Skagamenn fóru með sigur af hólmi gegn Fram í Safamýrinni í dag 0-1 en það var Þórður Þorsteinn Þórðarson sem skoraði eina mark leiksins.
Fyrir leikinn var ÍA í öðru sæti deildarinnar með 10 stig á með Fram var í fjórða sæti með sjö stig.
Leikurinn var jafn til að byrja með og áttu bæði lið sín færi fyrstu mínúturnar en ekkert mark var þó skorað í fyrri hálfleiknum.
Skagamenn virtust koma ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og skilaði það sér á 49. mínútu þegar Bjarki Steinn Bjarkason átti frábæran sprett um kanntinn og lagði boltann snyrtilega inn á teiginn þar sem Þórður Þorsteinn Þórðarson var mættur og setti boltann örugglega í hornið fjær.
Frammarar reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn og fengu þeir vítaspyrnu á 68.mínútu þegar Guðmundur Magnússon var felldur inná teig. Guðmundur steig sjálfur á punktinn en lét Árna Snæ í marki ÍA verja frá sér.
Nær komst Fram ekki og því voru það Skagamenn sem fóru með sigur af hólmi. Eftir leikinn er ÍA með jafn mörg stig og HK í efsta sæti deildarinnar.
Skagamenn með sigur í Safamýrinni
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
