Ungir drengir „fá sér í haus“ um hábjartan dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2018 08:58 Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu. Fréttablaðið/Pjetur Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður Hólavallagarðs - gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu, skorar á foreldra í vesturbænum að setjast niður með börnum sínum og ræða grasreykingar. Ástæðan er sú að Heimi Birni blöskrar sú aukning sem orðið hefur á reykingum í kirkjugarðinum undanfarna daga. „Ágætu nágrannar. Sem umsjónarmaður með Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, þá hefur í gegnum tíðina alltaf verið eitthvað um grasneyslu í garðinum og ég fundið ummerki um slíka neyslu. En nú bregður svo við að frá því um áramótin síðustu hefur þetta margfaldast,“ segir Heimir Björn í ábendingu til foreldra í hverfishópnum Vesturbærinn á Facebook. „Síðustu daga hefur algjörlega keyrt um þverbak. Ekki bara að umbúðir eru út um allt heldur eru ungir drengir c.a. 15 ára farnir að mæta í garðinn fyrir hádegið og „fá sér í haus" og finnast það bara allt í lagi. Skora ég á foreldra að setjast niður með börnum sínum og aðeins ræða þessi mál.“Mikil áhætta Skúli Magnússon héraðsdómari spyr í grein í Fréttablaðinu í dag hvort íslenskir strákar á aldrinum 11-15 ára viti hvaða áhættu þeir taki með því að prófa að reykja gras á þessum aldri? „Eða heyra þeir e.t.v. bara kvabb um fíkniefni án þess að átta sig á sérstökum hættueiginleikum kannabis fyrir þá? Hvað myndu þeir segja við því að yfirgnæfandi líkur séu á því að einn úr 10 manna vinahópi, sem reykir reglulega í dag, verði kominn inn á lokaða geðdeild fyrir tvítugt og eigi þaðan ekki afturkvæmt, hvort sem hann hættir að reykja eða ekki?“ Skúli segir það hljóta að vera algera lágmarkskröfu að hver einasti íslenski strákur undir 15 ára aldri sé vandlega upplýstur um þá sérstöku og óvenjulegu áhættu sem hann tekur með neyslu kannabisefna á þessu skeiði lífs síns. Mikill fjöldi lögræðissviptingarmálum fyrir héraðsdómi tengist neyslu kannabis frá ungra drengja. Börn og uppeldi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður Hólavallagarðs - gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu, skorar á foreldra í vesturbænum að setjast niður með börnum sínum og ræða grasreykingar. Ástæðan er sú að Heimi Birni blöskrar sú aukning sem orðið hefur á reykingum í kirkjugarðinum undanfarna daga. „Ágætu nágrannar. Sem umsjónarmaður með Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, þá hefur í gegnum tíðina alltaf verið eitthvað um grasneyslu í garðinum og ég fundið ummerki um slíka neyslu. En nú bregður svo við að frá því um áramótin síðustu hefur þetta margfaldast,“ segir Heimir Björn í ábendingu til foreldra í hverfishópnum Vesturbærinn á Facebook. „Síðustu daga hefur algjörlega keyrt um þverbak. Ekki bara að umbúðir eru út um allt heldur eru ungir drengir c.a. 15 ára farnir að mæta í garðinn fyrir hádegið og „fá sér í haus" og finnast það bara allt í lagi. Skora ég á foreldra að setjast niður með börnum sínum og aðeins ræða þessi mál.“Mikil áhætta Skúli Magnússon héraðsdómari spyr í grein í Fréttablaðinu í dag hvort íslenskir strákar á aldrinum 11-15 ára viti hvaða áhættu þeir taki með því að prófa að reykja gras á þessum aldri? „Eða heyra þeir e.t.v. bara kvabb um fíkniefni án þess að átta sig á sérstökum hættueiginleikum kannabis fyrir þá? Hvað myndu þeir segja við því að yfirgnæfandi líkur séu á því að einn úr 10 manna vinahópi, sem reykir reglulega í dag, verði kominn inn á lokaða geðdeild fyrir tvítugt og eigi þaðan ekki afturkvæmt, hvort sem hann hættir að reykja eða ekki?“ Skúli segir það hljóta að vera algera lágmarkskröfu að hver einasti íslenski strákur undir 15 ára aldri sé vandlega upplýstur um þá sérstöku og óvenjulegu áhættu sem hann tekur með neyslu kannabisefna á þessu skeiði lífs síns. Mikill fjöldi lögræðissviptingarmálum fyrir héraðsdómi tengist neyslu kannabis frá ungra drengja.
Börn og uppeldi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira