Kynna drög að samningi fyrir ljósmæðrum í kvöld Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 25. apríl 2018 20:04 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún bindi miklar vonir við að lausn finnist á allra næstu sólarhringum. Vísir/Getty Drög að samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu liggja nú fyrir. Samningurinn snýr að fyrirkomulagi þjónustunnar en ljósmæður sem sinnt hafa mæðrum og nýburum í heimaþjónustu í verktöku samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands, lögðu niður störf á mánudaginn þar sem samningur þeirra hefur ekki verið endurnýjaður. „Við vorum á löngum fundi í dag með Sjúkratryggingum Íslands. Það var ákveðinn rammi sem ráðuneytið hafði sett og við vorum í rauninni bara að vinna út frá því og finna lausn,“ segir Arney Þórarinsdóttir ljósmóðir og framkvæmdastjóri Bjarkarinnar í samtali við Vísi í kvöld. Hugmyndin verður lögð fyrir ljósmæður sem sinna heimaþjónustu núna í kvöld og kannað verður hvort þetta sé eitthvað sem þær geti fallist á. Þær sem komast ekki á fundinn geta skoðað tillöguna rafrænt. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá veit ég ekki við hverju á að búast í kvöld. Þetta er ekkert alveg það sem við vildum sjá þannig að það á eftir að koma í ljós. En við eyddum góðum tíma í að hagræða innan samningsins og reyna að finna mögulega ásættanlega lausn.“Málið þolir enga bið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún bindi miklar vonir við að lausn finnist á allra næstu sólarhringum. Hún segir málið enga bið þola en áhrifanna er þegar farið að gæta á sængurlegudeildum og veldur áhyggjum meðal foreldra. „Samkvæmt mínum sérfræðingum í ráðuneytinu þá hefur verið haldinn fundur með Sjúkratryggingum Íslands þar sem hafa verið skoðaðir fleiri valkostir heldur en þeir sem við fengum í minnisblaði í mars frá Sjúkratryggingum sem var í raun og veru valkostur sem að hvorki Landspítalinn néSjúkrahúsið á Akureyri taldi aðgengilegt,“ segir Svandís. Á meðan lausn er ekki í sjónmáli fyllast sængurlegudeildir hratt. Á fæðingardeildinni á Akureyri er pláss fyrir 13 sængurkonur í einu, á Akranesi er pláss fyrir fjórar til fimm og á Selfossi fyrir tvær til þrjár. Á þessum stöðum þurfa konur að liggja lengur inni á deild en nauðsynlegt væri undir eðlilegum kringumstæðum. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra.Vísir/eyþórSama vandamál er einnig uppi á Landspítalanum en þar er staðan þó að mörgu leyti erfiðari. Þar er pláss fyrir 24 sængurkonur í einu en vísa hefur þurft mæðrum og börnum sem heilsast hvað best, heim af deildinni, svo pláss sé fyrir þá sem á mestri þjónustu þurfa að halda. „Þetta er mál sem að þolir enga bið þannig að ég vonast til þess að fá botn í það á allra næstu sólarhringum.“ Samningurinn við Sjúkratryggingar sem um ræðir er ótengdur yfirstandandi kjarabaráttu ljósmæðra við ríkið en næsti samningafundur í þeirri deilu verður í fyrramálið. „Við vitum það að harður hnútur getur losnað skyndilega ef það gerist eitthvað nýtt eða einhver hugsar út fyrir boxið eða eitthvað gerist, þannig að ég vona það auðvitað að með hverjum fundi að það komi eitthvað gott út úr honum,“ segir Svandís.“Vona að þetta leysist sem fyrst Samþykki heimaþjónustuljósmæður þessi drög sem lögð verða fyrir þær í kvöld, munu Sjúkratryggingar Íslands væntanlega bera málið undir ráðuneytisið. Niðurstaða gæti því hugsanlega legið fyrir á morgun. „Það er undirskrift ráðherra sem gildir,“ segir Arney. „Við vonum að ef þetta er eitthvað sem ljósmæður geta fallist á þá bregðist ráðherra hratt við og skrifi undir þannig að við getum aftur farið að sinna heimaþjónustunni, þetta fari allt aftur í rétt horf. Þetta hefur verið mjög leiðinlegt og óþægilegt. Ég held að við getum öll verið sammála um að við vonum að þetta leysist sem fyrst en við viljum líka að allir geti verið sáttir.“ Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Drög að samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu liggja nú fyrir. Samningurinn snýr að fyrirkomulagi þjónustunnar en ljósmæður sem sinnt hafa mæðrum og nýburum í heimaþjónustu í verktöku samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands, lögðu niður störf á mánudaginn þar sem samningur þeirra hefur ekki verið endurnýjaður. „Við vorum á löngum fundi í dag með Sjúkratryggingum Íslands. Það var ákveðinn rammi sem ráðuneytið hafði sett og við vorum í rauninni bara að vinna út frá því og finna lausn,“ segir Arney Þórarinsdóttir ljósmóðir og framkvæmdastjóri Bjarkarinnar í samtali við Vísi í kvöld. Hugmyndin verður lögð fyrir ljósmæður sem sinna heimaþjónustu núna í kvöld og kannað verður hvort þetta sé eitthvað sem þær geti fallist á. Þær sem komast ekki á fundinn geta skoðað tillöguna rafrænt. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá veit ég ekki við hverju á að búast í kvöld. Þetta er ekkert alveg það sem við vildum sjá þannig að það á eftir að koma í ljós. En við eyddum góðum tíma í að hagræða innan samningsins og reyna að finna mögulega ásættanlega lausn.“Málið þolir enga bið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún bindi miklar vonir við að lausn finnist á allra næstu sólarhringum. Hún segir málið enga bið þola en áhrifanna er þegar farið að gæta á sængurlegudeildum og veldur áhyggjum meðal foreldra. „Samkvæmt mínum sérfræðingum í ráðuneytinu þá hefur verið haldinn fundur með Sjúkratryggingum Íslands þar sem hafa verið skoðaðir fleiri valkostir heldur en þeir sem við fengum í minnisblaði í mars frá Sjúkratryggingum sem var í raun og veru valkostur sem að hvorki Landspítalinn néSjúkrahúsið á Akureyri taldi aðgengilegt,“ segir Svandís. Á meðan lausn er ekki í sjónmáli fyllast sængurlegudeildir hratt. Á fæðingardeildinni á Akureyri er pláss fyrir 13 sængurkonur í einu, á Akranesi er pláss fyrir fjórar til fimm og á Selfossi fyrir tvær til þrjár. Á þessum stöðum þurfa konur að liggja lengur inni á deild en nauðsynlegt væri undir eðlilegum kringumstæðum. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra.Vísir/eyþórSama vandamál er einnig uppi á Landspítalanum en þar er staðan þó að mörgu leyti erfiðari. Þar er pláss fyrir 24 sængurkonur í einu en vísa hefur þurft mæðrum og börnum sem heilsast hvað best, heim af deildinni, svo pláss sé fyrir þá sem á mestri þjónustu þurfa að halda. „Þetta er mál sem að þolir enga bið þannig að ég vonast til þess að fá botn í það á allra næstu sólarhringum.“ Samningurinn við Sjúkratryggingar sem um ræðir er ótengdur yfirstandandi kjarabaráttu ljósmæðra við ríkið en næsti samningafundur í þeirri deilu verður í fyrramálið. „Við vitum það að harður hnútur getur losnað skyndilega ef það gerist eitthvað nýtt eða einhver hugsar út fyrir boxið eða eitthvað gerist, þannig að ég vona það auðvitað að með hverjum fundi að það komi eitthvað gott út úr honum,“ segir Svandís.“Vona að þetta leysist sem fyrst Samþykki heimaþjónustuljósmæður þessi drög sem lögð verða fyrir þær í kvöld, munu Sjúkratryggingar Íslands væntanlega bera málið undir ráðuneytisið. Niðurstaða gæti því hugsanlega legið fyrir á morgun. „Það er undirskrift ráðherra sem gildir,“ segir Arney. „Við vonum að ef þetta er eitthvað sem ljósmæður geta fallist á þá bregðist ráðherra hratt við og skrifi undir þannig að við getum aftur farið að sinna heimaþjónustunni, þetta fari allt aftur í rétt horf. Þetta hefur verið mjög leiðinlegt og óþægilegt. Ég held að við getum öll verið sammála um að við vonum að þetta leysist sem fyrst en við viljum líka að allir geti verið sáttir.“
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira