Taka fyrir að Björt framtíð sé að líða undir lok Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 25. apríl 2018 21:13 Björt framtíð býður hvergi fram ein undir eigin merkjum í komandi sveitastjórnarkosningum en bæjarfulltrúar sameinast öðrum flokkum víða um land. Formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn þó enn starfandi og að möguleiki á endurkomu sé fyrir hendi. Eins og kunnugt er mun Björt framtíð ekki bjóða fram lista í Reykjavík. Björt framtíð mun eingöngu bjóða fram í Kópavogi í næstu sveitarstjórnarkosningum og það sameiginlegan lista með Viðreisn. Sama hugmynd var uppi á teningnum í Hafnarfirði en að lokum ákvað Björt framtíð að draga sig úr slíku samstarfi. Ýmsir bæjarfulltrúar úr Bjartri framtíð munu þó gefa kost á sér undir merkjum annarra flokka. Til að mynda Garðabæjarlistanum, Frjálsu afli í Reykjanesbæ, lista óháðra í Hveragerði og L-listanum á Akureyri. Flokkurinn mun ekki bjóða fram á Akranesi þar sem einn bæjarfulltrúi hefur verið í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, en gefur ekki kost á sér á ný. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar á Akranesisegir ekki hafa verið grundvöll fyrir framboði enda margir úr hópnum fluttir úr bænum.Er flokkurinn hættur að starfa hér á Akranesi?„Það er ekki búið að gefa út dánarvottorð ennþá og flokkurinn verður til áfram. Vaknar vonandi úr dvala.“Hefurðu áhyggjur af stöðu BF á landsvísu?„Já, svolítið. Verð að játa það. Það er samt kjarni sem er ennþá með eldmóðinn og hugsjónirnar sem lagt var með upp í upphafi og ég hef fulla trú á því að þau haldi áfram en það er spurning hvort Björt framtíð sem stjórnmálaafl komi til með að starfa eða hvort þetta fólk komi sínum verkum á framfæri á öðrum vettvangi.“ Í samtali við fréttastofu tók Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, alveg fyrir að flokkurinn væri að líða undir lok. Hún viðurkenndi að flokkurinn hafi sannarlega verið sterkari, en að enn sé starfandi stjórn og framboð í framtíðinni séu ekki útilokuð. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Björt framtíð býður hvergi fram ein undir eigin merkjum í komandi sveitastjórnarkosningum en bæjarfulltrúar sameinast öðrum flokkum víða um land. Formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn þó enn starfandi og að möguleiki á endurkomu sé fyrir hendi. Eins og kunnugt er mun Björt framtíð ekki bjóða fram lista í Reykjavík. Björt framtíð mun eingöngu bjóða fram í Kópavogi í næstu sveitarstjórnarkosningum og það sameiginlegan lista með Viðreisn. Sama hugmynd var uppi á teningnum í Hafnarfirði en að lokum ákvað Björt framtíð að draga sig úr slíku samstarfi. Ýmsir bæjarfulltrúar úr Bjartri framtíð munu þó gefa kost á sér undir merkjum annarra flokka. Til að mynda Garðabæjarlistanum, Frjálsu afli í Reykjanesbæ, lista óháðra í Hveragerði og L-listanum á Akureyri. Flokkurinn mun ekki bjóða fram á Akranesi þar sem einn bæjarfulltrúi hefur verið í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, en gefur ekki kost á sér á ný. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar á Akranesisegir ekki hafa verið grundvöll fyrir framboði enda margir úr hópnum fluttir úr bænum.Er flokkurinn hættur að starfa hér á Akranesi?„Það er ekki búið að gefa út dánarvottorð ennþá og flokkurinn verður til áfram. Vaknar vonandi úr dvala.“Hefurðu áhyggjur af stöðu BF á landsvísu?„Já, svolítið. Verð að játa það. Það er samt kjarni sem er ennþá með eldmóðinn og hugsjónirnar sem lagt var með upp í upphafi og ég hef fulla trú á því að þau haldi áfram en það er spurning hvort Björt framtíð sem stjórnmálaafl komi til með að starfa eða hvort þetta fólk komi sínum verkum á framfæri á öðrum vettvangi.“ Í samtali við fréttastofu tók Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, alveg fyrir að flokkurinn væri að líða undir lok. Hún viðurkenndi að flokkurinn hafi sannarlega verið sterkari, en að enn sé starfandi stjórn og framboð í framtíðinni séu ekki útilokuð.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira