Strákar og kannabis - Sérstök áhætta! Skúli Magnússon skrifar 24. október 2018 09:59 Á síðustu árum hefur svonefndum lögræðissviptingarmálum fjölgað umtalsvert fyrir héraðsdómi, en undir þessi mál fellur hvers kyns nauðungarvistun vegna geðsjúkdóma. Merkjanlegur hluti þessarar fjölgunar verður rakin til mála ungra manna sem er ekki einungis með fíknivanda heldur alvarlega geðræna erfiðleika á því stigi að nauðungarvistun um lengri tíma er talin nauðsynleg og fyrirsjáanlegt er að þeir þurfi meðferð og aðhlynningu alla sína ævi. Þessir strákar eiga það sameiginlegt að hafa byrjað reglulega neyslu kannabis ungir, yfirleitt 12-14 ára, og alvarlegur geðsjúkdómur hefur gert vart við sig þegar fyrir tvítugt. Raunar er sláandi hversu eitt mál er líkt því næsta m.t.t. neyslusögu og þróun einkenna. Í ríkissjónvarpinu voru fyrir nokkru sýndir heimildaþættir um eina yfirgripmestu samanburðarrannsókn á mannlegri hegðun og þroska sem gerð hefur verið, kennd við bæinn Dunedin á Nýja-Sjálandi. Samkvæmt henni eru tengsl milli reglulegrar kannabisneyslu unglingsstráka og geðrofi snemma á fullorðinsárunum hafin yfir vafa. Ef ég man rétt var þar talið í að tíundi hver strákur sem byrjaði reglulega neyslu kannabis fyrir 15 ára aldur þróaði með sér geðklofa, sem gengi ekki til baka þótt hætt væri neyslu! Þessar upplýsingar, sem studdar eru öðrum félagsfræðilegum og erfðafræðilegum rannsóknum, koma óþægilega heim og saman við það sem ég hef séð í starfi mínu. Vita íslenskir strákar á aldrinum 11-15 ára hvaða áhættu þeir taka með því að prófa að reykja gras á þessum aldri? Eða heyra þeir e.t.v. bara kvabb um fíkniefni án þess að átta sig á sérstökum hættueiginleikum kannabis fyrir þá? Hvað myndu þeir segja við því að yfirgnæfandi líkur séu á því að einn úr 10 manna vinahópi, sem reykir reglulega í dag, verði kominn inn á lokaða geðdeild fyrir tvítugt og eigi þaðan ekki afturkvæmt, hvort sem hann hættir að reykja eða ekki? Það hlýtur að vera alger lágmarkskrafa að hver einasti íslenski strákur undir 15 ára aldri hafi verið vandlega upplýstur um þá sérstöku og óvenjulegu áhættu sem hann tekur með neyslu kannabisefna á þessu skeiði lífs síns. Er víst að þeirri kröfu sé fullnægt?Höfundur er héraðsdómari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur svonefndum lögræðissviptingarmálum fjölgað umtalsvert fyrir héraðsdómi, en undir þessi mál fellur hvers kyns nauðungarvistun vegna geðsjúkdóma. Merkjanlegur hluti þessarar fjölgunar verður rakin til mála ungra manna sem er ekki einungis með fíknivanda heldur alvarlega geðræna erfiðleika á því stigi að nauðungarvistun um lengri tíma er talin nauðsynleg og fyrirsjáanlegt er að þeir þurfi meðferð og aðhlynningu alla sína ævi. Þessir strákar eiga það sameiginlegt að hafa byrjað reglulega neyslu kannabis ungir, yfirleitt 12-14 ára, og alvarlegur geðsjúkdómur hefur gert vart við sig þegar fyrir tvítugt. Raunar er sláandi hversu eitt mál er líkt því næsta m.t.t. neyslusögu og þróun einkenna. Í ríkissjónvarpinu voru fyrir nokkru sýndir heimildaþættir um eina yfirgripmestu samanburðarrannsókn á mannlegri hegðun og þroska sem gerð hefur verið, kennd við bæinn Dunedin á Nýja-Sjálandi. Samkvæmt henni eru tengsl milli reglulegrar kannabisneyslu unglingsstráka og geðrofi snemma á fullorðinsárunum hafin yfir vafa. Ef ég man rétt var þar talið í að tíundi hver strákur sem byrjaði reglulega neyslu kannabis fyrir 15 ára aldur þróaði með sér geðklofa, sem gengi ekki til baka þótt hætt væri neyslu! Þessar upplýsingar, sem studdar eru öðrum félagsfræðilegum og erfðafræðilegum rannsóknum, koma óþægilega heim og saman við það sem ég hef séð í starfi mínu. Vita íslenskir strákar á aldrinum 11-15 ára hvaða áhættu þeir taka með því að prófa að reykja gras á þessum aldri? Eða heyra þeir e.t.v. bara kvabb um fíkniefni án þess að átta sig á sérstökum hættueiginleikum kannabis fyrir þá? Hvað myndu þeir segja við því að yfirgnæfandi líkur séu á því að einn úr 10 manna vinahópi, sem reykir reglulega í dag, verði kominn inn á lokaða geðdeild fyrir tvítugt og eigi þaðan ekki afturkvæmt, hvort sem hann hættir að reykja eða ekki? Það hlýtur að vera alger lágmarkskrafa að hver einasti íslenski strákur undir 15 ára aldri hafi verið vandlega upplýstur um þá sérstöku og óvenjulegu áhættu sem hann tekur með neyslu kannabisefna á þessu skeiði lífs síns. Er víst að þeirri kröfu sé fullnægt?Höfundur er héraðsdómari
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun