Sunneva um kjaftasögurnar: „Ég fékk eiginlega bara nóg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. apríl 2018 11:15 Sunneva segist hafa fengið nóg eftir að fjölskyldumeðlimir hennar hafi byrjað að spyrjast fyrir út í meint samband hennar og Eiðs Smára. „Þetta byrjaði að byggjast hratt upp í fyrra. Maður þarf bara að vera dugleg og leggja mikla vinnu í Instagramið,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir sem hitti söng- og leikkonuna Jennifer Lopez í Las Vegas um helgina. Hún var í viðtali við þá Brennslubræður á FM 957 í morgun. Sunneva fór út á vegum Inglot á Íslandi, að kynna sér förðunarlínu fyrirtækisins sem unnin var í samstarfi við Lopez. Var um að ræða viðburð fyrir áhrifavalda frá mörgum löndum. Sunneva er með tæplega þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram. „Hjá mér einblíni ég mest á tísku, ferðalög og heilbrigðan lífstíl. Ég sýni mikið um heilbrigðan lífstíl og uppskriftir á Snapchat en nota Instagram meira í tískuna og lookið.“ Sunneva segir að Jennifer Lopez hafi tekið lagið Jenny from the Block persónulega fyrir sig úti í Las Vegas. „Ég fór út á vegum Inglot þar sem hún J-Lo er að gera nýja línu. Það fengu tíu lönd að senda áhrifavalda út til Las Vegas að hitta J-Lo og fagna með henni nýju förðunarlínunni sinni,“ segir Sunneva sem trúir því varla ennþá að hún hafi fengið að hitta Jennifer Lopez. „Það er í raun draumur allra áhrifavalda að fá að fara í svona brandtrip eins og þetta er kallað, og fá líka að hitta J-Lo í leiðinni er frábært. Ég var ekki að trúa þessu allan tímann. Við töluðum um nýju línuna og ég hrósaði henni fyrir hana. Henni fannst mjög magnað að vera frá Íslandi. Hún vissi af mér, teymið hennar þurfti að samþykkja mig til að ég mætti fara út. Við vorum mjög fá sem fengum að fara í eftirpartý inni í búningsherbergi hennar.“Sunneva er með tæplega þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram.Sunneva segir að almenningur sé ekkert svo mikið að áreita hana og er hún þakklát fyrir það. „En það kemur auðvitað eitthvað fyrir. Þetta er eitthvað svo nýr markaður hér á Íslandi og Íslendingar eru ekki alveg að skilja hvernig þetta virkar. Það fer eflaust í taugarnar á mörgum að við séum bara á samfélagsmiðlum í raun bara að gera það.“ Hún segir að venjulegur dagur í lífið hennar lífi sé í raun frekar hefðbundinn. „Ég lifi bara venjulegu lífi og tek þetta með inn á milli. Þetta er ekkert öðruvísi líf. Nema þegar ég fór út til Vegas, það var bara draumur.“ Sunneva sagði frá því á Snapchat í fyrra að hún hafi komið fyrir í mörgum slúðursögum í samfélaginu. „Það er mjög leiðinlegt að lenda í svoleiðis. T.d. var talað um að ég hafi verið með Eiði Smára. Þar er bara full on kjaftæði. Þetta er bara svo skrýtið. Að fólk hafi í raun tíma til að búa til eitthvað svona kjaftæði. Þetta er ógeðslega leiðinlegt, sérstaklega þegar fjölskyldan manns er farin að spyrja mann út í þetta. Ég fékk eiginlega bara nóg og ákvað því að tala um þetta á Snapchat. Mér leið mun betur eftir það, og fékk mjög mikinn stuðning eftir á.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Sunnevu. Tengdar fréttir Sunneva Einarsdóttir skemmti sér vel með Jennifer Lopez „Ég kemst ekki yfir það hvað hún er fullkomin,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir. 23. apríl 2018 19:36 Erum allar gullfallegar Sunneva Eir Einarsdóttir er meðal snoppufríðustu glæsikvenda landsins, með tugþúsundir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hún segir lífið vera betra þegar stelpur standi saman. ?2 24. febrúar 2018 09:00 „Þær sem hafa verið einhleypar lengst ættu að hafa forgang inn á svona lista“ Manúela var ekki á lista Vísis yfir heitustu einhleypu konur landsins. 17. janúar 2018 13:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Þetta byrjaði að byggjast hratt upp í fyrra. Maður þarf bara að vera dugleg og leggja mikla vinnu í Instagramið,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir sem hitti söng- og leikkonuna Jennifer Lopez í Las Vegas um helgina. Hún var í viðtali við þá Brennslubræður á FM 957 í morgun. Sunneva fór út á vegum Inglot á Íslandi, að kynna sér förðunarlínu fyrirtækisins sem unnin var í samstarfi við Lopez. Var um að ræða viðburð fyrir áhrifavalda frá mörgum löndum. Sunneva er með tæplega þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram. „Hjá mér einblíni ég mest á tísku, ferðalög og heilbrigðan lífstíl. Ég sýni mikið um heilbrigðan lífstíl og uppskriftir á Snapchat en nota Instagram meira í tískuna og lookið.“ Sunneva segir að Jennifer Lopez hafi tekið lagið Jenny from the Block persónulega fyrir sig úti í Las Vegas. „Ég fór út á vegum Inglot þar sem hún J-Lo er að gera nýja línu. Það fengu tíu lönd að senda áhrifavalda út til Las Vegas að hitta J-Lo og fagna með henni nýju förðunarlínunni sinni,“ segir Sunneva sem trúir því varla ennþá að hún hafi fengið að hitta Jennifer Lopez. „Það er í raun draumur allra áhrifavalda að fá að fara í svona brandtrip eins og þetta er kallað, og fá líka að hitta J-Lo í leiðinni er frábært. Ég var ekki að trúa þessu allan tímann. Við töluðum um nýju línuna og ég hrósaði henni fyrir hana. Henni fannst mjög magnað að vera frá Íslandi. Hún vissi af mér, teymið hennar þurfti að samþykkja mig til að ég mætti fara út. Við vorum mjög fá sem fengum að fara í eftirpartý inni í búningsherbergi hennar.“Sunneva er með tæplega þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram.Sunneva segir að almenningur sé ekkert svo mikið að áreita hana og er hún þakklát fyrir það. „En það kemur auðvitað eitthvað fyrir. Þetta er eitthvað svo nýr markaður hér á Íslandi og Íslendingar eru ekki alveg að skilja hvernig þetta virkar. Það fer eflaust í taugarnar á mörgum að við séum bara á samfélagsmiðlum í raun bara að gera það.“ Hún segir að venjulegur dagur í lífið hennar lífi sé í raun frekar hefðbundinn. „Ég lifi bara venjulegu lífi og tek þetta með inn á milli. Þetta er ekkert öðruvísi líf. Nema þegar ég fór út til Vegas, það var bara draumur.“ Sunneva sagði frá því á Snapchat í fyrra að hún hafi komið fyrir í mörgum slúðursögum í samfélaginu. „Það er mjög leiðinlegt að lenda í svoleiðis. T.d. var talað um að ég hafi verið með Eiði Smára. Þar er bara full on kjaftæði. Þetta er bara svo skrýtið. Að fólk hafi í raun tíma til að búa til eitthvað svona kjaftæði. Þetta er ógeðslega leiðinlegt, sérstaklega þegar fjölskyldan manns er farin að spyrja mann út í þetta. Ég fékk eiginlega bara nóg og ákvað því að tala um þetta á Snapchat. Mér leið mun betur eftir það, og fékk mjög mikinn stuðning eftir á.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Sunnevu.
Tengdar fréttir Sunneva Einarsdóttir skemmti sér vel með Jennifer Lopez „Ég kemst ekki yfir það hvað hún er fullkomin,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir. 23. apríl 2018 19:36 Erum allar gullfallegar Sunneva Eir Einarsdóttir er meðal snoppufríðustu glæsikvenda landsins, með tugþúsundir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hún segir lífið vera betra þegar stelpur standi saman. ?2 24. febrúar 2018 09:00 „Þær sem hafa verið einhleypar lengst ættu að hafa forgang inn á svona lista“ Manúela var ekki á lista Vísis yfir heitustu einhleypu konur landsins. 17. janúar 2018 13:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Sunneva Einarsdóttir skemmti sér vel með Jennifer Lopez „Ég kemst ekki yfir það hvað hún er fullkomin,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir. 23. apríl 2018 19:36
Erum allar gullfallegar Sunneva Eir Einarsdóttir er meðal snoppufríðustu glæsikvenda landsins, með tugþúsundir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hún segir lífið vera betra þegar stelpur standi saman. ?2 24. febrúar 2018 09:00
„Þær sem hafa verið einhleypar lengst ættu að hafa forgang inn á svona lista“ Manúela var ekki á lista Vísis yfir heitustu einhleypu konur landsins. 17. janúar 2018 13:30