Erlent

Kona handtekin eftir skothríð við endamark San Diego maraþonsins

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Þessi mynd var tekin við upphaf maraþonsins í San Diego
Þessi mynd var tekin við upphaf maraþonsins í San Diego
Sjónarvottar segja að kona hafi skotið úr skammbyssu skammt frá endamarki maraþonhlaups í borginni San Diego í Kaliforníu í kvöld. Óstaðfestar fregnir frá vettvangi hermdu að lögreglumaður hefði einnig skotið sig óvart í fótinn í því uppnámi sem fylgdi í kjölfarið en það hefur ekki fengist staðfest.

Konan sást sveifla byssunni og setja hlaupið upp í sig áður en lögreglumenn yfirbuguðu hana. Margir hlauparar og áhorfendur eru sagðir hafa flúið þegar lætin hófust enda er mörgum enn minnisstætt þegar hryðjuverkamenn réðust á Boston maraþonið með sprengjum fyrir fimm árum.

Ekki er talið að neitt slíkt hafi verið á ferðinni að þessu sinni. Konan mun hafa verið að glíma við andleg veikindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×