Fyrirlestrarnir verða haldnir í stofu 101 í Háskólanum í Reykjavík í dag. Fyrirlestur fyrir fagaðila hefst kl. 14 og fyrir almenning kl. 17. Streymi verður frá síðari fyrirlestrinum og má sjá streymið hér að neðan.
Fyrirlestrarnir eru haldnir í samstarfi við Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna, Mennta- og starfsþróunarsvið lögreglunnar, heilbrigðisvísindasvið HA, Verkefnastjórnunarfélagið og Rannsóknastofu í afbrotafræði við HÍ.
Burgess sagði frá störfum sínum í viðtali við Fréttablaðið síðastliðna helgi. Óhætt er að segja að hún sé frumkvöðull í heimi rannsókna á þessu sviði enda var hún lengi vel eina konan sem vann kenndi við skóla FBI.