MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. apríl 2018 06:00 Forsvarsmenn Kauphallarinnar hafa frá losun hafta unnið að því að gera íslenska markaðinn gjaldgengan í erlendar vísitölur. VÍSIR/ANTON BRINK MSCI, eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, hefur til skoðunar að gera hlutabréf félaga, sem skráð eru á íslenska hlutabréfamarkaðinum, gjaldgeng í vísitölur fyrirtækisins. Frekari tíðinda er að vænta frá fyrirtækinu í júní í sumar að sögn Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. Fulltrúar fyrirtækisins, sem heldur meðal annars utan um hina frægu MSCI-heimsvísitölu sem byggist á helstu hlutabréfavísitölum í kauphöllum heimsins, munu koma hingað til lands í næsta mánuði og funda meðal annars með forsvarsmönnum Fossa markaða, samkvæmt heimildum Markaðarins, en Fossar hafa verið umsvifamestir hérlendra verðbréfafyrirtækja þegar kemur að milligöngu um fjárfestingar erlendra fjárfesta í íslenskum félögum. Þá hafa fulltrúar MSCI auk þess rætt við þá erlendu hlutabréfasjóði sem hafa gert sig gildandi á innlendum hlutabréfamarkaði á undanförnum misserum. Páll segir að Kauphöllin hafi haft samband við fulltrúa MSCI og vísitölufyrirtækisins FTSE Russel í kjölfar þess að gjaldeyrishöftunum var aflétt í mars á síðasta ári. Síðarnefnda fyrirtækið hefur þegar tekið íslenska hlutabréfamarkaðinn á athugunarlista sinn og gerir Páll sér vonir um að bréf á íslenska markaðinum verði gjaldgeng í vísitölur FTSE í haust. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar„Fulltrúar MSCI eru að viða að sér gögnum um markaðinn auk þess sem við höfum sent þeim fjölda gagna. Þetta tekur eðli málsins samkvæmt talsverðan tíma en samkvæmt minni bestu vitneskju er einhverra tíðinda að vænta frá fyrirtækinu í júní,“ segir Páll. Óvíst sé þó á þessari stundu hvaða tíðindi það verða. „Við höfum reiknað með því að fyrsta skrefið felist í því að MSCI taki okkur á athugunarlista, líkt og FTSE gerði, án þess þó að við höfum fengið það staðfest. Það kemur í ljós í júní,“ útskýrir Páll. „Þetta er í það minnsta mjög spennandi tækifæri og gæti breytt miklu.“ MSCI heldur úti fjölmörgum vísitölum um allan heim en ekki liggur fyrir inn í hvaða vísitölur íslensk hlutabréf munu komast. Greint var frá því í ViðskiptaMogganum síðasta haust að FTSE Russel hefði tekið íslenska hlutabréfamarkaðinn á athugunarlista sinn. Páll segir að fyrirtækið hafi tilkynnt í mars síðastliðnum að markaðurinn færi, að öðru óbreyttu, inn í vísitölumengi FTSE í september á þessu ári. „Við getum því sagt að þetta sé allt á góðri leið,“ nefnir hann.Leggur mat á markaðinn Á meðan íslenski hlutabréfamarkaðurinn er á svonefndum athugunarlista FTSE leggur fyrirtækið mat á ýmsa þætti hans. Markaðurinn er meðal annars skoðaður með hliðsjón af stærð, virkni viðskipta og eftirliti með honum. Alls er litið til meira en tuttugu mælikvarða. „Það er gott og lærdómsríkt fyrir okkur að fara í gegnum þetta ferli,“ segir Páll. „Fyrir utan þau góðu áhrif sem þetta hefur á markaðinn er þetta jafnframt góður leiðarvísir fyrir stjórnvöld. Þau geta þannig séð hvers konar umhverfi þarf að skapa fyrir fyrsta flokks hlutabréfamarkað. Að því leytinu til er þessi vinna gagnleg.“ Til þess að teljast „fyrsta flokks hlutabréfamarkaður“ að mati FTSE þarf íslenski markaðurinn að uppfylla fjölmörg skilyrði. Meðal annars þarf virkur verðbréfalánamarkaður að vera fyrir hendi en sú er ekki raunin hér á landi. Forsvarsmenn Kauphallarinnar hafa um langt skeið bent á að vanþróaður markaður með verðbréfalán, þá sér í lagi hlutabréfalán, standi íslenskum verðbréfamarkaði fyrir þrifum. Í skýrslu Kauphallarinnar frá árinu 2014 var meðal annars lagt til að heimildir lífeyrissjóða og verðbréfasjóða til þess að lána verðbréf úr eignasöfnum sínum yrðu rýmkaðar en lög um lífeyrissjóði hafa verið túlkuð á þann veg að slíkum sjóðum sé beinlínis óheimilt að lána verðbréf. Fyrir fall fjármálakerfisins haustið 2008 var Ísland komið á athugunarlista FTSE en það var fjarlægt af listanum í kjölfar hrunsins. Eftir að gjaldeyrishöftunum var aflétt í fyrra fóru hjólin hins vegar fljótt að snúast. „Fyrirtækjunum hefði aldrei dottið í hug að taka þessari málaleitan okkar vel nema af því að búið var að taka þessi skref í haftalosuninni. Það var algjör forsenda.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
MSCI, eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, hefur til skoðunar að gera hlutabréf félaga, sem skráð eru á íslenska hlutabréfamarkaðinum, gjaldgeng í vísitölur fyrirtækisins. Frekari tíðinda er að vænta frá fyrirtækinu í júní í sumar að sögn Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. Fulltrúar fyrirtækisins, sem heldur meðal annars utan um hina frægu MSCI-heimsvísitölu sem byggist á helstu hlutabréfavísitölum í kauphöllum heimsins, munu koma hingað til lands í næsta mánuði og funda meðal annars með forsvarsmönnum Fossa markaða, samkvæmt heimildum Markaðarins, en Fossar hafa verið umsvifamestir hérlendra verðbréfafyrirtækja þegar kemur að milligöngu um fjárfestingar erlendra fjárfesta í íslenskum félögum. Þá hafa fulltrúar MSCI auk þess rætt við þá erlendu hlutabréfasjóði sem hafa gert sig gildandi á innlendum hlutabréfamarkaði á undanförnum misserum. Páll segir að Kauphöllin hafi haft samband við fulltrúa MSCI og vísitölufyrirtækisins FTSE Russel í kjölfar þess að gjaldeyrishöftunum var aflétt í mars á síðasta ári. Síðarnefnda fyrirtækið hefur þegar tekið íslenska hlutabréfamarkaðinn á athugunarlista sinn og gerir Páll sér vonir um að bréf á íslenska markaðinum verði gjaldgeng í vísitölur FTSE í haust. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar„Fulltrúar MSCI eru að viða að sér gögnum um markaðinn auk þess sem við höfum sent þeim fjölda gagna. Þetta tekur eðli málsins samkvæmt talsverðan tíma en samkvæmt minni bestu vitneskju er einhverra tíðinda að vænta frá fyrirtækinu í júní,“ segir Páll. Óvíst sé þó á þessari stundu hvaða tíðindi það verða. „Við höfum reiknað með því að fyrsta skrefið felist í því að MSCI taki okkur á athugunarlista, líkt og FTSE gerði, án þess þó að við höfum fengið það staðfest. Það kemur í ljós í júní,“ útskýrir Páll. „Þetta er í það minnsta mjög spennandi tækifæri og gæti breytt miklu.“ MSCI heldur úti fjölmörgum vísitölum um allan heim en ekki liggur fyrir inn í hvaða vísitölur íslensk hlutabréf munu komast. Greint var frá því í ViðskiptaMogganum síðasta haust að FTSE Russel hefði tekið íslenska hlutabréfamarkaðinn á athugunarlista sinn. Páll segir að fyrirtækið hafi tilkynnt í mars síðastliðnum að markaðurinn færi, að öðru óbreyttu, inn í vísitölumengi FTSE í september á þessu ári. „Við getum því sagt að þetta sé allt á góðri leið,“ nefnir hann.Leggur mat á markaðinn Á meðan íslenski hlutabréfamarkaðurinn er á svonefndum athugunarlista FTSE leggur fyrirtækið mat á ýmsa þætti hans. Markaðurinn er meðal annars skoðaður með hliðsjón af stærð, virkni viðskipta og eftirliti með honum. Alls er litið til meira en tuttugu mælikvarða. „Það er gott og lærdómsríkt fyrir okkur að fara í gegnum þetta ferli,“ segir Páll. „Fyrir utan þau góðu áhrif sem þetta hefur á markaðinn er þetta jafnframt góður leiðarvísir fyrir stjórnvöld. Þau geta þannig séð hvers konar umhverfi þarf að skapa fyrir fyrsta flokks hlutabréfamarkað. Að því leytinu til er þessi vinna gagnleg.“ Til þess að teljast „fyrsta flokks hlutabréfamarkaður“ að mati FTSE þarf íslenski markaðurinn að uppfylla fjölmörg skilyrði. Meðal annars þarf virkur verðbréfalánamarkaður að vera fyrir hendi en sú er ekki raunin hér á landi. Forsvarsmenn Kauphallarinnar hafa um langt skeið bent á að vanþróaður markaður með verðbréfalán, þá sér í lagi hlutabréfalán, standi íslenskum verðbréfamarkaði fyrir þrifum. Í skýrslu Kauphallarinnar frá árinu 2014 var meðal annars lagt til að heimildir lífeyrissjóða og verðbréfasjóða til þess að lána verðbréf úr eignasöfnum sínum yrðu rýmkaðar en lög um lífeyrissjóði hafa verið túlkuð á þann veg að slíkum sjóðum sé beinlínis óheimilt að lána verðbréf. Fyrir fall fjármálakerfisins haustið 2008 var Ísland komið á athugunarlista FTSE en það var fjarlægt af listanum í kjölfar hrunsins. Eftir að gjaldeyrishöftunum var aflétt í fyrra fóru hjólin hins vegar fljótt að snúast. „Fyrirtækjunum hefði aldrei dottið í hug að taka þessari málaleitan okkar vel nema af því að búið var að taka þessi skref í haftalosuninni. Það var algjör forsenda.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira