Ungir drengir „fá sér í haus“ um hábjartan dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2018 08:58 Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu. Fréttablaðið/Pjetur Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður Hólavallagarðs - gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu, skorar á foreldra í vesturbænum að setjast niður með börnum sínum og ræða grasreykingar. Ástæðan er sú að Heimi Birni blöskrar sú aukning sem orðið hefur á reykingum í kirkjugarðinum undanfarna daga. „Ágætu nágrannar. Sem umsjónarmaður með Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, þá hefur í gegnum tíðina alltaf verið eitthvað um grasneyslu í garðinum og ég fundið ummerki um slíka neyslu. En nú bregður svo við að frá því um áramótin síðustu hefur þetta margfaldast,“ segir Heimir Björn í ábendingu til foreldra í hverfishópnum Vesturbærinn á Facebook. „Síðustu daga hefur algjörlega keyrt um þverbak. Ekki bara að umbúðir eru út um allt heldur eru ungir drengir c.a. 15 ára farnir að mæta í garðinn fyrir hádegið og „fá sér í haus" og finnast það bara allt í lagi. Skora ég á foreldra að setjast niður með börnum sínum og aðeins ræða þessi mál.“Mikil áhætta Skúli Magnússon héraðsdómari spyr í grein í Fréttablaðinu í dag hvort íslenskir strákar á aldrinum 11-15 ára viti hvaða áhættu þeir taki með því að prófa að reykja gras á þessum aldri? „Eða heyra þeir e.t.v. bara kvabb um fíkniefni án þess að átta sig á sérstökum hættueiginleikum kannabis fyrir þá? Hvað myndu þeir segja við því að yfirgnæfandi líkur séu á því að einn úr 10 manna vinahópi, sem reykir reglulega í dag, verði kominn inn á lokaða geðdeild fyrir tvítugt og eigi þaðan ekki afturkvæmt, hvort sem hann hættir að reykja eða ekki?“ Skúli segir það hljóta að vera algera lágmarkskröfu að hver einasti íslenski strákur undir 15 ára aldri sé vandlega upplýstur um þá sérstöku og óvenjulegu áhættu sem hann tekur með neyslu kannabisefna á þessu skeiði lífs síns. Mikill fjöldi lögræðissviptingarmálum fyrir héraðsdómi tengist neyslu kannabis frá ungra drengja. Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður Hólavallagarðs - gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu, skorar á foreldra í vesturbænum að setjast niður með börnum sínum og ræða grasreykingar. Ástæðan er sú að Heimi Birni blöskrar sú aukning sem orðið hefur á reykingum í kirkjugarðinum undanfarna daga. „Ágætu nágrannar. Sem umsjónarmaður með Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, þá hefur í gegnum tíðina alltaf verið eitthvað um grasneyslu í garðinum og ég fundið ummerki um slíka neyslu. En nú bregður svo við að frá því um áramótin síðustu hefur þetta margfaldast,“ segir Heimir Björn í ábendingu til foreldra í hverfishópnum Vesturbærinn á Facebook. „Síðustu daga hefur algjörlega keyrt um þverbak. Ekki bara að umbúðir eru út um allt heldur eru ungir drengir c.a. 15 ára farnir að mæta í garðinn fyrir hádegið og „fá sér í haus" og finnast það bara allt í lagi. Skora ég á foreldra að setjast niður með börnum sínum og aðeins ræða þessi mál.“Mikil áhætta Skúli Magnússon héraðsdómari spyr í grein í Fréttablaðinu í dag hvort íslenskir strákar á aldrinum 11-15 ára viti hvaða áhættu þeir taki með því að prófa að reykja gras á þessum aldri? „Eða heyra þeir e.t.v. bara kvabb um fíkniefni án þess að átta sig á sérstökum hættueiginleikum kannabis fyrir þá? Hvað myndu þeir segja við því að yfirgnæfandi líkur séu á því að einn úr 10 manna vinahópi, sem reykir reglulega í dag, verði kominn inn á lokaða geðdeild fyrir tvítugt og eigi þaðan ekki afturkvæmt, hvort sem hann hættir að reykja eða ekki?“ Skúli segir það hljóta að vera algera lágmarkskröfu að hver einasti íslenski strákur undir 15 ára aldri sé vandlega upplýstur um þá sérstöku og óvenjulegu áhættu sem hann tekur með neyslu kannabisefna á þessu skeiði lífs síns. Mikill fjöldi lögræðissviptingarmálum fyrir héraðsdómi tengist neyslu kannabis frá ungra drengja.
Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira