á 10. áratugnum. En meiðsli settu strik í reikninginn.Sárkvalinn eftir mislukkaða axlaraðgerð „Ég þótt ágætlega efnilegur leikmaður en varð svo fyrir meiðslum í 2. og 3. flokki. Ég fór hér og þar úr lið og endaði eins og biluð strengjabrúða. Þegar ég var tvítugur fór ég í aðgerð á öxl sem mistókst og var alltaf að drepast eftir það. Ég var alltaf sárkvalinn eftir aðgerðina. Maður er alinn upp við það að vera ekki að kveinka sér og berjast áfram. Sjö árum síðar kom í ljós að mistök höfðu verið gerð í aðgerðinni. Stykki var skilið eftir og það sargaði bæði bein og brjósk,“ segir Jón Þór og bætir við að þetta hafi haft áhrif á daglegt líf. Hann hafi til að mynda átt það til að missa kaffibolla úr hendinni upp úr þurru. „Svo var stykkið fjarlægt og ég hef ekki fundið til síðan. En þetta hafði veruleg áhrif á fótboltaferilinn og þess vegna byrjaði ég að undirbúa þjálfaraferilinn fyrr en flestir.“ Jón Þór þjálfaði hjá ÍA í áratug, var meðal annars yfirþjálfari yngri flokka og á stóran þátt í þeim uppgangi sem hefur orðið í fótboltanum á Akranesi á undanförnum árum. Frá 2014-17 var Jón Þór aðstoðarmaður Gunnlaugs Jónssonar með karlalið ÍA. Skagamenn unnu sér sæti í Pepsi-deildinni á fyrsta tímabili þeirra við stjórnvölinn og héldu sér þægilega uppi 2015 og 2016. Tímabilið 2017 gekk Skagamönnum hins vegar flest í mót og þegar sex umferðir voru eftir hætti Gunnlaugur með liðið sem var komið með annan fótinn niður í Inkasso-deildina. Jón Þór tók við og stýrði Skagamönnum út tímabilið. Leikur liðsins batnaði og ÍA tapaði aðeins einum af þessum sex leikjum. Það dugði þó ekki til að halda sætinu í Pepsi-deildinni.Jón Þór segir að hann hafi viljað taka við ÍA á sínum tíma.vísir/vilhelmVildi þjálfa ÍA Þrátt fyrir fína spilamennsku ÍA í leikjunum undir stjórn Jóns Þórs var hann ekki ráðinn þjálfari liðsins til frambúðar. Hann vonaðist eftir því að fá starfið. „Klárt mál. Ég hafði þjálfað lengi uppi á Skaga og það kom aldrei neitt annað til greina en að taka við liðinu ef mér hefði boðist það. Ég taldi mig vera búinn að vinna gott starf og vissi á hverju liðið þurfti að halda,“ segir Jón Þór. ÍA vann Inkasso-deildina í sumar undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar og Jón Þór er viss um að góður endir á tímabilinu 2017 hafi hjálpað Skagaliðinu í sumar. „Ég held að árangurinn í þessum síðustu leikjum hafi komið liðinu til góða í ár. Við kláruðum tímabilið af krafti og héldum hreinu í þremur af síðustu fimm leikjunum sem er fáheyrt hjá botnliði. Við fundum ágætis holningu á liðinu sem ég er ekki í nokkrum vafa um að hafi komið því til góða á undirbúningstímabilinu og í sumar. Það var mikilvægt að klára tímabilið af krafti.“ Jón Þór segir að haustið 2017 hafi ekki verið margir möguleikar í stöðunni fyrir sig, fyrr en Stjarnan kom inn í myndina og bauð honum starf sem aðstoðarmaður Rúnars Páls Sigmundssonar. „Það tók langan tíma að klára þjálfararáðninguna hjá ÍA og þar af leiðandi voru nánast öll lið á Íslandi búin að ráða þjálfara. Það voru einhverjar þreifingar en svo kom Stjarnan upp og það var ekki nokkur spurning að stökkva á það. Og það reyndist mikið heillaskref. Það var mikið hungur og mikill vilji í leikmannahópnum,“ segir Jón Þór. Stjarnan var í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í sumar og varð bikarmeistari.Mótlætið styrkir Þótt Jón Þór hafi ekki mikla reynslu sem aðalþjálfari meistaraflokks óttast hann ekki að það hái honum í starfi landsliðsþjálfara. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég er með mikla reynslu af meistaraflokksþjálfun og hef komið að henni með alls konar hætti í um tíu ár. Ég hef verið svo lánsamur að starfa með toppþjálfurum og fengið stórt hlutverk hjá þeim. Auk þess hef ég komið að þjálfun í karla- og kvennaboltanum og upplifað bæði velgengni og mótlæti. Ég held að flestir séu sammála um að mótlætið styrki og maður læri mest í því,“ segir Jón Þór sem hljómar þarna dálítið eins og einn af lærifeðrum hans, Guðjón Þórðarson. Íslenska kvennalandsliðið hefur náð góðum árangri síðustu ár og Jón Þór segir að Ísland eigi að halda áfram að berjast um að komast á stærsta sviðið með bestu liðunum. „Íslenskur fótbolti er á þeim stað að við eigum að koma okkur í stöðu til að komast inn á stórmót. Fyrsta markmiðið er að berjast um það, ekki nokkur spurning. En núna ætla ég að kynnast hópnum og leikmönnunum. Ég vil ná því besta fram hjá þeim og hjálpa þeim að gera liðið betra,“ segir Jón Þór. „Leikmennirnir eru ekkert að fara að slaka á. Þær setja markið hátt og það er mikill metnaður til staðar. Maður hefur fundið fyrir því sem stuðningsmaður liðsins.“ Íslenska liðið hefur komist á þrjú Evrópumót í röð en á enn eftir að komast á heimsmeistaramót. „Við viljum verða fyrsta liðið til að spila í lokakeppni HM og til að það sé möguleiki þarf að bæta í alls staðar,“ segir Jón Þór.Vantar fleiri verkefni Yngri landslið Íslands kvennamegin, U-17 og U-19 ára, hafa náð góðum árangri á undanförnum misserum. Efniviðurinn er til staðar en stökkið upp í A-landsliðið er oft stórt. Ekkert U-21 árs landslið er starfrækt og því vantar oft verkefni fyrir leikmenn sem eru að banka á dyrnar í A-landsliðinu. „Það var mikill vilji hjá okkur til að vinna áfram í þeim málum,“ segir Jón Þór og á þá við U-23 ára eða B-landslið þar sem efnilegir leikmenn geta öðlast reynslu. „Það er þörf á því og við þurfum að fjölga verkefnum fyrir þessar stelpur. Stökkið úr yngri landsliðunum og upp í A-landsliðið er stórt.“ Síðustu ár hafa fjölmargir ungir leikmenn fengið tækifæri með meistaraflokki ÍA og Jón Þór telur að sú reynsla geti komið að góðum notum í starfi landsliðsþjálfara; að hjálpa ungum leikmönnum að taka skrefið úr því að vera efnilegir í að vera góðir, eins og í tilfelli Arnórs Sigurðssonar sem fór ungur frá ÍA til Norrköping í fyrra og er núna byrjaður að spila með rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. „Við þurfum að hjálpa þessum ungu leikmönnum að taka þetta skref. Við getum ekki beðið í 3-4 ár eftir að þær verði tilbúnar. Við þurfum að flýta fyrir því ferli,“ segir Jón Þór að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti