Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2018 21:00 Svínafellsjökull er einn af skriðjöklum Öræfajökuls. Sprungan er í Svínafellsheiði fyrir miðri mynd sem gnæfir yfir skriðjöklinum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. Talið er það gæti orðið margfalt stærra en það sem féll í Hítardal fyrr í mánuðinum. Fjallað var málið í fréttum Stöðvar 2. Almannavarnir beindu þeim tilmælum til ferðaþjónustuaðila í síðasta mánuði að fara ekki með hópa ferðamanna á Svínafellsjökul vegna hættu á berghlaupi úr Svínafellsheiði. Ástæðuna sjáum við á myndbandi frá fyrirtækinu Svarma sem kortlagði svæðið með dróna.Skjáskot úr myndbandi Svarma. Sprunguna má greina á miðri mynd. Hún er talin 1,5 kílómetra löng.Mynd/Svarmi ehf.Bændur í Öræfum fundu sprunguna fyrir fjórum árum en það sem vekur sérstakan ugg er að samanburðarmyndir sýna að hún gliðnaði milli áranna 2016 og 2017 um rúman einn sentímetra. Á myndbandinu sést aðeins lítill hluti sprungunnar, eða 110 metrar. Jarðfræðingarnir Þorsteinn Sæmundsson frá Háskóla Íslands og Þjóðverjinn Daniel Ben-Yehoshua frá Svarma telja sprunguna mjög stóra, eða um 1,5 kílómetra langa, en hún sést ekki öll á yfirborði. „Efnismagn sem getur farið niður fjallið er mikið stærra en við höfðum hugsað áður,” segir Daniel.Daniel Ben-Yehoshua, jarðfræðingur hjá Svarma ehf.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Áætlað er að ef stykkið færi niður í heilu lagi gæti stærð þess numið sextíu milljón rúmmetrum, sem væri allt að sexfalt stærra en framhlaupið í Hítardal, en það er áætlað milli tíu og tuttugu milljónir rúmmetra. Ein stærsta spurningin er hve langt berghlaupið næði fram. „Fer það alla leið til þjóðvegarins? Eða verður það bara á jökli? Það er óvíst,” segir Daniel.Horft frá afleggjaranum að Svínafelli í Öræfum í átt að Svínafellsjökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Svo veit enginn hvenær bergfyllan gæti brostið fram. „Það gæti gerst á morgun eða eftir 500 ár.“ Daniel bendir hins vegar á að Öræfajökull sé lifandi eldstöð og þar er skjálftavirkni þessa dagana. Þótt hún sé ekki öflug séu skjálftar þar alla daga. Stórir jarðskjálftar gætu hreyft við sprungunni og rifjar Daniel upp að þegar þeir skoðuðu sprunguna í október í fyrra hafi orðið skjálfti í Öræfajökli upp á 3,6 stig.Svínafellsjökull er einn af vinsælli áfangastöðum í Öræfum, eins og sjá má á bílalestinni á veginum að jökulsporðinum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Allt getur gerst á þessu svæði. Það er mjög dínamískt,” segir Daniel Ben-Yehoshua en viðamikil rannsókn er hafin á sprungunni í samstarfi Svarma við Háskólann og Veðurstofuna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almannavarnir Tengdar fréttir Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. Talið er það gæti orðið margfalt stærra en það sem féll í Hítardal fyrr í mánuðinum. Fjallað var málið í fréttum Stöðvar 2. Almannavarnir beindu þeim tilmælum til ferðaþjónustuaðila í síðasta mánuði að fara ekki með hópa ferðamanna á Svínafellsjökul vegna hættu á berghlaupi úr Svínafellsheiði. Ástæðuna sjáum við á myndbandi frá fyrirtækinu Svarma sem kortlagði svæðið með dróna.Skjáskot úr myndbandi Svarma. Sprunguna má greina á miðri mynd. Hún er talin 1,5 kílómetra löng.Mynd/Svarmi ehf.Bændur í Öræfum fundu sprunguna fyrir fjórum árum en það sem vekur sérstakan ugg er að samanburðarmyndir sýna að hún gliðnaði milli áranna 2016 og 2017 um rúman einn sentímetra. Á myndbandinu sést aðeins lítill hluti sprungunnar, eða 110 metrar. Jarðfræðingarnir Þorsteinn Sæmundsson frá Háskóla Íslands og Þjóðverjinn Daniel Ben-Yehoshua frá Svarma telja sprunguna mjög stóra, eða um 1,5 kílómetra langa, en hún sést ekki öll á yfirborði. „Efnismagn sem getur farið niður fjallið er mikið stærra en við höfðum hugsað áður,” segir Daniel.Daniel Ben-Yehoshua, jarðfræðingur hjá Svarma ehf.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Áætlað er að ef stykkið færi niður í heilu lagi gæti stærð þess numið sextíu milljón rúmmetrum, sem væri allt að sexfalt stærra en framhlaupið í Hítardal, en það er áætlað milli tíu og tuttugu milljónir rúmmetra. Ein stærsta spurningin er hve langt berghlaupið næði fram. „Fer það alla leið til þjóðvegarins? Eða verður það bara á jökli? Það er óvíst,” segir Daniel.Horft frá afleggjaranum að Svínafelli í Öræfum í átt að Svínafellsjökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Svo veit enginn hvenær bergfyllan gæti brostið fram. „Það gæti gerst á morgun eða eftir 500 ár.“ Daniel bendir hins vegar á að Öræfajökull sé lifandi eldstöð og þar er skjálftavirkni þessa dagana. Þótt hún sé ekki öflug séu skjálftar þar alla daga. Stórir jarðskjálftar gætu hreyft við sprungunni og rifjar Daniel upp að þegar þeir skoðuðu sprunguna í október í fyrra hafi orðið skjálfti í Öræfajökli upp á 3,6 stig.Svínafellsjökull er einn af vinsælli áfangastöðum í Öræfum, eins og sjá má á bílalestinni á veginum að jökulsporðinum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Allt getur gerst á þessu svæði. Það er mjög dínamískt,” segir Daniel Ben-Yehoshua en viðamikil rannsókn er hafin á sprungunni í samstarfi Svarma við Háskólann og Veðurstofuna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almannavarnir Tengdar fréttir Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23
Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02