Sindri fer sjálfviljugur til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2018 11:05 Michiel Kuyp, til vinstri, er skipaður verjandi Sindra í Hollandi. Sindri Þór Stefánsson lagðist ekki gegn því að verða framseldur frá Hollandi til Íslands. Þetta segir skipaður verjandi Sindra í Amsterdam í samtali við Vísi. Sindri var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Amsterdam fyrr í morgun þar sem hann var úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald. Hann var spurður út í afstöðu sína til framsals til Íslands en Michiel Kuyp, skipaður verjandi Sindra, segir í samtali við Vísi að Sindri hefði lýst því yfir að hann vildi fara aftur til Íslands. „Hann sagði við dómarann að hann hefði verið frjáls til að fara hvert sem hann vildi þegar hann yfirgaf Ísland. Lögreglan á Íslandi hefði sagt honum að hann mætti ekki fara en það lá ekki fyrir úrskurður dómara um að halda honum lengur. Hann sagðist ekki hafa flúið og ekki reynt að fela sig. Sindri sagðist hafa viljað segja frá því hvað lögreglan gerði honum, þess vegna fór hann til Hollands. Hann sagði að nú þegar hann hefur sagt sína hlið þá sé hann reiðubúinn að snúa aftur til Íslands,“ segir Kuyp. Hann segir að saksóknari í Hollandi muni sjá Sindra fyrir flugi til Íslands og að það megi búast við því að Sindri verði kominn aftur til Íslands innan tuttugu daga. „Hann gerir það algjörlega sjálfviljugur,“ segir Kuyp. Hann sagði Sindra sem stendur í haldi í dómhúsinu en hann muni síðar að öllum líkindum fara í fangelsið í Zaandam, skammt frá Amsterdam. Sindri Þór strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn og flaug samdægurs til Stokkhólms í Svíþjóð. Hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að vegfarandi hafði látið lögreglu vita af honum. Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi á Íslandi frá því febrúar vegna gruns um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði sem var notaður til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson lagðist ekki gegn því að verða framseldur frá Hollandi til Íslands. Þetta segir skipaður verjandi Sindra í Amsterdam í samtali við Vísi. Sindri var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Amsterdam fyrr í morgun þar sem hann var úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald. Hann var spurður út í afstöðu sína til framsals til Íslands en Michiel Kuyp, skipaður verjandi Sindra, segir í samtali við Vísi að Sindri hefði lýst því yfir að hann vildi fara aftur til Íslands. „Hann sagði við dómarann að hann hefði verið frjáls til að fara hvert sem hann vildi þegar hann yfirgaf Ísland. Lögreglan á Íslandi hefði sagt honum að hann mætti ekki fara en það lá ekki fyrir úrskurður dómara um að halda honum lengur. Hann sagðist ekki hafa flúið og ekki reynt að fela sig. Sindri sagðist hafa viljað segja frá því hvað lögreglan gerði honum, þess vegna fór hann til Hollands. Hann sagði að nú þegar hann hefur sagt sína hlið þá sé hann reiðubúinn að snúa aftur til Íslands,“ segir Kuyp. Hann segir að saksóknari í Hollandi muni sjá Sindra fyrir flugi til Íslands og að það megi búast við því að Sindri verði kominn aftur til Íslands innan tuttugu daga. „Hann gerir það algjörlega sjálfviljugur,“ segir Kuyp. Hann sagði Sindra sem stendur í haldi í dómhúsinu en hann muni síðar að öllum líkindum fara í fangelsið í Zaandam, skammt frá Amsterdam. Sindri Þór strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn og flaug samdægurs til Stokkhólms í Svíþjóð. Hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að vegfarandi hafði látið lögreglu vita af honum. Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi á Íslandi frá því febrúar vegna gruns um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði sem var notaður til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26